. - Hausmynd

.

ómetanleg aðstoð ungu dömunnar....eða leti foreldranna!

Þessi 7. ára á það til að vera alveg ómetanlega hjálpsöm á heimilinu.

Einn fagran sunnudag þá vaknar litla dýrið snemma eins og alltaf. við foreldrarnir erum ekki jafn miklir morgunhanar svo við kúrðum eitthvað frameftir morgni.

um 10 ákváðum við samt að fara á fætur og gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum. Þegar við komum fram sat litla skottan í sófanum að horfa á sjónvarpið. Ekkert við það að athuga annað en að hún var óklædd svo við báðum hana um að klæða sig.

Þegar hún kemur fram aftur segir hún voða kæruleysislega við okkur þar sem við sváfum svona lengi ákvað hún að setja í eina vél fyrir okkur!!

Ég áttaði mig ekki á því svona alveg strax hvað barnið sagði en hún hlammaði sér aftur fyrir framann imbann og hélt áfram að horfa á teiknimyndir.

Einhverju síðar fer Stefán inn í þvottahús til að setja í eina vél og rekur þá augun í það að vélin var full af þvotti svo hann grípur úr vélinni og setur í aðra.

Þetta var allt saman gott og gilt....nema að vélin var stillt á suðu!!!

það þarf kannski ekki að minnast á það en nánast allur þvotturinn úr vélinni fór í ruslið, þar á meðal 66°N peysa, Cintamani flísfatnaður, sparikjóll og buxur. W00t

Sunnuskott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OMG!!!  Ég myndi flippa!

AMS (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 259622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband