. - Hausmynd

.

Allur matur á að fara......

Mér var tilkynnt það í gær eftir vinnu að ég og Stefán værum á leiðinni út að borða saman Hissa. Við höfum bæði unnið mikið upp á síðkastið og ekki eytt mjög miklum tíma saman. Þessi kvöldverður átti semsagt að vera til þess að við myndum setjast niður saman í ró og næði og burt frá öllum skarkala. Stefán var búinn að redda því að Viktoría myndi passa fyrir okkur. Svo bauð hann þeim út að borða líka, semsagt gaf þeim pening og sagði þeim að fara út í Bessa og fá sér að borða. Þær voru ekki ósáttar við það og drifu sig strax út. Ég fór í sturtu og í betri föt og Stefán reddaði okkur fari niður í bæ. Við fórum á A.Hansen og sátum við kertaljós. Þetta var voða notalegt Koss. Við vorum voða samtaka og pöntuðum okkur Paprikusúpu í forrétt og svo nauta Rib eye í aðalrétt. Bæði vildum við hafa steikina medium steikta. Ég er reyndar gríðarlega "pikkí" þegar kemur að nautakjöti þar sem ég hreinlega elska nautakjöt. Ef ég er að panta mér svona steik vil ég að hún sé FULLKOMIN og sérstaklega þegar maður borgar 4000kr fyrir steikina eina og sér Óákveðinn. Þjónninn (kona) sem sá um okkur var yndisleg. Gott viðmót og allt. Við pöntuðum okkur hvítvín með matnum þar sem ég þoli ekki öll rauðvín.

Súpan var rosalega góð en hefði mátt vera bragðsterkari en slapp samt alveg til. Eftir klukkutíma bið í viðbót kom svo þessi dýrindis steik. Rosalega vel fram sett með grænmetis hrúgu undir kjötinu, bökuð kartafla með smjöri og svo sósa í sósuskál á disknum. Einnig voru smjörsteiktir sveppir með. Ég skar einn bita og sá að hann var "óverdönn" en hélt ró minni þar sem það var þynnsti bitinn. Stefán kvartaði reyndar strax um að það hafi hreinlega gleymt að elda hans kjöt! Biti tvö hjá mér var ekki skárri og svo var brunabragð af þessu í þokkabót Óákveðinn. Kartaflan var það köld að smjörið bráðnaði varla, sveppirnir voru algjörlega bragðlausri en það mátti dýfa þeim í sósuna. Mér var hætt að lítast á blikuna með kjötið svo ég ákvað að skera kjötið alveg niður til að sjá hvenær ég færi að sjá í rautt.....og það var alveg í miðjunni sem ég sá grilla í rautt í kjötinu svo ég ákvað að smakka það og það var gjörsamlega óætt sökum þess hvað kjötið var seigt Öskrandi. Með hverjum bitanum sem leið, rann á mig gríðarleg reiði. Stefán skar utan með sínu kjöti og skildi hitt eftir. Ég sagðist ekki ætla að taka þátt í því að fara héðan út hund óánægð með matinn og borga 20.000kr fyrir!!!! ónei, ég hóaði í þjóninn sem kom og var það ung myndarleg stúlka. Þegar þarna var komið var eg orðin svo hrikalega reið að ég gjörsamlega hellti mér yfir hana. Hinn þjónnin sem þjónaði okkur upphaflega kom þegar hún heyrði rommsuna mína og þær fölnuðu báðar.

Ég hljómaði ca svona:

Þú verður að fyrirgefa en þetta er VERSTA kjöt sem ég hef á ÆVINNI fengið. Þetta eru í það fyrsta BRUNARÚSTIR einar og er meira að segja ÓVERDÖNN og svo hrikalega seigt að það er ekki möguleiki á að tyggja þetta. Það besta við þetta ALLT saman er einfaldlega GRÆNMETIÐ. Það er í það minnsta HEITT og ekki verður það sama sagt um kartöfluna!

þeim mun meira sem ég missti mig, þeim mun meira fölnuðu þær. Þegar ég var búin að rommsa þessu út, sá ég hálfpartinn eftir því að hafa hellt mér yfir þær í stað þess að fá kokkinn fram og skamma hann. Það er jú kokkurinn sem á að passa sig að senda ekki frá sér óætt kjöt.

Þær tóku diskana okkar og buðu okkur einhverjar sárabætur en ég sagði þeim að ég hefði komið hingað SVÖNG og ætlaði mér ekki að fara héðan út jafn hungruð. Mér var boðið að reyna aftur sem ég þáði. Stefán greyið sat sem fastast í stólnum og þorði ekki að segja neitt. Hann afþakkaði annan skammt og afþakkaði eftirrétt í sárabætur. Ég gaf mig ekki og sagðist hafa NÆGAN tíma og ætlaði að bíða eftir minni steik PUNKTUR.

Þjónninn kemur aftur að vörmu spori og spurði hvort ég væri ekki sátt við að fá piparsteik í staðin fyrir rib eye. Ég var alveg til í það ef þeir lofuðu það betra en hitt. Eftir ca 40 mín. bið til viðbótar, kom svo piparsteikin mín. Hún var fullkomlega steikt, engar sinar, grænmetið jafn gott og áður og ekki má gleyma því að kartaflan var HEIT Hlæjandi. Þetta bragðaðist mun betra og varð ég mjög sátt við þessi málalok. Þjónarnir tippluðu á tánum í kringum okkur og færðu okkur sitt hvort púrtvínið og voru voða ljúfar. Svo bað Stefán um reikninginn og varð hálf fúll yfir því að hafa ekki fengið allavega afsátt af sínu kjöti. Ég spurði hann afhverju hann nefndi það ekki við þær en sagðist ekki ætla að gera það, ég spurði þá hvort hann vildi að ÉG gerði það en þá baðst hann fyrir og sagði við mig í ÖLLUM BÆNUM að gera ekki meira vesen Skömmustulegur. Hann borgaði reikninginn þegjandi og hljóðalaust. Þegar við stóðum upp kom þjónninn til okkar og afsakaði sig aftur og ég sagði við hana að þær fengju sko rós í hnappagatið frá mér fyrir það hvað þær voru þjónustulundaðar. Það lá við að konu greyjið klökknaði við þetta og þakkaði fyrir. Hún sagði líka að við hefðum verið mjög góðir kúnnar og ekki hefðu allir verið jafn almennilegir að vilja að reyna aftur og vilja að sjatla málin Óákveðinn mér fannst þetta fyndið þar sem ég upplifði mig sem GLATAÐAN kúnna og vilja ekki éta hvað sem er!!

Við fórum MJÖG SÁTT heim aftur frá A.Hansen. Þetta sannar það allavega að þeir vilja hafa kúnnann ánægðan Glottandi

Þegar heim kom fékk ég óvæntan glaðning frá Stefáni, hann gaf mér armband frá Morellato úr línu sem heitir Graffiti. Hversvegna ég fékk það armband verður upplýst síðar Glottandi

þangað til síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

245 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband