. - Hausmynd

.

Einlægni barnanna

Sunna mín vildi endilega læra að prjóna. Ég sat með henni þó nokkra stund að kenna henni og hún var orðin ansi góð á endanum. Hún tilkynnti mér það að nú væri hún að prjóna trefil á mig W00t

Ég samsinnti því hið snarasta til að móðga ekki barnið. Hún spurði þá hvort ég væri ekki til í að prjóna ullarsokka á hana. Jú, ég var alveg til í það svo við fórum saman að versla í ullarsokkana. Hún valdi litinn og ég samsinnti því þó svo að ég hefði kannski ekki alveg verið sammála litnum. En eigi að síður þá þarf hún að ganga í þessu, ekki ég Sideways

Sunna tekur upp prjónana öðru hvoru og ef ég fylgi ekki hverri lykkju eftir þá eiga það til að myndast göt hér og þar og ótrúlegur fjöldi lykkna enda á prjónunum. Ég tek þetta svo lítið ber á og laga samviskusamlega.

Einn góðan veðurdag var ég á ferðinni í einni garnversluninni í höfuðborginni. Þar var mér litið á rekka fullan af ullarsokkum í hinum ýmsum stærðum og litum. Þegar ég sá verðið ákvað ég að vera ekki að hafa fyrir því að prjóna sokkana á barnið svo ég verslaði eitt par af ullarsokkum á Sunnu og hrósaði sigri yfir því. Það er fátt leiðinlegra en að gera sokka!!!!

Ég afhenti barninu sokkana og hún virtist nokkuð sátt.

Um daginn vorum við mæðgur að versla í Fjarðarkaup á annatíma sem var kannski bara alveg í lagi nema þegar við vorum við kassann þá lítur barnið á mig og segir hátt og snjallt:

Mamma, HVENÆR ætlar þú að klára ullarsokkana mína? Ég er búin að bíða ótrúlega lengi eftir þeim!

Ég varð hálf hvumsa yfir þessu og reyndi eitthvað að bera á móti þessu og leit í kringum mig hálf skömmustuleg. Áður en ég náði að svara einhverju af viti þá segir Sunna enn hærra svo allir í 10 metra radíus hafa örugglega heyrt allt sem á milli okkar fór

Mamma, HVERNIG myndi þér LÍÐA ef ég sæti ALDREI og prjónaði trefilinn ÞINN bara eitthvað annað???

Rauðari en allt sem rautt var snéri ég mér við og sá að það voru í það minnsta 20 manns sem horfðu á okkur mæðgur!! Gasp

Með hneykslis svip snéri barnið sér við og strunsaði framfyrir kassann svo ég átti ENGA möguleika á að mögla við hana. Pinch

Það er óhætt að segja að dóttir mín tók mig í bakaríið þann daginn Kissing (eiga eflaust eftir að verða fleiri svona atvik á lífsleiðinni)

Annars er það að frétta að ég, unga konan er að verða amma Shocking

Viktorían mín er flutt að heiman með kærastanum og eiga þau von á lítilli prinsessu í júní.

Í fyrstu var þetta mikið sjokk að verða amma aðeins 35 ára en eftir smá ígrundun þá verð ég orðin 36 þegar prinsessan kemur í heiminn. Það var strax skömminni skárra en 35...ég trúi því allavega Whistling

Stefán minn er búinn að hlæja mikið af þessu og hefur skotið á mig "hvað segir amma gamla gott" en þegar ég skaut til baka "bara ágætt afi GAMLI" þá hætti hann að stríða mér LoL

Annað verra. Vinkona mín hún Helena sagðist ætla að segja mér upp sem vinkonu. Hún væri svo ung að hún kærði sig ekki um að eiga vinkonu sem væri að verða amma.

Í fyrstu fannst mér þetta ekkert fyndið en svo þegar ég uppgötvaði það að hún sjálf verður AFASYSTIR þá skaut ég því á hana og þá varð "silence of the lambs" Cool

Nú er þetta bara spennandi og ég er byrjuð að prjóna á ömmustelpuna mína. Sunna er alveg að springa úr spenningi og segist sko vera LÖNGU tilbúin til að verða móðursystir Tounge

hér er svo litla Birgisdóttir Heart

prinsessa Birgisdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 259621

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

250 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband