. - Hausmynd

.

Heltekin!

Ég er dálítið upptekin af áhugamálinu mínu í dag. Skellti mér með í ferð með nokkrum eitur-hressum ljósmyndaáhugamönnum og var stefnt á Krísuvík og Kleifarvatn. Þetta var mjög skemmtileg ferð í alla staði. Rosalega gaman að fara með fólki sem á ótrúlegan búnað. Maður fékk eiginlega bara minnimáttarkennd þegar maður horfði á allt dótið hjá þessum ágætu köppum.

Ég og SÓ vinkona ákváðum að freista gæfunnar og fara um kvöldið og reyna að veiða norðurljós. Norðurljósin létu ekki sjá sig þetta kvöld en tókum við samt nokkrar fallegar næturmyndir af Kleifarvatni.

Kleifarvatn að degi til

Kleifarvatn-5

Kleifarvatn að nóttu til

Kleifarvatn kvöld
Kleifarvatn kvöld 3
Krísuvíkurkirkja
Krísuvíkurkirkja 3
svo eru fleiri inn á flickr síðunni minni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo gaman að þessu :) Snilld að taka sama sjónarhornið um daginn og svo aftur um kvöldið.

Sóley (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:45

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Helga Linnet;  Þú klikkar ekki frekar en hinn daginn.  Rosalega eru þetta fallegar myndir.  Maður verður ósjálfrótt stoltur af því að eiga heima á þessu fallega landi með þessu hreina og tæra lofti með meiru.

Merkileg finnst mér útkoman í neðri myndinni: "Kleifarvatn að nóttu til" en þar blandar þú saman næturbirtunni (tunglskininu) og ljóskastara á hraunstúfinn næst myndavélinni. Það kemur glettilega vel út.

Nú skilur maður betur en nokkru sinni hví Ísland er kallað: "Landið bláa".

Kvðeja, Björn bóndi bloggvinur  

Sigurbjörn Friðriksson, 20.2.2009 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 259617

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

250 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband