. - Hausmynd

.

Snoopy stunginn af

Ég aðstoða börnin í að sjá um þessa naggrísi sem er bara mjög fínt. Set hreint í búrið þeirra á sunnudögum.

Síðasta sunnudag ákvað ég að gera hreint í búrinu þeirra eins og svo oft áður svo ég fer og bý til girðingu í garðinum fyrir dýrin sem þau geta verið í á meðan ég hreinsa og þá hafa þeir tækifæri til að bíta ferskt gras á meðan.

Girðingin er 20cm há og 9m² á grunnfleti og eru naggrísir ekki þekktir fyrir að geta stokkið mjög hátt svo þessi girðing er í fínni stærð. Hinsvegar las ég það á netinu að þeir eru ansi duglegir að redda sér og ef þeir vilja komast yfir einhverja hindrun, þá hópa þeir sér saman í hrúgu, klifra hver ofan á annan svo sá efsti fær sýnina yfir hindrunina og getur vegið og metið út frá því hvort það sé vit í að fara yfir. Naggrísir sjá í lit að einhverju leiti en þó samt ekki að öllu leiti.

Sunna var úti með vinkonu sinni svo það var ekkert á henni að græða að fylgjast með grísunum svo það kom í mitt hlutverk að fylgjast með þeim úti ásamt því að þrífa búrið.

Ég lít á þá öðru hvoru og sé bæði Mikka sem er mikill strokufangi og svo Snoopy sem er hæglátur og geðgóður strákur. Eitt skiptið sá ég bara Mikka strokufanga en ekki Snoopy sem er töluvert minni og nettari en taldi það bara vera að hann hafi hjúfrað sig upp við girðinguna svo ég varð ekki vör við hann. Ákvað klukkutíma síðar að nú væri tími til kominn að koma þeim inn í búr svo ég fór út til að ná í þá. Ég greip í tómt...eða næstum. Snoopy var farinn en eftir sat Mikki jórtrandi á grasinu.

Ég ákvað að leita af honum og fékk Sunnu með mér í lið en eftir klukkustundar leit gafst ég upp. Viktoría kom heim skömmu síðar og fékk hún að fara út að leita líka. Aftur fer ég út að leita og í bókstaflegri merkingu lá ég á fjórum fótum að leita á milli allra trjáa í 100 metra radíus og undir hverja þúfu en allt kom fyrir ekki.

Ég gaf hann upp á bátinn þó það hafi verið sárt. Hélt kannski að Sunna myndi gera það líka....en það var misskilningur. Hún leit á mig með stór augu og ekki laust við að þau væru vot og grát bað mig um að leita meira, við gætum bara ekki látið hann vera úti um nóttina. Þegar þarna var komið var klukkan hálf ellefu og krakkinn átti að vera farinn í rúmið. Ég ákvað að fara einn rúnt um hverfið með henni og leita enn einu sinni. Snoopy hafði verið týndur í 8-9 klukkustundir og nánast útilokað að finna hann aftur. Gæti hafa orðið ketti að bráð.

Þegar við Sunna vorum búnar að leita í næsta nágrenni án árangurs, fórum við heim. Ákváðum að fara einn rúnt í kringum húsið. Skyndilega sá ég hvar lítið brúnt dýr kíkir fram úr illgresinu og sáum við að Snoopy hafði ratað heim aftur og var kominn. Hann var nokkuð fús að leyfa okkur að ná sér og miklir fagnaðarfundir voru á meðal dýrsins og Sunnu. Ég var hálf fegin að þurfa ekki að segja Söndru Dís frá því að ég hafði týnt dýrinu hennar.

Snoopy var feginn að komast í búrið og ekki laust við að það hefðu verið fagnaðarfundir í búrinu líka.

Í morgun þegar ég var að fara í vinnu vildi ég endilega að Sunna tæki dýrin út og viðra þau. Í þetta skiptið fékk Snoopy grísa ólina á sig og Sunnu skipað fyrir að halda í ólina inn í girðingunni. Þá sá ég hvernig hann gerir þetta.

Hann tekur tilhlaup og stekkur yfir girðinguna eins og um hindrunarhlaup væri að ræða.

Og svo er því haldið fram að naggrísir stökkva ekki.....ég hef sannanir fyrir öðru Pinch Nú verður honum ekki treyst einum úti í girðingunni. Hann hefur fyrirgert sínum rétti til þess. Nú fær hann viðurnefnið Snoopy hástökkvari Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snillingur þessi grís,

Sóley (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 259601

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

252 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband