. - Hausmynd

.

Gullfoss og Geysir, vinsælt þessa dagana

Í hádeginu í gær gerðist ég úber holl og fór og reddaði mér hádegisverði. Hafði fengið mér heilsudrykk eftir ræktina svo maður mátti ekki skemma þá hollustu fyrir þann daginn.

Hádegisverðurinn samanstóð af 1/2 poka af klettasalatblöndu frá Holt & Gott, 5 konfekttómatar skornir í tvennt, 1/4 af gúrku skorin í bita og 1/2 kotasæludós (lítil). Þetta var herramannsmatur og með þessu drakk ég 1/2 L af Egils kristal.

ca klst síðar fann ég fyrir ónot í maganum sem ég hundsaði, var að sjálfsögðu enn í vinnunni en klst eftir það þá gat ég ekki meir og eftir það urðum við Gústavsberg ótrúlega náin! Það fór allt sem hægt var að fara með "gullfoss aðferðinni" Pinch

Það var ekki beinlínis í boði að hætta þar sem ég þurfti að sækja litla skottið í leikskólann og fara með hana í íþróttaskólann svo maður varð bara að halda höfði og halda áfram. Stefán hringir svo í mig með þær "gleðifréttir" að hann er að vinna frameftir svo hann er ekki væntanlegur strax Crying Þá var EKKERT annað að gera en að halda áfram að halda höfði. Í íþróttaskólann strunsum við mæðgur og mér til mikillar ánægju (á svona degi) bættist ein vinkonan með í hópinn.

Eftir íþróttaskólann fórum við svo bara heim og þá var það höfuðverkurinn að gefa börnunum að borða, ég bað Dísina mína um að gefa þeim bara núðlur...ég bara YRÐI að skjótast á wc og í það skiptið gat ég engan veginn ákveðið mig hvort það var Gullfoss eða Geysir....eða bara bæði Sick

kl 20 hringir svo frænka mín og boðar komu sína með fleiri myndir úr brúðkaupinu. Enn varð ég að halda höfði og beit á jaxlinn. Hún kemur svo með kærastann sinn með og við dælum myndum á tölvuna og skoðum. Ég var sannfærð um að ég væri orðin græn í framan en ákvað að harka það af mér.

Stefán kemur heim kl 20:30 og við setjumst öll fyrir framan sjónvarpið og glápum á Útsvar. Þau fara svo eftir það og ég bað Stefán um að afsaka en ég væri komin með bullandi hita og YRÐI að fara í rúmið. Með það sama skreið ég upp í rúm, hríðskjálfandi úr kulda og iðrin að fara með mig.

Eins og svo oft þegar maður verður svona veikur þá getur maður ekki sofið. Ég endaði fram í stofu að glápa á imbann kl 2 um nóttina en þá var bara búið að vera umferð hjá öllu heimilisfólki á klósettið! kl 6 skríð ég aftur í rúmið en þá var búið að hertaka rúmið mitt....litla dýrið sá alfarið um það svo ég setti upp "hörkugrímuna" og bar hana í sitt rúm svo ég gæti lagt mig. Ekki leið á löngu þar til fleira af heimilisfólkinu var farið að fara tíðar ferðir á wc, nú var það Dísin sem var farin að vera með Geysis takta Sick, allt upp. Stefán sagði svo að hann er heldur ekki góður í maganum en hann ætlar sko að sporna við því með því að skjótast í ræktina. Já takk fyrir það. kl 9:30 var hann farinn út og eftir sit ég með beinverki dauðans, ömurlega iðraverki og hund pirruð í öllum skrokknum Angry get ekki legið, setið eða neitt....en svona er að vera ég....svo erfitt! Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Annað hvort bráðsmitandi flensa, eða matareitrun?

Hvernig er heilsan í dag?

Einar Indriðason, 22.9.2007 kl. 11:07

2 Smámynd: Helga Linnet

Heilsan hefur oft verið betri. Þróttlaus með öllu og enn með iðraverki....býst við að vera viðloðandi rúmið í dag

Helga Linnet, 22.9.2007 kl. 11:17

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ósk um góðan bata

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.9.2007 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 259641

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband