. - Hausmynd

.

Mér er nóg boðið!

Í bústaðnum var yndislegt að vera. Einn gallinn var reyndar sá að það var eitthvað bilaður blöndunarlokinn af vatninu inn í húsið. Skyndilega breyttist kaldavatnið í sjóðandi heitt svo við stöllur vorum mjög smeykar með börnin ef þau voru í sturtu. Þetta var dálítið vandamál og við reyndum að kvarta yfir þessu en án árangurs.

Við Helena sátum úti að prjóna í blíðunni þegar ég heyri skyndilega þrumuraust hjá Sunnu og hún þrammaði eins og lítil tröllskessa fram og hvæsti á milli samanbitinna tanna að nú væri henni nóg boðið.

Með það sama þaut hún framhjá okkur, klæddi sig í gúmmítútturnar og strunsaði eins og sannkallað ráðskonurassgat frammhjá okkur og sem leið lá upp í þjónustumiðstöð.

Við vinkonurnar litum hvor á aðra og skildum hvorki upp né niður hvað hefði gengið á.

Eftir smá stund kom daman til baka með mann í eftirdragi og var hann með þunga verkfæratösku meðferðis og spurði vandræðalegur hvort eitthvað væri bilað hér!

Helena vinkona lét sig hverfa og ég varð voðalega vandræðaleg og viðurkenndi það svosem fúslega að þetta væri ekki nokkrum manni bjóðandi að geta ekki treyst vatninu hérna.

Inn í geymslu fór maðurinn og reyndi sitt besta en aldrei komst vatnið í almennilegt lag. Shocking

Enn skemmti ég mér yfir skottunni minni sem er ákveðnari en allt sem ákveðið er. Enda dálítið lík nöfnu sinni og ömmu Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband