. - Hausmynd

.

sparaðu aurinn og hentu krónunni!

ég fór eftir vinnu í gær og sótti fyrst Hólmfríði Sunnu og svo fórum við mæðgur niður á Rauðarárstíg og sóttum hina Hólmfríðina, semsagt tengdó. Þau hjónakorn eru í bænum og ætlaði tengdó að heimsækja okkur á meðan Stebbi væri á fundi eða þess háttar dóti. Á heimleiðinni spurði ég Hófý hvort hún vildi ekki kíkja með mér í nýju búðina í Smáranum, Egg-ið. Jú, hún var til í það. Hlæjandi Við fórum þarna inn og mikið rosalega var margt fallegt þarna inni Gráðugur en það var margt alveg ótrúlega dýrt þarna líka Þögull sem gröfin Við eyddum dágóðri stund í vangaveltur og fórum fram og til baka. Sunna sá prinsessumælistiku sem maður festir á vegg og mælir sig reglulega eftir. Kostaði litlar 2000kr en ég lét mig hafa það. Eftir margar ígrundanir þá ákváðum við að skreppa í RL-búðina við hliðiná. Þá sá maður það svart á hvítu að RL-búðin var með margar vörur svipaðar og Egg-ið og þar kostaði hluturinn jafnvel bara 10% af því sem það kostaði í Egg-inu Óákveðinn Kannski ekki sami framleiðandinn en hluturinn nánast sá sami. Ég keypti mér 2 Damask dúka í RL-búðinni og hvor fyrir sig kostuðu 499kr stk. Svo sá ég líka þessar fínu diskamottur á nýja borðstofuborðið úr taui. þar voru 4 í pakka á 399kr svo tengdó greip 2 pakka og borgaði þá og gaf mér Hlæjandi Ég verð bara að segja það að ég var mjög sátt að kaupa 2 dúka á innan við 1000kr. RL-búðin stendur alveg undir sínu.

Eftir búðarröltið fórum við heim og elduðum  fínan mat. Pabbi og Guðrún Alda komu akkúrat þegar við vorum að fara að borða og auðvitað bauð ég þeim að borða með okkur. Þessi kvöldmáltíð var bara sú ágætasta. Margir góðir saman komnir og mikið spjallað Glottandi

Í dag ætla ég að gera svo margt að ég efa að ég komist yfir það. Ætla reyndar að byrja á því að heimsækja ömmu, hún er ein heima. Býð henni kannski að keyra hana yfir til afa en hann er á St Jósefs í "rannsóknum". Kyssi afa kannski líka hæ Koss. Á fund svo með lækni Söndru Dísar í hádeginu og svo ætla ég að bjóða tengdó aftur að borða í kvöld og tengdapabba líka þ.e.a.s ef þau eru ekki að fara heim í kvöld Gráta

kveðja

Sparigrísinn Ullandi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband