. - Hausmynd

.

Símtalið

Allt er breytingum háð. eins og Kínversk máltæki segir; "Til að höndla hið óvænta skaltu halda áætlun þinni sveigjanlegri." Ég fékk semsagt hringingu í gær frá DA vinkonu minni og hún spurði mig hvort ég kæmi með sér til Kína á miðvikudaginn. Ég hváði....eðlilega...hver hefði ekki gert það...flestir þurfa margra mánaðar undirbúning á svo langa ferð! Ég spurði hana hvað ég hefði langan umhugsunarfrest og þá var svarið einfalt: "KLUKKUTÍMA" W00t Ég bað hana þá um að hringja eftir klukkutíma, þá skyldi ég svara henni.

Innan við klukkutíma síðar hringir DA til baka og spyr frétta. Ég var enn mjög ringluð yfir þessu öllu saman og beið eftir að ranka við mér úr rotinu. Þetta er semsagt Business trip á kostnað fyrirtækisins. Ég sagði já, hálfpartinn í semingi þar sem annarsvegar þetta er langt flug, 9 dagar í burtu, ég var að koma frá Slóveníu, skilja manninn eftir heima með börn og buru og ég kannski ekki alveg nógu góð í skrokknum til að dandalast svona.....but who cares about that! Whistling Hinn parturinn af mér var ákveðinn í að fara. Kannski þetta verði eina skiptið á minni ævi sem ég fer annarsvegar til Kína og hinsvegar svona langt flug og í það þriðja og alls ekki sísta að hafa manneskju sér við hlið sem er orðin hálft í hvoru "China specialist" Wink

Það var ekkert annað að gera í stöðunni en að hendast heim og ná í passann og tilheyrandi gögn og renna þeim yfir til DA sem ætlaði að láta gera allt klappað og klárt.

Á ca 1 1/2 tíma frá símtalinu, var búið að panta far út fyrir okkur tvær og það á Saga Class Grin (maður er ekki prinsessa fyrir ekki neittTounge) Ég er hér með hætt að kalla hana DA...heldur fær hún nafnið Móðir Theresa LoL.

Planið er semsagt:

21.nóv R-vík - London - Hong Kong - Nanjing (alls 17 tímar í flugi, fyrir utan bið)

28.nóv Nanjing - Hong Kong

29.nóv Hong Kong - London - R-vík

Ekki slæmt plan Smile

Ég hef aldrei ferðast mikið um ævina, en þetta ár er búið að slá öll met.

Jan 07 Rvík - Kanada - Kúba - Kanada - Rvík

júl 07 Rvík - Svíþjóð - Rvík

ágú 07 Rvík - Baltimore - Orlando - Baltimore - Rvík

sep 07 Rvík - Danmörk - Rvík

nóv 07 Rvík - Slóvenía - Rvík

nóv 07 Rvík - London - Hong Kong - Nanjing - Hong Kong - London - Rvík

des 07 HVER VEIT! Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HNUSSSSSSSSSSSSSS

MÓÐIR THERESA ! (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

250 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband