. - Hausmynd

.

allt öfugsnúið

þegar ég vaknaði í morgun var ég ekki viss hvort ég hef sofnað yfir höfuð um nóttina. Vaknaði afskaplega þreytt og afundin. Börnin höfðu svo mikinn hávaða að það var ekki nokkur leið að snúa sér á hina og reyna að leggja aftur augun.

Við áttum von á gestum í hádegismat svo það var ekki seinna vænna að skella sér í sturtu og reyna að gera það sem ekki hefur gerst lengi......þrífa húsið!!

Stefáni fannst það snilldar ráð að skella sér í ræktina og fór rétt um kl 9. Ég ákvað að reyna að snúa mér á hina og reyna að hvíla mig smá stund og athuga hvort skapið lagaðist ekki. Ég gafst upp rétt fyrir hálf tíu og fór í sturtu. Kom fram og ákvað að vera algjörlega eins og stormsveipur og klára þetta einn tveir og bingó. Ég get alveg staðfest það að eftir því meira sem leið á morguninn þá lagaðist ekkert skapið sko! Skömmustulegur ég var um það bil að vera eins og kallinn með tjakkinn! Var náttúrulega pisst yfir því að Stefán skuli hafi valið sér að fara frekar í ræktina heldur en að hjálpa mér að taka til og þrífa. Ég þurfti að gera þetta ALLT ein...á meðan hann TJILLAÐI í ræktinni!! En eins og ég sagði, þá var ég í þannig múdi að það hefði verið alveg sama hvað minn maður gerði fyrir mig, ég hefði ALLTAF verið afundin.

ég kláraði húsið á met-tíma og var orðin renn sveitt fyrir vikið. Sá ekki þann tilgang að hafa farið í sturtu ÁÐAN...en ekki eftir. Stefán kom heim með góssið úr búðinni og ég var eins og naut í flagi við hann. Aumingja maðurinn vissi ekki hvað hann hefði gert til að eiga þetta skilið. Ég fór að yfirfara afhverju ég var svona skapstygg og komst þá að því að ég var að drepast úr verkjum í öllum skrokknum!! þar kom skýringin. Óákveðinn ekki skánaði það þegar ég áttaði mig á því hverskonar verkir þetta voru....helv túrverkir Gráta Það er allt eins.

Ég reyndi að róa taugarnar. Svo komu gestirnir og áttum við voða notalega stund saman. Svo fóru þau og þá áttaði ég mig á því hversu ÞREYTT ég var. Óboj...og ég sem ætlaði að bæði að læra og að vinna fyrir Hansa. Jæja, nóg um það. Ég ætla að breiða sængina yfir höfuð og athuga hvort dagurinn á morgun verði ekki betir!! (Efast reyndar um það þar sem skólinn er á morgun og á nógu að taka í þeim efnum)

well...until 2 morrow.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband