. - Hausmynd

.

bank bank!

Það hlaut að koma að því að einhver skyldi verða veikur!

Í gærkveldi þegar við vorum að fara að sofa, kíktum við á litlu dömuna og fundum að hún var orðin heit. Við ákváðum að panikka ekkert og vorum róleg yfir þessu öllu saman. Svo í morgun vakti hún mig og sagðist vera svoooo illt í höfðinu. Ég rabbaði við hana smá stund og ákvað svo að ná í verkjalyf handa henni. Því næst hlammaði hún sér í sófann í stofunni, kveikti á barnaefninu og dró sængina yfir sig. Þannig var hún í allan dag. Um kl 14 var hún með tæplega 40°c hita. Þessi litli ólátabelgur sem aldrei situr kyrr, vill helst róla sér í ljósakrónunum, stendur á höfði í sófanum á meðan hún horfir á sjónvarpið, lá eins og slytti í allan dag og hreyfði sig ekki. Til marks um slappleika hennar þá bað hún um vatnssopa öðru hvoru, en það er eitthvað sem hún hefur aldrei viljað!

Ég fór svo kl 18 á ljósmyndanámskeiðið og Stefán tók við heimilinu. Vonandi verður þetta skárra á morgun. Maður er bara svo óvanur því að hún verði veik, yfirleitt er það Dísin sem á allan "heiðurinn" af þessum veikindum Undecided

Amma átti svo afmæli í dag. Ég vissi svosem ekki hvort hún ætlaði að halda eitthvað upp á það eða ekki, en ég hefði hvort sem er ekki geta mætt þar sem Stefán var að vinna og litlan veik. Ég hringdi bara í hana og óskaði henni til hamingju. Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 259617

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

250 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband