. - Hausmynd

.

fiskinn minn, nammi nammi namm

Það er ótrúlegt hvað maður getur verið hvumpinn suma daga. Sérstaklega þá daga sem maður er stút fullur af verkjum og leiðindum, þá má oft á tíðum lítið út af bera til þess að maður missi sig gjörsamlega!

Ég fór í Nóatún í gær í þeim tilgangi til að kaupa fisk í kvöldmatinn. Það er eitt af því sem maður verslar ekki í Bónus. Ég er þarna upp úr kl 18 í Nóatúni og var með litla skottið með mér. Ég fer að kjötborðinu og leita eftir númeri sem btw var ekki. sá að það var fínasta "fiskborð" og stend við það þar sem ég ætlaði mér að kaupa fisk Pouty en uppröðunin þarna er nú svo skrítin að maður veit eiginlega ekki hvort maður er að koma eða fara. Eins og þetta er nú fínt þarna hjá þeim og snyrtilegt var ég hissa á því að það skuli ekki vera númerakerfi þarna eins og er á flestum öðrum stöðum. Anyway þá er uppröðunin þannig að lengst til vinstri er "take away" og svo kemur risa súla, því næst við hliðina á er kjötborðið, stórglæsilegt og svo kemur risa súla og svo kemur frekar lítið fiskborð sem var mjög snyrtilegt. Súlurnar skyggja verulega á borðin öll svo þess vegna hefði þurft að hafa númer. Ég bíð við fiskborðið og sé að strákurinn var að afgreiða annað fólk sem í raun hafði ekkert sérstaklega tíma til að versla því þau töluðu svo mikið saman að strákurinn náði varla sambandi. Þegar hann er rétt að verða búinn að afgreiða þau LOKSINS, kemur eldri maður þarna aðvífandi í sama mund og hann réttir fólkinu bakkann og fer þá strax að afgreiða manninn. Þar sem ég er einstaklega þolinmóð manneskja ákvað ég að sýna stillingu og færa mig bara að kjötborðinu til að vera VISS um að fá afgreiðslu bara næst. Þegar strákurinn er rétt að verða búinn með eldri manninn (að afgreiða sko) kemur kona að fiskborðinu. Ég leit á hana og vissi það að ÉG var á undan henni og allt það. Svo réttir strákurinn manninum bakkann og snýr sér við til að þurrka á sér hendurnar og gengur til konunnar við fiskborðið og býður henni aðstoð.....W00t. þá missti ég mig....ég varð reyndar svo reið að ég vissi ekki fyrr en ég æsti mig upp úr skónum Angry. Talaði meira að segja svo hátt og skýrt að ég býst alveg við að þetta hafi heyrst um allan Hafnarfjarðarbæ. sagði HVAÐ ER ÞETTA HÉRNA. ER EITTHVAÐ FJANDANS NÚMERAKERFI HÉR EÐA HVAÐ????? Strákurinn sem var að afgreiða sagði alveg poll-rólegur nei, ekkert númerakerfi. ég aftur: HVERNIG Í VERÖLDINNI STENDUR Á ÞVÍ AÐ ÉG SÉ SNIÐGENGIN OG ÞAÐ TVÍVEGIS. ÉG ER SKO BÚIN AÐ BÍÐA HÉRNA NÓGU LENGI OG MÍN ÞOLINMÆÐI ER RUNNIN. ÉG VIL AFGREIÐSLU NÚNA. Strákurinn enn poll-rólegur: já, fyrirgefðu, ég tók bara ekki eftir þér, en hvað má þá bjóða þér? Þegar þarna var komið þá var nú mesta reiðin runnin og sérstaklega þar sem strákurinn sem virtist í fyrstu vera hálf "fokheldur" virtist mjög geðgóður og þægilegur drengur og hann missti aldrei stjórn á neinu þegar ég var sem verst. Ég sagðist vilja fisk! Svo leit ég á konuna sem hann var að byrja að afgreiða á undan mér og ef hún hefði getað hefði hún örugglega vilja láta sig hverfa á staðnum, hún leit í það minnsta ALREI í áttina til mín eftir þetta. Ég vorkenndi henni ótrúlega mikið og langaði svo að segja við hana að þetta hefði að sjálfsögðu ekki verið henni að kenna en ég lét það ógert. Strákurinn afgreiddi mig og var allan tímann mjög kurteis. Ég þakkaði honum svo fyrir og fór. Flýtti mér meira að segja að borga og út úr búðinni....átti alveg eins von á lögreglunni eftir þessar óspektir Tounge.

Þessi drengur fær rós í hnappagatið frá mér fyrir það eitt að halda ró sinni allan tíman og láta aldrei sjást nein svipbrigði Pouty en ég fer ekki ofan af því að Nóatún ÞARF að hafa númerakerfi þarna svo fólk þurfi ekki að bíða endalaust. Það eru jú ekki allir jafn erfiðir og ég og segja sína meiningu Blush

Þegar maður fer að hugsa til baka þegar ég var að vinna í grænmetinu í Hagkaup (salatbarnum) að þá var maður oft að vinna og einn vinnufélagi oftar en ekki var að "plokka" cherry tómata, hann henti einu og einu grænu dóti af tómötunum í mig. Stundum svaraði ég í sömu mynt en oftar en ekki ef ég var líka að tína þetta græna af þá safnaði ég þessu græna til hliðar, eitt fyrir hvert það sem hann henti í mig og svo þegar ég var komin með góða summu af þessu græna lét ég ALLT flakka í einu svo þetta dundi eins og hagglél LoL. Ég hef jú alltaf geta svarað fyrir mig og stundum ögrar maður líka Whistling

Helga skapstóra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband