. - Hausmynd

.

Sterastubbur bakari og grísirnir þrír...eða fjórir...!!

Eitthvað virðast sterarnir frá lækninum mínum fara öfugt í mig. Ég nötra í töluverðan tíma eftir inntöku astmalyfsins og sennilega bætir ekki stera nefspreyið heldur.

Þetta er ansi leiðinleg sýking þessi kinnholusýking, virðist ekki vera neitt sem slær á þetta. Maður er með tilheyrandi "tannpínu" og verki í kinnunum sem leiða í augun líka. Það er heil lyfjaflóra sem ég þarf að innbyrða á hverjum degi. Ekki kvarta ég ef þetta gerir gagn! Væri alveg til í að sjá fyrir endann á þessu ógeði. Búin að vera svona í tvo mánuði!!

Síðasti dagurinn í skólanum í kvöld. Jibbí...loksins að verða búið. Kláraði lokaverkefnið síðasta þriðjudag svo nú er bara að fara yfir það og leggja loka spurningar fyrir kennarann. Loksins ætti ég að geta farið að gera það sem mér finnst skemmtilegast að gera......TAKA MYNDIR Smile

Dramað heldur áfram á mínu heimili. Nú eru komnir 4 naggrísir (í tveimur búrum) og átti að venja nýjasta meðliminn með einum úr fyrra búrinu. Þeir eiga að vera tveir og tveir saman í búri og annað búrið á að fara á annað heimili.

Þegar ég sagði við dætur mínar að nú þyrfti einn að fara yfir í hitt búrið og það ætti að fara frá okkur til vinkonu minnar varð uppi grátur. Sunna vildi ekki láta Snoopy fara, vildi að Heikir færi....Dísin mín vildi ekki að Heikir færi, vildi að Snoopy færi. Þær rifust um þetta og var ég ráðþrota hvað ætti til bragðs að taka.

Ég var búin að ákveða að Snoopy færi með þessum nýjasta (sem heitir Spike) svo ég tók af skarið og reyndi að venja þá saman í búrið. Ekki gekk það betur en svo að Spike réðst á Snoppy svo hann nötraði allur og skalf og meig undir! Eftir dágóða stund gafst ég upp, fannst þetta ekki vera rétt af mér að gera og tók Snoopy úr búrinu.

Greip Heiki (sem er jafn stór og Spike) og setti hann ofan í búrið. Þeir vildu nú ekkert talast mikið við, reyndu báðir að sýna vald en á endanum urðu þeir sáttir og átu úr sömu dollunni og deildu húsi saman.

Mér sýnist endirinn verða að Spike og Heikir fari saman í fóstur til nýrra eigenda. Dísin mín ekki sátt við það en sættist á þetta með semingi þegar hún sá að Spike og Heikir gátu verið saman í búrinu.

Ég lofaði henni að hún mætti eiga Snoopy og Sunna héldi Mikka sínum. Ég held að það komist ró bæði á litla grísi og svo stóra. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og bestu kveðjur yfir til ykkar elsku frænkan mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.5.2008 kl. 17:10

2 identicon

Til lukku með skilin. Hlakka mikið til að sjá allar myndirnar :)

Gott að grísamálin eru leyst.

Sóley (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 259640

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband