. - Hausmynd

.

Töfrar!

Hér á eftir er að finna sýnishorn af hreinum töfrum sem urðu til á heimili mínu.

Ég og ÓH frænka vorum eins og svo oft áður á flækingi og í eitt skipti í RL-búðinni. Við gengum á milli rekka til að fá hugmynd að stúdíógerð.

Þegar við gengum framhjá einum rekkanum rak ÓH augun í kerruplast á minni gerð af kerrum. Hún tók andköf yfir því og greip einn pakka og sagðist endilega vilja sauma sér regnkápu úr kerruplastinu. Ég horfði á hana agndofa og neitaði að taka þátt í því...til að byrja með. Hún setti upp hvolpa augun og þrjósku svipinn svo ég gaf mig og sagðist ætla að aðstoða hana.

kerruplast

Hún keypti 3 pakka af þessu plasti og heim fórum við að sníða eitt stykki kápu.

Ég var ekki viss hvernig saumavélin myndi höndla svona gúmmí plast en ákvað að láta deigan ekki síga.

Eftir margar umferðir af bölvi og ragni, slatta af geðvonsku kasti, helling af fýlu, heilmörg gleðitár ótal klukkutíma og ótrúlega þolinmæði í okkur frænkunum þá hafðist þetta allt saman og útkoman var bara nokkuð góð.

Dæmi hver sem vill en hér er mín fallega frænka komin í kápuna flottu sem hér eftir verður kölluð Prada kápan hennar ÓH. Grin

Prada 2

Segið svo að þetta sé ekki geranlegt LoL

Fleiri fjölskyldu meðlimir voru svo myndaðir í tilefni áfangans

 

Prada 4

 

Prada 5

 

Prada 7

 

Prada 6

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég á greinilega  efnilegar dætur. Þetta er æðisleg kápa, það hefur verið ERFITT að sauma og ekki hægt að rekja upp svo það hefur engu mátt skeika. Svo skemma fyrisæturnar ekki fyrir,hvernig væri að sauma aðra á þig,þá gætirðu verið í þínu fínasta pússi og engin kápa til að fela útsýnið; ég tek það fram að ég býðst ekki til að taka það að mér

Ég er mjög hrifin að myndunum ykkar þið eruð alltaf að batna og ég hélt að það væri ekki hægt eftir að ég sá verðlaunamyndina þína um árið.

Rósa mamma (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ótrúlega flott kápa!! Þið klárar

Lilja G. Bolladóttir, 16.3.2009 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 259640

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband