. - Hausmynd

.

...á þessu heimili er kynskiptingur!

Þetta heimili er eiginlega dýrabær. Hér er að finna hinar ýmsu tegundir dýra og höfum við reynt að hafa kynskiptinguna nokkuð jafna.

Í stofunni er 300L fiskabúr með stórum gullfiskum og er nokkuð jöfn skipting á milli "kvenna" og "karla" í búrinu að undanskildum sniglunum sem einfaldlega breyta kynhneigð sinni eftir þeirra "huga"...ef hann annars er!

Svo má finna aðeins stærri dýr eins og Naggrísinn Mikka sem yngsta dýrið mitt á og er hann voðalegur prins...lætur allt yfir sig ganga...svo sem að láta klæða sig í dúkkuföt, troða sér í dúkkuvagna og fara út að ganga.Svo kemur hún Kara sem er nú kannski ekki alveg jafn samvinnuþýð og Mikki og lætur alveg í sér "heyra" ef hún er ekki sátt við það sem henni er boðið.

Svo kom að því að það átti að fara með Köru út að ganga og var fundið til beislið hennar og því troðið á. Eins og áður hefur komið fram þá lætur hún ekki allt yfir sig ganga svo það þurfti dálitla útsjónarsemi að koma ólinni um hálsinn og utan um búkinn svo hún sleppi ekki svo auðveldlega. Sunna mín var að hjálpa mér og bað ég hana um að vippa ólinni utan um hana um leið og ég héldi henni niðri.

Ég sný kanínunni á bakið til að setja ólina utan um búkinn og þá rekur Sunna augun í spenana hennar og bendir á þá að þeir séu kannski bara full stórir svona miðað við það að ekki séu ungar á spena. Ég lít á þessa stóru spena og sé þar sem þeir líktust frekar hnetum en spenum.....mér bregður við þetta því í tæpt ár hefur þetta dýr verið HÚN og þarna var ég ekki að ná því að "hún" breyttist í "hann" á ca 5 sekúndum!

Ég geri lítið úr þessu og sendi hana út að ganga með "hana" Köru. Á eftir sat ég hugsi inn í stofu. Mér leið eins og einhver hefði slegið mig utanundir...ekki það að það sé slæmt að kanínan skuli hafa verið strákur þegar upp var staðið...heldur hvernig breytir maður nafninu Kara í strákanafn?!?!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur til ykkar elskur og gleðilegt sumar.....O)))

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.5.2010 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband