. - Hausmynd

.

the smjatt lady

Skvísurnar í Kína flugum frá Nanjing til Guangzhou. Seinkun á vélinni en það var svosem í lagi. Loks komum við inn í flugvélina og þá sátum við á sitthvorri hliðinni svo Þyrnirós bað flugþjóninn um að leyfa okkur að fá heila sætaröð fyrir okkur ef það væri hægt. Jú, það gekk svo við fengum að vera einar í röð. Eiginlega sem betur fer því sætin þarna eru sko gerð fyrir Kínverja sem hvorki eru feitir né háir því við alvöru konurnar þurftum að fara á ferðinni niður í sætið til að komast í það, ef ferðin er of lítil er hætt við því að festast á miðri leið. Hvernig við ætluðum að koma okkur aftur úr sætinu....var annað mál Whistling. Eins og venjulega var vélin ekki farin í loftið þegar Þyrnirós sofnaði og svaf alla leiðina svo ég mátti vekja hana þegar allir voru að standa upp og fara frá borði! ótrúlegur hæfileiki Tounge

Flugið gekk vel og nú var að finna leigubíl. Við þurftum að fara í biðröð eftir slíkum svo við gerðum það. Í röðinni bauð Þyrnirós mér Wriggleys tyggjó sem ég þáði. Eins og flestir þekkja, þá eru þessi gúmmí dálítið stór svo við stóðum í röðinni smjattandi á tyggjóinu. Loks komumst við að í röðinni og fengum þennan forláta bíl...eða bar forn-bíl...eða eitthvað sem virtist vera á fjórum hjólum. Þyrnirós sagði manninum sem ekki skildi orð í ensku hvert skal haldið. Þar sem bíllinn var frekar lítill og við með frekar stórar töskur, þurfti að setja stóru töskurnar afturí en þær minni (freyjutöskurnar) fóru í skottið og þær rétt sluppu þar! Auðvitað "rifumst" við um það hvor fengi að sitja AFTURÍ Happy. Ég vann og settist þar og Þyrnirós fór í framsætið.

það var klukkutíma akstur frá Guangzhou til Foshan svo maður varð bara að vona að bílskrjóðurinn myndi hanga alla leið en til að bæta gráu ofan á svart, þá vantaði bensín á bílinn og bílstjórinn sýndi engin merki um það að hann ætlaði sér að bæta úr því!

Eftir rúmlega 30 mínútna akstur fékk bílstjórinn skyndilegt flogakast. Með hendingu og veifingu og alslags búkhljóðum og spýtingum reyndi maðurinn að gera sig skiljanlegan. Þyrnirós vissi ekki hvað gekk á fyrir manninum og reyndi allt hvað hún gat til þess að skilja hann og á endanum skrúfaði hann niður rúðuna hjá sér og sýndi með tilþrifum hvernig ætti að taka tyggjó út úr sér og henda því út!!!! Hún átti semsagt að rífa út úr sér andskotans tyggjóið og henda því og það ÚT W00t Hvort það var vegna þess að það var svona vond lykt af tyggjóinu, hún smjattað of mikið á því eða að það sé bannað að vera með tyggjó leigubíl vissum við ekki og reyndum ekki að komast til botns í. Hinsvegar lét ég lítið fyrir mér fara og þegar minnst bar á, tók ég mitt tyggjó og laumaði því í sitt upprunalega bréf sem ég geymdi í vasanum og stakk því þangað aftur. GetLost

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 259661

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband