. - Hausmynd

.

Tíminn líður hratt, á gervihnatta öld

Það er óhætt að segja að tíminn líði hratt. Nóvember er á Miðvikudaginn og svo koma jólin strax á eftir Óákveðinn. Mér finnst eins og jólin séu ný-búin!! Prófin nálgast óðfluga í skólanum og svo þegar maður telur dagana, fær maður bara magapínu með tilheyrandi niðurgangi Þögull sem gröfin. Það er nóg að gera hjá mér, eins og svo oft áður. Ætlaði að vera löngu búin að heimsækja frænku mína á Sléttahrauninu Skömmustulegur. Ég bara hef ekki komist í það. Átti að vera með fyrirlestur í enskunni í dag (á ensku) og ég er ekki sú besta en var búin að undirbúa mig (réttara sagt, vinkona mín undirbjó mig Saklaus) en ég er svo mikið "tjikken" að ég var ekkert að láta mikið fyrir mér fara. Svo þegar tíminn var búinn, áttaði kennarinn sig á því að ég ætti eftir að vera með fyrirlestur og sagði mér að ég tæki hann bara á þriðjudaginn og yrði bara fyrst Hissa. Það var ekki til að bæta það. Gráta

Sandra Dís er að koma til í eyranu.....held ég....allavega meðan það lekur ekki úr því þá þurfum við ekkert að vera að eltast við lækninn svo við krossleggjum bara fingur og vonum að það fari ekkert að leka Hlæjandi.

"Mamma" (Rósa frænka) er út í Póllandi núna í maraþoni við að láta strauja kortið sitt Gráðugur. Hún fór út með því hugarfari að "missa sig" í innkaupum. Það verður gaman að fá að líta í pokahornið þegar hún kemur til baka Brosandi.

Næsta vika verður strembin í skólanum. það verður heimasíðuskil, stærðfr.próf í 5003 og stærðfr.próf í 4103, heimaskil í stærðfr. og skýrslugerð (2 skýrslur) sem þarf að ljúka líka í næstu viku. Ég er ekki viss um hvaða tíma ég get notað til að undirbúa mig.....en eins og svo margt annað.....ÞAÐ REDDAST!

Á morgun fer ég að vinna í www.sturta.is Það er voða gaman að vinna þar Brosandi. Oftast er nóg að gera en svo koma að sjálfsögðu dauðir kaflar. Þegar nóg er um að vera, þá líður tímanum svo hratt að maður nær ekki að fylgjast með. Ég er líka orðin rosalega þreytt og langar helst að skríða undir sæng og fara ekki á fætur fyrr en eftir viku Óákveðinn. Það er víst ekki í boði svo ég verð að halda áfram.

þar til næst......

Koss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband