. - Hausmynd

.

óhljóð

Það versta sem ég hef upplifað með börnin mín er þegar þau fá höfuðáverka. Vissulega var það erfitt þegar Dísin var veik og vart hugað líf en þegar maður er með strá-heilbrigt barn, er ofsalega erfitt að upplifa það að barnið gæti verið örkumla alla ævi einungis vegna þess að það slasaði sig í umsjá foreldra Crying. Ég lenti í því þegar Sunna var 7 mánaða að hún sat í Hókus pókus stól og ég var að enda við að gefa henni að borða. Sný mér við til að setja skálina í vaskinn og um leið og ég sný mér við dettur barnið úr stólnum og beint á höfuðið og rotaðist. Hún andaði ekki strax, ranghvofldust augun og ekkert heyrðist í barninu. Skömmu síðar fór hún að kasta upp og með það sama var brunað með barnið á sjúkrahúsið á Selfossi (vorum í sumarbústað þar rétt hjá) Eftir smá skoðun vorum við send heim með skipanir um að hún mætti ekki fara að sofa strax og allt það. Ég var að sjálfsögðu ekkert róleg yfir þessu öllu. Ég ræði svo við lækni sem hefur sinnt Söndru Dís í gegnum árin og hann trompaðist yfir því að við skulum hafa verið send heim, ÖLL börn sem fá svona alvarlega höfuðáverka eru látin liggja inni í sólarhring í gæslu.

Þessi minning poppar reglulega upp í höfðuðið á mér eins og gamall draugur sem vill ekki hverfa. Þetta er líklegasta ein erfiðasta minning sem ég hef. Í hvert skipti sem ég heyri svona dynki og ekkert hljóð, panikast ég um leið.

Í gær ætlaði svo litla skottið að fara í bað. Ég læt renna í baðið og sat svo frammi að glápa á imbann og svoleiðis. Sunna skottaðist fram og til baka að forfæra eitthvað í baðið sitt sem var svosem í lagi nema að við heyrum þungan dynk og ekkert hljóð, Stefán kallar á hana en fær ekkert svar svo hann stekkur upp úr sófanum og hendist inn á bað þaðan sem hljóðið kom, ég hendi tölvunni frá mér og hendist líka og um leið poppar upp gamli draugurinn. Þegar við komum á baðið byrjar barnið að kjökra, við lítum á hana og hún nuddar höfuðið. Hún hafði endasteypst á ennið, hvernig veit ég ekki og hún gefur ekkert upp. Þetta var vissulega sárt og allt það en sem betur fer fór þetta betur en á horfðist...eða heyrðist öllu heldur.

Maður fer víst aldrei of varlega Frown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband