. - Hausmynd

.

Villtar meyjar

Ég er í klúbbi sem nefnist A-klúbbur áhugaljósmyndara. A-ið stendur fyrir þá sem eru atvinnulausir eða atvinnulitlir. Ég flokkast undir það síðarnefnda.

Einu sinni í viku hittumst við og förum yfir stöðuna, skellum okkur í eitthvað smá ferðalag og tökum myndir og setjum svo árangurinn í grúppu sem við erum búin að stofna. Eins hefur þessi hópur þær hugmyndir að gera "vef-blað" í formi heimasíðu og kynna land og þjóð fyrir útlendingum og hafa flottar myndir inná til að fólk geti skoðað og jafnvel verslað.

Í gær fórum við á Vatnsleysu strönd og með mér í bíl var SÓ vinkona. Við fórum aðeins seinna af stað en hinir en við vissum hvert förinni var heitið svo við höfðum ekki áhyggjur.

Þegar við vorum komnar á Vatnsleysuströndina hringdum við í forsprakkann til að fá nánari lýsingu á því hvar hinir voru. Jú, lýsingin var gefin og átti þetta að vera fyrsta beygja til hægri. Við fórum fyrstu beygju til hægri en fundum hvergi hópinn.

Eftir langa mæðu sáum við hvar þeir voru að keyra til baka og náðum þeim. Þeir hlógu heil ósköp af okkur og sögðu okkur vera villtar meyjar...sem hefði verið rosalega fyndið EF við hefðum fengið RÉTTAR LEIÐBEININGAR HVAR ÞEIR VORU!!! Þeir gleymdu bara einum gatnamótum eða svo!!! Svo er því haldið fram að VIÐ séum LJÓSKUR....held ekki. Devil

hér er svo árangurinn minn úr þessari annars ágætu ferð en það er svo meira á flickr síðunni minni Smile

stígur

 

gömul stígvél

 

legsteinn

 

friends

 

kross

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

245 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband