. - Hausmynd

.

heimsins mesta óréttlæti

Það eru ansi margir sem telja lífið vera sjálfsagðan hlut. Það er því miður ekki þannig og eins og máltækið segir þá veit enginn sína ævi fyrr en öll er.

Ég þekki ungan dreng sem er aðeins yngri en ég. Það sem ég hef kynnst af þessum ágæta dreng er bara frábært. Duglegur, samviskusamur og góður.

Þessi ágæti drengur var seinn til að kynnast dömu en hann kynntist einni fyrir nokkrum árum og urðu þau mjög hamingjusöm. Þau fóru "réttu" leiðina, semsagt trúlofuðust, giftust ári síðar, keyptu sér fallegt hús sem þau höfðu safnað vel fyrir, nýlegan fjölskyldubíl og þá var komið að því að eignast barn.

Eitthvað gekk brösuglega að koma barninu "undir" en það hafðist og voru þau að vonum óskaplega hamingjusöm. Bæði í góðri vinnu og nú var bara að bíða eftir unganum.

Þau fengu það staðfest að barnið ætti að koma í heiminn í kringum 1.febrúar 2010 og fóru þau samviskusamlega saman í allar mæðraskoðanir og tilheyrandi.

Rétt fyrir jólin var hann svo fluttur á sjúkrahús þar sem eitthvað alvarlegt virtist vera að. Við skoðun kom alvarlegur hjartagalli. Honum var brunað á aðgerðarborðið hið snarasta og reynt að laga vandamálið.

Einhverjum dögum síðar fékk hann svo að fara heim en var ekki með neitt þrek. Eftir nokkra þreklausa daga fór hann aftur á spítalann og komust þeir að því að hjartað sló ekki í "takt" svo þeir þurftu að opna hann aftur, stöðva hjartað og koma því svo aftur í gang.

Manni þætti þetta eitt og sér alveg nóg af því góða. Hann fer svo heim aftur nokkrum dögum síðar.

Ekki hefur hann náð upp þrekinu almennilega svo læknarnir fóru og skoðuðu röntgen myndirnar aftur til að skoða hvort eitthvað hafi farið framhjá þeim.

Til mikillar undrunar kom í ljós krabbamein í lifrinni.

Honum er enn og aftur vippað inn á spítalann til frekari greiningar og var þetta niðurstaðan. Krabbamein er það heillin og fer hann í uppskurð í næstu viku og væntanlega áfram í einhverja meðferð.

Eiginkonan ófríska situr heima og grætur sálufélaga sinn sárt. Gæti það farið svo að hún verði ekkja innan við þrítug með eitt barn?

Lífið er ekki sjálfsagt. Ég hef komist að því í gegnum árin.

Ég er þeirrar lukku aðnjótandi að eiga 3 heilbrigð og falleg börn. Eitt barnanna var kannski ekki svo heilbrigt sem ungabarn og var ekki hugað líf en hún er enn meðal okkar í dag sem kallast kraftaverk. Þegar ég vakna á morgnana, byrja ég á því að kíkja á krakkana mína til að kanna hvort ekki sé allt með felldu. Þegar það hefur verið kannað er ég óskaplega þakklát fyrir að vera á lífi og eiga fjölskyldu.

Ég þakka upp á hvern dag. Lífið er eins og hraðbraut. Stundum þarf maður að fara á sveitavegina til að komast áfram en aldrei má maður leggja árar í bát og gefast upp þrátt fyrir grýttan farveg.

Eigið glaðan dag og þakkið fyrir það sem þið eigið og grátið ekki það sem þið eigið ekki.

fjölskyldan mín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sammála, maður er þakklátur fyrir heilbrigð börn og vonast til þess að hafa heilsu til að fylgjast með þeim fullorðnast.

Mér hefur alltaf fundist Sunnuskottið alveg eins og þú en sé hérna að hún er eiginlega alveg eins og Stefán líka. Fín mynd af ykkur :)

Sóley (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

248 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband