. - Hausmynd

.

Hann vill skilnað!!

Í einu af tiltektar og þrifnaðarbrjálæðinu sem gekk yfir mig fyrir skömmu, komst ég að því að ég get verið skapstygg! (Ég sem hélt í alvörunni að það rynni ekki blóð í mínum æðum!)

Ég ákvað að ráðast á baðið og taka það almennilega í gegn. Ég veit það alveg að ef ég passa mig ekki þá fæ ég að kenna á því næstu daga á eftir og verkjalyfin verða aftur minn nánast vinur.

Í þrifnaðar æðinu tók ég mig til og ákvað að þrífa baðskápana líka. Þá komst ég að því að tannbursta glasið hafði alveg gleymst í síðustu 2-3 þrifum svo það var nett ógeðslegt. Ég fékk væga klígju og fór að þrífa bæði tannbursta (notaði samt ekki sápu á þá) og glas. Þegar ég fór að handfjatla tannburstana komst ég að því að tannburstinn hans Stefáns var ógeðslega klístraður og það var hann sem smitaði hina burstana með tilheyrandi klígju.

Ég þvoði þetta vel og ákvað að setja bómull í botninn sem gæti tekið við mestu bleytunni og þá er auðveldara að þrífa glasið.

Um kvöldið þegar við Stefán vorum að skríða í ból þá sagði ég við hann að tannburstinn minn vildi skilnað við tannburstann hans. Hann hváði og spurði um ástæðuna og auðvitað lét ég romsuna ganga (eins og mér einni er lagið) og eftir smá hik sagði hann með mjúkri röddu: "En minn tannbursti vill ekki skilnað svo ég veiti ekki skilnaðinn". Ég benti honum þá á það að umgengnin yrði þá að lagast. Hann lofaði öllu fögru svo tannburstinn hans er á séns með mínum. Joyful

tannburstar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hahahahaha

Lilja G. Bolladóttir, 5.2.2009 kl. 15:37

2 identicon

 Hihihihihi

Selma (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband