. - Hausmynd

.

Lúxus James Bond og dugnaður í sterastubb

Við gerðumst ótrúlega dugleg ég og Stefán og fórum snemma á sunnudagsmorgninum heim til kokksa til að aðstoða við að úrbeina eins og eitt stykki naut og hakka. Óhætt er að segja að þetta sé mikil vinna og lauk okkar vinnu ekki fyrr en um eða uppúr kl 21 þennan sama dag.

Ekki var minni dugnaðurinn í minni þegar hún ákvað að búa til litlar partý-bollur og vísir að kjöthleif. Dugnaðurinn var svo mikill að á mánudeginum skreið ég til gigtarlæknisins og bað um miskunn. Öxlin var gjörsamlega að drepa mig (og bakið) að hann ákvað að létta mér lífið í ca mánuð (og kannski lengur) með því að sprauta sterum í öxlina til að létta á bólgnum sinum sem er afleiðing af árekstrinum mínum í fyrra. svo þegar hann pikkaði og potaði í bakið á mér fannst honum líklegt að ég væri með slitgigt í bakinu sem er líka bein afleiðing af þessu slysi. Ótrúlegt hvað þetta hefur mikil áhrif allt saman. Hann ákvað að senda mig í röntgen til öryggis.

Ég benti lækninum á það að maður væri svo ónýtur að þó maður myndi pakka sjálfum sér í poka og færi í Sorpu, þá yrði ekki einu sinni tekið við mér sem eiturefna úrgangi/óendurvinnanlegt, svo ónýtt er í manni!

Allavega þá er slatti af partý-bollum og sviknum hérum komið í frost ásamt öllu öðru kjöti.

Eitt næ ég þó að gera án teljandi vandræða og það er að mynda....Thank god!

Skellum okkur svo á myndina James Bond og það í lúxus sal. Ég hef aldrei prufað þetta áður og þegar Stefán settist í stólinn hét hann því að fara ekki aftur í bíó nema í lúxus sal! Þar með eru okkar bíóferðir afskrifaðar...ekki ætla ég að borga alla þessa peninga fyrir það eitt að sitja í Lazy-boy!!

Ég fór svo til Önnu vinkonu til að mynda krakkana hennar en litla villidýrið mitt komst í fjarstýringuna og fór að mynda sjálfan sig á fullu!!!!

Sunna

 

Sunna
Snorri Hrafn
Rúna Maren og Hólmfríður Sunna
Sætar vinkonur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús og góða nóttina elsku ljúfa

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Já, þú ert ágæt, kellan mín. Ekki myndi ég úrbeina naut þótt ég ætti líf mitt að launa, en ég get alveg skorið inn í bein á mannlegu kjöti og gert ýmislegt við þeirra úrgang. Svona erum við misjöfn.

Vona að skrokkurinn verði nú betri bráðum en allavega þá tekurðu ógeðslega flottar myndir  Ekki hætta því.

 Og hey, hvenær eigum við að hafa rauðvínskvöldið okkar? Ég hef verið að hugsa það undanfarið hvað tíminn líður ógeeeeðððslllegga hratt, og eitthvað sem mér fannst bara í síðustu viku, er reyndar fyrir mörgum mánuðum..... Eitthvað sem maður ætlar alveg að fara að gera og gerir svo aldrei..... ég er snillingur í því.

Ég væri allavega rosa til í að hittast yfir rauðvíni, en samt kannski bara við tvær til að byrja með. Geymum kallana

Láttu mig vita ef eitthvað kvöld hentar þér fljótlega, ég er til !!

Lilja G. Bolladóttir, 27.11.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 259656

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband