. - Hausmynd

.

Tívolí er lítt heilsubætandi

Á sunnudaginn fórum við í smá bíltúr. Stefnan var tekin á Holtagarða til að skoða nýju verslunarmiðstöðina. Þegar við nálguðumst Holtagarða var okkur starsýnt á Tívolíið sem þar var, ekki vegna þess að við réðum okkur ekki af kæti heldur vegna þess að ég hef reynt að sneiða framhjá þessu Tívolíi eins og heitan eldinn. Mitt mat er það að þetta er RÁN-dýrt og hafði akkúrat engan áhuga á því að eyða einhverjum tugum þúsunda í þessa vitleysu. Ódýrara væri að skella börnunum í næstu vél til Köben eða Svíþjóð og borga dagspassa inn á allt liðið!!

Eins og við var að búast, þá tók Sunna eftir þessu og linnti ekki látum yfir því að fá að fara í tívolí. Við sömdum um að hún fengi að fara í 2 tæki ef við fengjum frið til að skoða verslunarmiðstöðina. Það var samþykkt.

Við vorum ekkert að flýta okkur í gegn og vonuðumst alltaf eftir því að hún myndi gleyma þessu og við gætum sleppt tívolíinu...en svo var reyndar ekki.

Við fórum í gegnum tívolíið til að skoða hvað kostar marga miða í tækin, fullt af tækjum var stopp af einhverjum sökum svo ekki var valmöguleikinn feitur, leyfðum henni svo að velja tvö tæki, fórum og keyptum miða í þessi tvö tæki og kostað það BARA 2400kr!!!!!

Stefáni finnst þetta leiðinlegast í heimi svo það kom í hlut astmasjúklingsins að fara með dömunni í þessi tæki.

Ég rétti tívolí-gaurnum 6 miða (1200kr) fyrir okkur tvær og hlömmuðum okkur í einhverskonar kolkrabba sem fór þó ekki eitthvað upp í loftið og taldi þetta óskaplega saklaust. Ekki var fyrir mannmergðinni að fara svo við vorum bara 2 í tækinu þegar það fór í gang.

Þetta byrjaði að snúast og fór hraðar og hraðar og snérist hraðar og hraðar. Ég lít á glerbúrið þar sem gaurinn átti að vera en þar var enginn!! Þegar næsta tækifæri gafst, athugaði ég aftur glerbúrið og enginn var þar. Ég í örvæntingu minni fór að leita af kallinum í öllu snúningsævintýrinu og fann gaurinn í KAFFI!!!! ég er ekki að grínast. Gaurinn fór út búrinu, skildi tækið eftir í gangi og fór og fékk sér smók með öðrum starfsmanni og hann var ekkert að hafa fyrir því að slökkva á tækinu eða fylgjast með því.

Ég var komin á barm örvæntingar og með ógleðina í hálsinum við að snúast svona þegar hann loksins drattaðist úr pásu og slökkti á tækinu. Óstyrkum fótum náði ég að klöngrast úr og fannst gólfið dúa undan mér og allt vera á hreyfingu.

Sunnu fannst þetta svaka fjör og hljóp í næsta tæki sem hún hafði valið. Ég sagði við Stefán að hann gæti séð um næsta tæki sem voru bollar sem fóru í hring í hringekju en hann ranghvolfdi augunum yfir þessum dóm svo ég fór í geðflensu og sagðist þá geta gert þetta sjálf.

Við hlömmuðum okkur í næsta bolla, rétti gaurnum 6 miða (1200kr), sláin sett fyrir og hringekjan lagði af stað. Hún byrjaði sakleysislega og alveg á hæfilegum nótum þar til starfsmaðurinn fór að snúa bollanum okkar af gríð og erg svo maður klessist í sætið. Ég hélt utan um Sunnu svo hún færi ekki neitt frá mér. Hún skemmti sér konunglega og réði sér ekki af kæti. Ég get ekki sagt sömu söguna af mér því astminn var farinn að láta á sér kræla svo ekki munaði um. Ég barðist við að stjórna andardrættinum í miðjum snúningnum og hélt sem fastast í Sunnu og mér fannst þetta aldrei ætla að enda.

Eftir óra tíma (að mér fannst) stoppaði loks tækið. Ég fann fyrir gríðarlegum svima og ógleði. Vildi koma mér í burtu hið snarasta.

Við fórum svo af stað en næsti viðkomustaður var RL"consept" en Stefán sá hvað mér leið illa og vildi fara heim en ég tók það ekki í mál. Ég skyldi sko alveg fara í þessa ansk(/&%$ verslun og klára málið. Flökurleikinn og sviminn ætluðu aldrei að hætta en ég gaf mig ekki. Við vorum búin að boða fólk í mat um kvöldið og ég þyrfti að standa mig hvað sem öðru líður.

Við stoppuðum fyrir utan húsið okkar 16:30 og ég skreið inn og beint í rúmið.

klukkutíma síðar skrölti ég frammúr til að græja matinn. Hausinn var að skríða í samt lag og maginn alveg að koma svo þetta var allt í áttina. Hinsvegar hef ég ákveðið það að í tívolíið hér fer ég EKKI aftur. Bara við tilhugsunina verður mér óglatt!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Ég veit bara ekki hvað þyrfti að vera í boði til þess að ég fengist til að fara í tæki sem myndu koma öllum mínum innyflum í hnút.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 27.8.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband