. - Hausmynd

.

Kennsla í akstursháttalagi við hraðahindranir

Ég get ekki skilið það þegar maður kemur að hraðahindrunum að þá er eins og fólk eigi lífið að leysa og gerir ekkert annað en að vekja gremju hjá öðrum.

Eins og svo oft áður, þá þarf bara örfáa til að skemma fyrir öllum hinum svo hér er um að ræða einstaklinga en ekki alla ökumenn.

Þegar maður kemur að hraðahindrun sem er þrengin frá öðrum kanntinum og að miðju götunnar, þá er alveg ljóst að aðeins einn bíll á réttinn. Það er ekki spurning hvor kemur fyrr að hraðahindruninni heldur hvoru megin er þrengingin.

Í morgun var ég nærri lent í árekstri við bíl á hraðahindrun þar sem ég átti klárlega réttinn en hinn ökumaðurinn virti ekki þann rétt og enduðum við tveir bílarnir inn í hraðahindruninni sem er aðeins gerð fyrir einn bíl. Um er að ræða klára frekju hjá hinum ökumanninum og þar sem þessi einstaklingur sýndi ekkert annað en frekju, ákvað ég að gefa mig ekki því ég þoli ekki frekju. Ég vil ekkert frekar en að umferðin gangi eins og "tannhjól" en því miður er aksturslag íslenskra ökumanna ekki í samræmi við það. Við þurfum jú ÖLL að líta í eigin barm (og að sjálfsögðu ég líka) og hugsa aðeins fram í tímann.

Ég ákvað að teikna upp eitt slíkt dæmi um hraðahindrun frá öðrum vegarhelmingnum.

Hér kemur smá kennsla. Myndirnar tala sínu máli

hindrun a-b

 

hindrun a-b-arekstur

 

hindrun a-c

 

hindrun a-c2

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha algjör snilld!! um að gera að láta þessa fávita heyra það!! Um daginn lenti ég i að vera að keyra og þá var einhver sem fór á beigju akrein og ætlaðist til að ég myndi hleypa sér inn fyrir framan alla. Og þegar ég gerði það ekki að þá reyndi gaurinn að keyra á mig, svo a ég nauðhemlaði og hann komst fyrir framan mig og þegar hann var kominn þangað þá reyndi hann að fá mig aftan á sig með að keyra á soldnum hraða og negla svo niður. Point-ið með þessari reynslusögu er að segja fólki að mér ber ekki skylda að hleypa fólki fyrir framan mig þótt að það setji stefnuljós og sérstaklega í þessu tilfelli að þá gat þessi bíll slegið aðeins af og farið fyrir aftan mig.

Ólöf Helga (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 11:15

2 identicon

Er rólegt að gera hjá þér, svona á síðustu dögum fyrir jól !

 Hahahaha !

 Óskum ykkur annars gleðilegra jóla, mín kæra

Drífa

Drifa (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

248 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband