. - Hausmynd

.

útúr dópaðir læknar!

Skottan mín fékk allt í einu einskonar bólu á hálsinn sem ég vissi ekki hvað var. Ákvað að vera ekkert að stressa mig á því neitt. Er með langa reynslu í því að bíða átekta þegar maður þarf að fara til læknis.

Þegar bólan var orðin að hálfgerðu skrímsli, ákvað ég loksins að tímabært væri að panta tíma hjá húðsjúkdómalækni og fá hann til að taka þetta í burtu.

Panta tíma hjá konu sem ég hef verið hjá áður með góða reynslu og fékk tíma fljótlega. Bað Stefán um að fara með hana því þetta átti ekki að vera neitt vandamál. Smá "brennsla" og málið dautt.

Hann fer með hana og hringir í mig rúmlega klukkustund eftir að þau áttu að vera farin inn og spyr mig hvort ég hafi ekki farið dagavillt....eða tímavillt. Ég athuga það og komst að því að hann var bæði á réttum tíma og degi.

90 mínútum eftir að tíminn þeirra hefði átt að byrja, kemur kellingin fram og kallar á þau inn. Að Stefáns sögn virtist konan algjörlega í öðrum heimi og virtist útúr dópuð og vissi ekki einu sinni hvaða dagur var og hvað þá tími.

Hann sýnir henni bóluna og hún yppti bara upp öxlum og sagði að þetta væri ekki neitt. Klappaði þeim á öxlina og sagði þeim að fara út. Gat ekki stimplað inn kennitöluna hennar rétt inn, vissi ekki hvað þessi tími kostaði, fann út úr því og fékk kortið hjá Stefáni, horfði á það eins og það væri matadór peningur og rétti honum aftur án þess að renna kortinu í gegnum slíðrið. Minn maður fékk nóg, stóð upp og strunsaði út. Sagðist aldrei ætla að koma aftur, hvorki með þetta barn né neinn annan úr fjölskyldunni.

Nú voru góð ráð dýr. Ekki þekkti ég til frekari húðsjúkdóma lækna svo ég ákvað að spyrjast fyrir en þeir sem var eitthvað vit í, voru með biðlista lengri en í afvötnun á Vogi!

Eitthvað fer barnið að kvarta undan bólunni nokkrum dögum síðar og í dag þegar ég kem heim úr vinnu, enn hálf skelkuð eftir skjálftann, sé ég að hún hafði fengið plástur á bóluna og plásturinn var mettaður af blóði. Ég kíki á þetta og sé þar sem þessi litla "sæta" bóla var orðin að skrímsli, um það bil 5-7mm í þvermál og gat í miðjunni sem vætlaði úr. Barnið sár grét af verkjum og komin með útbrot undan plástrinum.

Ég stekk upp úr sófanum og gríp barnið með mér og beint í bílinn og þangað lá leið á vaktina í Kópavogi. Þegar ég er komin þangað tók ekki betra við. Síminn minn var nánast batteríslaus og ég hljóp út með barnið í fanginu VESKISLAUS!

Afsakaði mig bak og fyrir í afgreiðslunni en þar var mér bent á það að það væri frítt fyrir börnin. Ég andaði léttar....en ekki lengi.

Biðum á biðstofunni í 25 mínútur og var orðin ansi stressuð á klukkunni því ég átti að vera mætt í skólann klukkan 6.

Læknirinn lítur á stelpuna og svarið var einfalt:

Mikil sýking og þarf í skurðaðgerð strax!

Hann sendi lyfseðil beint í apótekið í Fjarðarkaup en ég var peningalaus og klukkuna vantaði korter í sex svo það var vonlaust að við næðum í tíma. Ég ákvað að drífa mig í skólann og hafa barnið með mér og biðja Stefán um að grípa hana í Skeifunni. Hann var þá á leið í útkall og gat ekki tekið hana strax. Ég varð þá að hafa hana bara með mér til að byrja með.

Í því dó síminn minn og ég varð sambandslaus við umheiminn. Vonaðist þó til að Stefán myndi finna okkur. Ákvað að fara á netið og senda honum sms í gegnum símann og lóðsaði honum til okkar.

Klukkan var að verða átta þegar hann lét sjá sig. Sagðist hann aldrei ætla að finna okkur og ég hváði því ég hafði jú sent honum sms með útskýringu á staðnum. Hann kíkir á símann og þar kom það skýrt fram að hann hafði aldrei fengið sms-ið!!!!

Það er allt eins!

Leit á barnið þegar ég kvaddi þau og sá að hún var komin með hita...aftur...fékk hita í gær og var slöpp en var hitalaus í morgun. Ég held að þessi hiti stafi af sýkingunni, hún er jú á hálsinum og orðin ansi mikil.

Nú þarf ég að fara með hana í aðgerð til að fjarlægja skrímslið og vona ég svo sannarlega að það verði ekki eftirmálar af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta var nú meira ævintýrið.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.5.2008 kl. 06:02

2 identicon

En hvað er þessi blessuð bóla ? Venjuleg bóla ????

 Gúd lökk !

DA (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Ólöf Helga Þorvaldsdóttir

Ég hef aldrei séð neitt stækka eins hratt og þetta kýli 

Ég vona samt að sunna nái sér fljótt

Ólöf Helga Þorvaldsdóttir, 30.5.2008 kl. 12:14

4 Smámynd: Helga Linnet

Ég vil taka það fram að ég hef ekki hugmynd um hvort þessi kona hafi verið á töflum eða öðru eða hvort hún var einfaldlega svona rugluð!

Finnst hæpið að svona menntuð kona hafi einfaldlega verið svona rugluð frá upphafi eða hvort einhver veikindi hafa sett svona strik í reikninginn. Ég þekki ekki forsögu þessarar konu annað en það að þegar ég fór til hennar fyrir rúmlega tveimur árum síðan, þá var hún alveg í lagi.

Þetta er ekki venjuleg bóla, þetta byrjaði sem saklaus bóla sem stækkaði hratt og á skömmum tíma varð þetta orðið að stærðarinnar kýli. Þegar ég kíkti frekar á þetta kýli í gær var það orðið um sentímetri í þvermál og um 7 millimetra hátt. Þegar þetta sprakk komu "innyflin" út sem gerðu þetta enn geðslegra og mikil sýking í þessu.

Hún mun fara í aðgerð strax á miðvikudag.

Ég veit ekki hvort ég eigi að hringja og kvarta undan þessari konu eða ekki. Finnst samt líklegt að einhverjir hafi kvartað þennan dag.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að mistök eru mannleg og hef ég lent í slíku áður sem ég ætla mér ekki að erfa því það fór betur en á horfðist á þeim tíma en framganga þessara konu gekk alveg fram af mér og hefði mátt afstýra því að barnið yrði svona ef kollurinn á henni hefði verið í lagi.

Ég er þannig eftir mína lífsreynsluR, ég reyni að finna út sjálf hvað er í gangi ÁÐUR en ég fer í læknaheimsóknir. Bíð fram í lengstu lög að fara til læknis. En ég get alveg fullyrt það að ég fékk sjokk í gær þegar ég sá þetta og þess vegna hentist ég út á inniskónum, jakkalaus og veskislaus.

Gerði mér fulla grein fyrir því líka að barnið var ekkert á grafarbakkanum en stóð eðlilega ekki á sama og vissi líka að það var heljarinnar sýking í þessu hjá henni. Þessi sýking var á hálsinum og varð mér enn meira órótt fyrir vikið.

Lái mér hver sem vill.

Helga Linnet, 30.5.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 259644

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband