. - Hausmynd

.

myndir

Það er búið að vera BRJÁLAÐ að gera hjá mér eftir að ég kom heim að ég hef ekki geta tæmt myndavélina mína til að setja myndir inn.

Komum heim aðfaranótt þriðjudags og svo var bara skellt sér í vinnu, heim, ná í naggrísi, heim, búrið gert klárt fyrir nýja fjölskyldumeðlimi, skellt sér í skólann, heim kl 22 og farið fljótlega að sofa.

Miðvikudagur var ekki minna annasamur, fór í vinnu, heim um 4, unnið í að gera rétt fyrir útskriftina hennar Hólmfríðar Sunnu en hún var að útskrifast í leikskólanum með pompi og prakt, skilað liðinu heim, gripið með næsta rétt til að setja á hlaðborðið með skvísunum í blakinu en það var nokkurskonar lokahóf hjá okkur þar sem við hittumst og borðum góðan mat og spjöllum.....HÁTT saman.

Skreið heim um 23 í gær gjörsamlega örmagna af þreytu og þá sérstaklega þar sem ég gleymdi að taka astmalyfin mín daginn áður og nóttin var ansi erfið, átti orðið í miklum öndunarerfiðleikum. Var því eftir mig í allan gærdag af þeim sökum....eins og maður hafi orðið fyrir langvarandi súrefnisskorti.

Það var ansi erfitt að vakna í morgun. Vaknaði reyndar við að lítið skriðdýr fór í hálsmálið á mér.....reyndar var þetta bara hann Mikki en Sunna vaknaði eldsnemma eins og henni einni er lagið og náði í gaurinn og vakti mig með honum. Mér kross brá við þetta en jafnaði mig fljótlega aftur.

Er gjörsamlega að sofna ofan í klofið á mér í vinnunni. Ákvað að taka mér kaffipásu og gera eitthvað annað....til dæmis BLOGGA Tounge til að sjá hvort ég hressist ekki við.

Dagurinn í dag verður ekkert minna annasamur en síðustu.....tja....8 dagarnir því það er bara skóli nánast beint eftir vinnu.

Skólinn fer senn að ljúka og er ég farin að sjá ný viðskiptatækifæri út við sjóndeildarhringinn. Nú þarf maður bara að sinna því og þá ætti þetta að vera í höfn.

Ég tók nokkrar myndir á símann minn úti og læt ég nokkrar fylgja hér inn.

 

gæfur íkorni

minnisvarði

textinn við minnisvarðann

Styttan af Albert

19052008(015)

The Royal Albert Hall

Þessar myndir koma beint úr símanum og eru ekkert unnar. Væri eflaust hægt að gera gott úr þeim í Photoshop!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Flottar myndir  elsku frænka mín og bestu kveðjur til ykkar

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.5.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband