. - Hausmynd

.

Gleðilega páska

Það er búið að vera hreint út sagt BRJÁLAÐ að gera hjá mér upp á síðkastið. Ég var mömmu stoð og styrkur í útförinni hans Ásgríms ásamt því að undirbúa ferminguna hjá Dísinni minni. Það hefur rosalega margt drifið á mína daga sem ég ætla ekki að tíunda hér, enda algjör óþarfi að ýfa upp sár.

Eins og gaf að skilja þá var mamma ekki mikill bógur í að undirbúa jarðaför svo ég mátti sjá um allt frá a til ö. Ótrúlegt hvað það er flókið að láta jarða einn einstakling!! En þetta hafðist allt á endanum og úr varð mjög falleg athöfn. Rosalega margir sem mættu. Ásgrímur var vinamargur enda átti hann ótrúlega auðvelt með að aðlagast öðru fólki og kynnast.

Ég er einnig hreint ótrúlega hissa hvað margir hafa sýnt okkur samúð sína með blómasendingum og/eða gjöfum. Ég er ótrúlega þakklát fyrir öll kertin, stjakana og blómin sem við höfum fengið frá ótrúlegasta fólki. Blakstelpurnar gáfu okkur rosalega fallegan kertastjaka úr gleri og konurnar á leikskólanum sendu okkur rosalega fallegt kerti með engli framaná. Sigga svila kom með blóm og kertastjaka sem var engill. Eyrún frænka og fjölskylda gáfu okkur "sorgar" bókina sem er yndisleg bók að lesa. Eins höfum við fengið rosalega mikið af blómum og vil ég þakka öllum þeim sem hafa hugsað svona hlýtt til okkar og sent okkur samúðarkveðjur. Þessi hlýhugur verður seint þakkaður.

Fór til gigtarlæknisins og þar var hann svartsýnn og taldi jafnvel að um brjósklos væri að ræða í hálsinum í kjölfar þessarar aftanákeyrslu sem gerir það að verkum að öxlin sé svona eins og hún sé. Fer í betra tékk fljótlega til að fá úr þessu skorið. Ef um brjósklos er að ræða, þarf ég að fara í aðgerð!!! FRÁBÆRT!!!! Ekki þýðir að vera að væla undan því þegar svona mikið gengur á eins og búið er að vera.

Fermingin gekk að óskum og nutum við öll dagsins, ekki síður fermingabarnið sjálft. Stelpan mín er ótrúlega flott og myndarleg og ég var að rifna úr stolti af henni. Ég setti inn fullt af myndum úr veislunni sem var haldin heima.

Kokkurinn bíður eftir gestunun

Mánudagurinn var kistulagning og tók það verulega á. Stóru stelpurnar mínar komu líka og stóðu sig hreint frábærlega miðað við aðstæður. Viktoría mín skrifaði kveðjubréf til Ása og Dísin lét barmmerki sem hún bjó til sjálf með í kistuna til hans. (barmmerkið var mynd af krossi og með trú, von og kærleika merkjunum allt í kringum krossinn)

Miðvikudagurinn var svo jarðsungið og ákváðum við að fara með þessa stuttu áður en athöfnin yrði að leyfa henni að koma og kveðja afa sinn, sjá kistuna og allt það. Fórum með hana í gæslu aftur á meðan athöfnin væri. Auðvitað var þetta erfitt fyrir hana líka en hún fékk allavega að kveðja og sjá kistuna. Stefán vildi að við færum strax eftir erfidrykkjuna norður og þar sem ég var algjörlega búin á því, vildi hann að ég myndi fljúga með Sunnu og hann kæmi keyrandi norður með stelpurnar. Ég ákvað að þiggja það eftir langa mæðu því mér fannst ekkert að því að keyra með honum norður í 5 tíma...en ákvað að vera skynsöm og þiggja þetta.

Einn frændi minn var nú svo orðheppinn í erfidrykkjunni þessi elska og sagði að ég væri letiHLUNKUR að fara fljúgandi...hefði kannski sætt mig við letiDÝR því eins og einhverjir vita að þá er það dálítið viðkvæmt að vera kallaður hlunkur þegar maður á við "smá" offituvandamál að stríða!!. En ég veit að hann meinti vel svo ég ákvað að brosa að þessu...enda ekki annað hægt.

Nú er maður í heilsulindinni fyrir norðan og lætur fara vel um sig hjá tengdó. Fórum á leikritið Fló á skinni og vorum á snjósleða í gær í Víkurskarði með fullt af skemmtilegu fólki í hreint frábærðu veðri. Stefnan var tekin á Kaldbak í morgun með snjótroðara upp...og auðvitað var ég vopnuð myndavélinni eins og svo oft áður. Fengum hreint út sagt frábært veður, algjör stilla og sólskin. Ekki laust við að maður sé orðin útitekin.

 Until later...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gleðilega páska

Ég er búinn að skoða allar myndirnar af girnilegu fólki og flottum mat og lesa alla færsluna. Til hamingju með dísina þína og ég samhryggist... 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.3.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.3.2008 kl. 14:30

3 Smámynd:

 Til hamingju með fermingu dótturinnar. Ég var að skoða myndirnar mörg kunnugleg andlit. Mikð eru þær fallegar og fínar systurnar.Svakalega ertu búin að vera dugleg Helga mín. Kveðja frá okkur Gulla

, 24.3.2008 kl. 16:34

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Vá, Helga, ég skoðaði myndirnar og rosalega eru veitingarnar flottar hjá þér!! Ég var sjálf að standa í sama stuðinu og var þess vegna "smá" að bera saman  og sé að við höfum báðar haft sama limegræna og bláa þemað.

Til hamingju með stelpuna þína og ég ítreka samúðarkveðju mína (ef þú hefur ekki séð kommentið mitt við síðustu færslu þína). Við höfðum um ólíka hluti að hugsa þennan dag, þegar í ykkar dag blandaðist sorgartilfinningin.

Bestu hugsanir héðan,

Lilja 

Lilja G. Bolladóttir, 26.3.2008 kl. 21:54

5 Smámynd: Helga Linnet

Takk fyrir þetta. Hef lesið öll kommentin. Fór reglulega á netið í símanum mínum til að skoða kommentin 

Helga Linnet, 27.3.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 259623

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband