. - Hausmynd

.

Sofðu unga ástin mín, úti regnið grætur...

ég þoli ekki fólk sem segir við barnshafandi konur að kynið skiptir ekki máli heldur að allt sé í lagi. Hvað á konan að gera ef það er ekki allt í lagi?? henda barninu í ruslatunnuna eða....!!! Ég segi það statt og stöðugt að það eru ekki til vandamál, heldur verkefni til að leysa. Mér finnst það líka frekar mikil eigingirni í fólki sem lætur eyða fóstrinu ef það eru líkur á Downs heilkennum. Þessum börnum líður ekkert illa, það er oft á tíðum mjög glatt, jafnvel lífsglaðara en flestir aðrir og mun jákvæðari en margir aðrir. Hvort væri nú betra að eignast heilbrigt barn með mjög lága "greindarvísitölu" (ég hata þetta orð) en í lagi að öðru leiti eða Downs-syndrom barn?

Barnið með lágu greindarvísitöluna kemur til með að eiga mjög erfitt uppdráttar í skóla, það er á "milli" í kerfinu. Það er ekki hægt að fá neina "greiningu" á barnið að öðru leiti svo það er látið hanga í skólanum. Fólkið í kringum þetta barn verður bara pirrað yfir því hvað þetta er vitlaus krakki. ef það gerir e-ð af sjálfsdáðum er það jafnvel skammað. Verður jafnvel fyrir einelti í skóla og ef það fær sómasamlega vinnu gæti einstaklingurinn orðið fyrir áreiti á vinnustað.

Downs-syndrom barnið hinsvegar fær greininguna. Það er aðlagað með börnum með sömu greiningu. það fær að fara í sértækan skóla. því er lofað hástert þegar það gerir e-ð gott þó svo að það sé "bara" að fara út með ruslið. foreldrarnir fyllast af stollti þegar barnið umvefur foreldra sína ástúð og umhyggju vegna þess að það er komið allt öðru vísi fram við það heldur en hitt barnið sem einungis hefur lága greindarvísitölu.

Ég vil að við þökkum fyrir það hlutverk sem okkur er ætlað í lífinu. það er gert til þess eins að kenna okkur að meta lífið og tilveruna. horfa á lífið sem jákvæðan hlut og taka fagnandi hendi hvaða verkefni sem er, sem okkur er ætlað að leysa. Ef við fengum ekki verkefni til að leysa í lífinu yrði þetta frekar innantómt líf, ekki satt. Við vitum heldur ekkert hvað bíður okkar "hinu megin" við lífið. Það gæti þess vegna beðið eftir okkur einhver verkefni sem við sneiddum framhjá í þessu lífi. Við vitum ekkert um það.

Helga......sem upplifir sig stundum með lægstu greindarvísitölu í heimi Undecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

245 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband