. - Hausmynd

.

Sá rauðklæddi staðinn að verki!

Fátt er meira rætt um á þessu heimili en rauðklæddi gjafmildi karlinn. Á hverjum morgni er komið hlaupandi upp í rúm til okkar til að sýna það sem sveinki kom með í skóinn. Oft hefur maður velt því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum maður er að skrökva svona að börnunum. Þetta er svo mikill skellur þegar þau fatta þetta sjálf að maður verður stimplaður sem lygalaupur.

Síðustu nótt (aðfaranótt laugardags) um kl 1:30 var sveinki á ferð. Embættismaðurinn fer inn í herbergi dömunnar og kyssir hana á ennið til að athuga hvort hún væri ekki örugglega sofandi því um þetta leyti er hún oft að vakna til að fara að pissa. Ekki virtist hún bæra á sér svo gjafmildi karlinn fór því fram til að finna "skóvöruna".

Sveinkinn læðist aftur inn með nokkra blýanta af hinum ýmsum stærðum og gerðum og bréfsefni sem ekki komst í skóinn. Blýantarnir runnu ljúft ofan í skóinn en hann varð að hagræða bréfsefninu og lagði það svo við hliðina á skónum. Að svo búnu lét hann sig hverfa.

Um morguninn kem ég svo fram og þar bíður mín ískalt augnarráð og litla ráðskonan mín segir hranalega við mig um leið og hún lyftir upp bréfsefninu:

Mamma, HVAÐ er þetta til dæmis?

mamman: uuuh....má ég sjá....ég veit ekki

Sunna: þú ættir nú að vita það. Þú komst með þetta SJÁLF í gær og settir við skóinn minn

mamman: (gjörsamlega í hnút) HA ÉG?! neih..ég gerði það ekki!

Sunna: JÚ, ÉG SÁ ÞIG. Hvað er þetta (og veifaði þessu aftur framan í mig)

mamman: sko...sjáðu nú til... (reyndi eins og ég GAT til að finna hentuga lygi) ...ég heyrði eitthvað hljóð inn í herberginu þínu og ég ákvað að athuga þetta og þá sá ég þetta á gólfinu svo ég fór með þetta fram til að athuga hvað þetta var og svo skilaði ég þessu strax aftur.

sunna: (með hneykslun og vantrúun í röddinni) jahá...einmitt það já

og með það snéri hún sér frá mér og leit ekki á mig aftur. Mér fannst réttast að ég renndi mér bara aftur upp í rúm til að jafna mig á þessum lygum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Æææ þetta er sártmín sjö ára spurði mig nú eitt kvöldið í vikunni þegar ég lá með henni í uppí rúmi og var að reyna koma henni í svefn,búin að lesa tvær bækur og ekkert gekk til að fá hana til að sofnaklukkan var orðin tólf á miðnætti og mín er bara ekkert að sofnaþá segir sú stutta Mamma ertu nú alveg viss um að Herra Jólasveinn sé nokkuð tiler þetta ekki bara plat hjá þér og Pabbanei segi ég hann er svo sannarlega til elsku skotta mín svara égaf hverju ´varstu þá að pukrast við skóinn minn í nótt segir sú stuttauhu ég var bara að skoða hvort að elsku Herra Jólasveinn væri búinn að koma var svarið mitt og þar með eyddi ég þessu samtaliog náðust sáttir á milli okkar með góðri sögu að hennar elsku Pabbi hennar hafi fengið í skóinn til 22 aldurssem er alveg SATT

Knús á þig elsku frænka mín og Gleðilega Hátið til ykkar frá okkur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.12.2008 kl. 12:44

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég og mín kæra fjölskylda viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum árið sem er að líða.....Jólakveðja

 Linda og Fjölskylda :):):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.12.2008 kl. 00:39

3 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Hæ, hæ og gleðilega hátíð! Og kærar þakkir fyrir jólasendinguna allir glaðir með fenginn og mikið var þetta flott mynd á kortinu + skötupartýið þetta var svo huggulegt. Já jólasveinar eru í erfiðu djobbi, eins og stundum er sagt, en því meiri ástæða til að stíga létt til jarðar. Jóla-knús á liðið þitt Helga mín og sjáumst á nýju ári.

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 27.12.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 259624

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband