. - Hausmynd

.

Astmakennd hljóð í jeppanum

Það á ekki að ganga upp þetta með bílinn!

Við fengum bílinn á fimmtudaginn aftur. Stefán kom heim á drauma kagganum sínum og langaði svo að sjá hvernig ný Patrol vél lítur út svo hann ákvað að kíkja undir húddið á bílnum. Þegar hann stígur út finnur hann skrýtna lykt. Hann mat svo að þessi lykt væri af frostlegi svo hann kíkti ofan í húddið og sá ekkert og leit undir bílinn og sá þar sem bíllinn "meig" frostlegi. Hann hringir í neyðarsímann hjá IH og segir þeim hvað væri og þeir sendu Vöku eftir bílnum. Vaka kom og tók bílinn en skildi ekki neinn eftir í staðinn svo Stefán þurfti að fá lánaðan bíl. Við ætluðum norður á föstudeginum svo það var orðið spennandi að vita hvort við þyrftum að fara á Yaris og skilja alla eftir í pössun eða hvort jeppinn kæmi í tæka tíð.

Jú, jeppinn kom og sögðu þeir að þeir hefðu gleymt að setja hosu klemmu eða e-ð álíka sem gerði það að verkum að slangan slitnaði frá vatnskassanum (eða e-r staðar þar). Af stað fórum við á jeppanum með börnin með.

Sunna litla er búin að vera með slæman astma og var hóstandi út í eitt. Við þurftum að koma við í vinnunni hjá Stefáni til að taka bílinn sem hann var með í láni og skila honum. Stefán bauð mér að taka jeppann og keyra á "skilastað". Ég spurði Stefán fyrst hvernig honum finnist bíllinn og hann svaraði mjög loðið, jú, allt í lagi.

Ég keyri jeppann í Mos þar sem við skiluðum hinum bílnum og þegar Stefán kom aftur inn í bílinn benti ég honum á það að mér finnist krafturinn ekki vera mikill miðað við hvað vélin á að skila. Eins vildi ég sko ekki vera á gatnamótum þar sem maður þyrfti að drífa sig yfir vegna þess að það gerðist eitthvað minna þegar stigið var á olíugjöfina. Hann hummaði þetta og hélt áfram.

Við vorum í Hvalfjarðargöngum þegar Stefán ákvað að taka frammúr á vinstri akrein. Hann skiptir yfir, setur í "Essið" og gefur honum inn. og hvað gerðist?? EKKERT...bíllinn hafði ekki kraft. Túrbínan kom ekki inn og það gerðist ekkert. Ég verð vör við það að ekki er allt með felldu en ákvað að minnast ekki á neitt. Stefán er eins og hann er, segir EKKERT og skiptir aftur yfir á hægri.

Þegar nálgast Holtavörðuheiði var Sunna farin að hósta svo mikið að hún var farin að kúgast. Ég var alltaf að reyna að tjúna miðstöðina inn en ekkert virtist ganga að hita bílinn. Ég set miðstöðina á fullt afturí hjá stelpunum en ekkert gerðist. Þá gat ég ekki orða bundist lengur og minntist á það að það væri allt of kalt í bílnum til að hafa börnin í og þar af með hálf veikan krakka. Stefán biður mig um að hækka bara meira í miðstöðinni, þetta væri nú ekki mikið vandamál en ég sagði við hann að vandamálið væri dýpra en það þar sem það kæmi einfaldlega ekkert heitt úr miðstöðinni.

Eftir smá fikt og pot komst hann að því sjálfur að það var eitthvað að. Hann hringir í IH (í neyðarsímann enn einusinni) og fær bara talhólf sem hann skilur eftir nafn og símanúmer. Þegar við vorum að nálgast Brú ákvað hann að stoppa þar þar sem hann var farinn að renna það í grun að þeir hefðu gleymt að setja frostlög á hann eftir síðustu viðgerð. Í því hringir síminn og þar talar hann við mann sem fannst þetta afskaplega leitt allt saman. Stefán stoppar í Brú og ég hendist inn til að kaupa eitthvað að drekka handa okkur. Þegar ég kem út aftur sá ég hvar Stefán hafði lagt bílnum á þvottaplaninu og var að dæla vatni inn á bílinn og enn með símann við eyrað.

Þegar hann lauk símtalinu kom það upp úr dúrnum að þeir hefðu gleymt að setja vökva á vélina sem hefði geta endað með ósköpum ef hann hefði ekki verið svona vakandi yfir þessari "bilun".  Ef við hefðum farið alla leið norður er ekki víst að við hefðum komist nema bara það og það hefði þurft að setja nýja vél í aftur. Ekki okkar vandamál en mér var bara alls ekki skemmt.

Eftir að vatni hafði verið bætt á, þá fór bíllinn skyndilega að vinna eins og hann átti að gera, miðstöðin kom inn og barnið hætti að kúgast af hóstanum. Ég var orðin svo pirruð eftir þetta að ég var farin að fara yfir það í huganum hvernig málsóknin gegn IH ætti að vera háttað ef barnið hefði svo endað inn á spítala eftir öll ósköpin. Það vita það allir að þeir sem eiga við astma vandamál að stríða, þeim er ekki hollt að dvelja lengi í kulda. En þegar hitinn komst í kroppinn aftur var ég orðin mýkri.

Nú er bíllinn aftur inni á verkstæði hjá IH til yfirhalningar. Eins gott að þeir verði ljúfir við okkur Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er ekki besta auglýsingin fyrir þá

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.8.2007 kl. 13:31

2 Smámynd: Helga Linnet

jú....þetta er besta EKKI auglýsingin

Helga Linnet, 27.8.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 259662

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband