. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

lífsreynslan

The First lady (áður Þyrnirós) var að vinna í tölvunni á hótelinu í gær seinnipartinn. Mér leiddist og nennti ekki að kveikja á sjónvarpinu því hér eru 100 kínverskar stöðvar og ef það er ekki kínverska töluð þá er búið að talsetja bíómyndir....já OG glæstar vonir og gott ef ekki er nágranna!!! Ég ákvað að fara út með myndavélina og taka myndir.

Allir Kínverjar eru eins, litlir, grannir, svarthærðir, brúneygðir og frekar ófríðir. Þessa viku sem við höfum verið hér höfum við fengið ómælda athygli. The First Lady fyrir hæðina (er um 180cm) og brjóstastærðina. Ég hef fengið athygli fyrir stærðina og háralitinn Gasp. Fannst þetta ætti að vera í lagi svo ég fór út. Var ekki búin að ganga nema fyrir húshornið á hótelinu þegar ég fann að allir þeir sem fóru framhjá gláptu úr sér augun. Lét sem ég sæi ekki neitt og hélt áfram. Gekk framhjá veitingastað og sá þar fólk sem lagðist á gluggann svo ég snéri mér undan og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Mér fannst ég hafa farið full langan radíus frá hótelinu svo ég ákvað að snúa við sömu leið. Ég var rétt búin að snúa mér við þegar bíll flautaði á mig. Mér kross brá svo ég færði mig og lít til hliðar en þá var þetta fullur bíll af Kínverjum sem stoppuðu við hliðina á mér og sögðu eitthvað óskiljanlegt. Ég brosti til þeirra og herti förina en þeir gáfu þá bara í á móti.Mér var ekki farið að standa á sama svo ég ákvað að beygja en þá beygðu þeir líka og héldu áfram að flauta og eitthvað að "spjalla" en ég leit aldrei á þá til baka. Loks gáfust þeir upp og ég var komin að veitingastaðnum og heyri þá einhver köll svo ég lít upp og sé í gluggann á þessum veitingastað að einhver maður hafði hóað í alla sem voru á staðnum að koma út í glugga og kíkja á þessa LJÓSHÆRÐU þarna úti.

Þegar þarna var komið var ég orðin svo skíthrædd að ég var komin með kökkinn í hálsinn. Hálf hljóp restina að hótelinu og flýtti mér inn og hélt á 5.hæðina þar sem The First Lady var með herbergi og bankaði. Enginn svaraði svo ég bankaði fastar en allt kom fyrir ekki. Ég hélt að hún hefði þurft að skjótast frá en ég var ekki með símann svo hún hefð ekki geta haft samband við mig. Ég ákvað þá að fara upp á herbergi sem var á 6. hæðinni og stakk lyklinum í slíðrið en þá virkaði ekki lykillinn. Það hvarflaði að mér að ég væri á vitlausu hóteli og fór að rifja upp í huganum hvort ég hefði ekki farið sömu leið til baka. Jú, eftir mikla ígrundun vissi að ég hafði farið sömu leið til baka og ég væri á réttum stað. Allt í einu mundi ég ekki hvort ég hefði verið á 6. hæðinni eða hún! svo ég ákvað að fara í það númer sem hún var í á þeirri hæð sem ég hélt að ÉG ætti að vera á. Stakk lyklinum þar í slíðrið en ekki virkaði sá lykill svo ég ákvað að banka ofur laust og hlusta eftir hljóði innan úr herberginu. Allt í einu fannst mér ég svo einmanna og varnarlaus þar sem ég vissi ekki nákvæmlega hvar ég var. Ekkert heyrðist svo ég bankaði fastar og þá heyrðist í rödd á bakvið hurðina....sem betur fer ÍSLENSK Kissing

Niðurstaðan er sú að ljóskur eiga ekki að vera einar á ferð í Kína Shocking


Lost in traslation!

Það eru svo fáir Kínverjar sem tala ensku að það er ótrúlegt. Þeir sem tala ensku, tala hana mjög illa. Oftar sem ekki, erum við prinsessurnar að láta dekra við okkur í nuddi. Einn af þeim sem við hittum í dag og borðuðum með í kvöld, var með okkur í nuddinu. Hann var voða mikið að hafa áhyggjur af því hvernig okkur líði, hvort okkur vanhagaði um eitthvað og svo framvegis. Svo spurði hann mig: "Elga, du u von so flud?". Ég hváði og spurði hvað flud væri, hann endurtók aftur mjög greinilega FLUD og ekki skildi ég neitt ennþá og skyndilega heyrðist frá Þyrnirós, sem var í værum blundi í stólnum við hliðina að þetta væri FRUIT! (ávextir). Ótrúlegt hvað samskiptin geta verið flókin stundum.

Það er ekki nokkur einasta leið að fá þessa Kínverja til þess að bera fram RRRRR en þess í stað segja þeir L í öllum orðum sem eru með erri í. Ég er á þeirri skoðun að þetta sé allt með vilja gert. Eingöngu til að skemmta okkur hinum LoL


the smjatt lady

Skvísurnar í Kína flugum frá Nanjing til Guangzhou. Seinkun á vélinni en það var svosem í lagi. Loks komum við inn í flugvélina og þá sátum við á sitthvorri hliðinni svo Þyrnirós bað flugþjóninn um að leyfa okkur að fá heila sætaröð fyrir okkur ef það væri hægt. Jú, það gekk svo við fengum að vera einar í röð. Eiginlega sem betur fer því sætin þarna eru sko gerð fyrir Kínverja sem hvorki eru feitir né háir því við alvöru konurnar þurftum að fara á ferðinni niður í sætið til að komast í það, ef ferðin er of lítil er hætt við því að festast á miðri leið. Hvernig við ætluðum að koma okkur aftur úr sætinu....var annað mál Whistling. Eins og venjulega var vélin ekki farin í loftið þegar Þyrnirós sofnaði og svaf alla leiðina svo ég mátti vekja hana þegar allir voru að standa upp og fara frá borði! ótrúlegur hæfileiki Tounge

Flugið gekk vel og nú var að finna leigubíl. Við þurftum að fara í biðröð eftir slíkum svo við gerðum það. Í röðinni bauð Þyrnirós mér Wriggleys tyggjó sem ég þáði. Eins og flestir þekkja, þá eru þessi gúmmí dálítið stór svo við stóðum í röðinni smjattandi á tyggjóinu. Loks komumst við að í röðinni og fengum þennan forláta bíl...eða bar forn-bíl...eða eitthvað sem virtist vera á fjórum hjólum. Þyrnirós sagði manninum sem ekki skildi orð í ensku hvert skal haldið. Þar sem bíllinn var frekar lítill og við með frekar stórar töskur, þurfti að setja stóru töskurnar afturí en þær minni (freyjutöskurnar) fóru í skottið og þær rétt sluppu þar! Auðvitað "rifumst" við um það hvor fengi að sitja AFTURÍ Happy. Ég vann og settist þar og Þyrnirós fór í framsætið.

það var klukkutíma akstur frá Guangzhou til Foshan svo maður varð bara að vona að bílskrjóðurinn myndi hanga alla leið en til að bæta gráu ofan á svart, þá vantaði bensín á bílinn og bílstjórinn sýndi engin merki um það að hann ætlaði sér að bæta úr því!

Eftir rúmlega 30 mínútna akstur fékk bílstjórinn skyndilegt flogakast. Með hendingu og veifingu og alslags búkhljóðum og spýtingum reyndi maðurinn að gera sig skiljanlegan. Þyrnirós vissi ekki hvað gekk á fyrir manninum og reyndi allt hvað hún gat til þess að skilja hann og á endanum skrúfaði hann niður rúðuna hjá sér og sýndi með tilþrifum hvernig ætti að taka tyggjó út úr sér og henda því út!!!! Hún átti semsagt að rífa út úr sér andskotans tyggjóið og henda því og það ÚT W00t Hvort það var vegna þess að það var svona vond lykt af tyggjóinu, hún smjattað of mikið á því eða að það sé bannað að vera með tyggjó leigubíl vissum við ekki og reyndum ekki að komast til botns í. Hinsvegar lét ég lítið fyrir mér fara og þegar minnst bar á, tók ég mitt tyggjó og laumaði því í sitt upprunalega bréf sem ég geymdi í vasanum og stakk því þangað aftur. GetLost

 


nudd-tíminn

við prinsessurnar í Kína ákváðum að skella okkur í nudd eftir langan dag með "stórum köllum" (ekki beinlínis stórir kallar...ca 130-160 á hæð) í einu fyrirtækjanna sem við erum í viðræðum við hér í Kína. Eftir svona Business fundi er okkur alltaf boðið eitthvað fínt út að borða og svo okkur skutlað heim af bílstjórum kallanna. Við komum semsagt upp á hótel í gær, örþreyttar og ákváðum kl 9:30 að skella okkur upp á 18. hæð og fara í fótanudd.

Skellum okkur í náttfötin og inniskóna og trillum (eða tökum lyftuna öllu heldur) á 18. hæðina og biðjum um fótanudd. Okkur er bent inn á lítið herbergi með nokkurskonar Lazy-boy stólum. Við hlömmum okkur niður og að vörmu spori koma 2 litlir kínakallar með trébala og láta okkur dýfa fótunum ofan í balann. Í honum var vatn, eitthvað sem var á litinn eins og mjólk, salt og fersk rósarblöð. Á meðan fæturnir voru í baði, nudduðu þeir axlirnar og bakið. Eftir um það bil 10 mínútur voru balarnir teknir og þeir þurrka okkur vel og vandlega og byrja að nudda. Hvor fótur var nuddaður í ca 25 mínútur nema þegar um 10 mínútur voru liðnar fór ég að heyra hrotur í Þyrnirós sem var við hliðina á mér Joyful. Mér fannst þetta frekar fyndið og leit á strákana sem glottu eilítið út í annað. Vissulega var þetta gott og allt það....en ekki nóg til að slökkva á mér!

Þeim mun lengra sem leið á fótanuddið, þeim mun hærri urðu hroturnar. Ég var um það bil að bresta í hlátur en ákvað að reyna eftir fremsta megni að bægja því frá mér svo ég myndi ekki vekja upp spurningamerki hjá strákunum sem kunnu NB ekki stakt orð í ensku eða til að vekja ekki Þyrnirós upp af værum blundi. Loks eru þessar 60 mínútur búnar og þeir búnir að nudda samviskusamlega alla punkta og svæði sem fyrir fundust í fótunum og tími kominn til að fara. Ég geri mig ferðbúna en Þyrnirós var svo svefndrukkin að hún vildi snúa sér á hina og halda áfram en ákvað að kíkja með öðru auganu og spyrja; "Hva! búnir....með báða fætur?... þeir hljóta að hafa svindlað og tekið bara annan!".Þeir segja eitthvað "massa?" og ég skildi ekki orð og Þyrnirós sagði bara jájá og ég vildi endilega vita hvað þeir væru að tala um og hún sagði að það skipti ekki máli...segðu bara já! og ég var nú ekki alveg til í það svo hún snéri sér að strákunum og sagði ítrekað YES YES YES við þá og þeir kinka kolli. Hún hlammaði sér svo aftur í stólinn og byrjað að hrjóta aftur. Með þetta sprakk ég úr hlátri og gerði allt sem ég gat til að hætta að hlægja. Þeir skella sér fram til að ná í eitthvað dót og á meðan missti ég mig gjörsamlega. Gat ekki hætt að hlæja. Þyrnirós leit á mig eitt stórt spurningamerki og spurði hvað gengi eiginlega á fyrir mér en ég gat ekki útskýrt það því ég hló svo mikið. Nuddarinn minn beið þolinmóður eftir því að ég hætti að hlæja.

Aftur byrja þeir að nudda og núna var það höfuðið. Rosalega gott og afslappandi. Svo afslappandi að ég fór að heyra hroturnar aftur! Í þetta skiptið skildi ég það mjög vel því þetta var rosalega gott. Ég fór svo að velta því fyrir mér hverslags nudd þetta hefði verið sem hún jánkaði...hefði þess vegna geta verið erótískt nudd því þeir sögðu eitthvað á kínversku sem endaði svo í "massa" sem á líklega að vera MASSAGE. Ég hugsaði að það hlyti að vera ómögulegt að þeir bjóði svoleiðis og reyndi að bægja svoleiðis hugsunum frá mér. Ég verð nú að viðurkenna að þeir gengu nú ansi langt....eða þessi sem ég var með og fór alveg upp í nára og....já...og.....eða það já Blush.

Eftir dágóðan tíma átti ég að snúa mér á magann og þeir byrja að nudda bakið...eða bara allt svæðið. Ég hugsaði með mér að þetta hefur þá sloppið við "já við erótísku nuddi" svo ég slappað af aftur. Ég vissi samt ekki hvað ég átti að halda því öðru hvoru komu þvílíku stunurnar frá Þyrnirós, þess á milli sem hroturnar voru að ég vissi ekki hvað gekk á. Bægði frá mér öllum öðrum hugsunum, alveg þar til að ég fann hvernig loft myndaðist í þörmunum hjá mér Shocking. Ég lá á maganum og gerði allt hvað ég gat til að halda þessu inni svo ég myndi ekki gasa manninn á staðnum. Þetta var að verða háalvarlegt allt saman.

Þegar ég var látin leggjast á bakið aftur, fór nuddarinn að lyfta fætinum á mér og ýta hnénu upp að bringu og ég vissi það að ef hann tæki almennilega á því þá myndi loftið sleppa út og maðurinn dytti niður stein dauður með það sama því þessir menn eru svo litlir. Ég missti alveg kontaktinn við erótíska nuddið mitt því ég barðist við að halda loftinu inni en vissi það að ef hann myndi pumpa einu sinni enn hnénu upp að bringunni, yrði skaðinn skeður Whistling. Sem betur fer reddaðist þetta allt saman og báðir mennirnir komust lífs af frá þessum kjötstykkjum sem við erum og Þyrnirós vaknaði þegar þeir kveiktu ljósin og sögðu að tíminn væri búinn. Hún leit áttavillt í kringum sig og var sannfærð um að hann hefði aldrei byrjað á höfuðnuddinu LoL.


hinumegin á kúlunni

ég var að reyna að vekja litla skottið mitt um daginn og eitthvað var erfitt að vakna svo ég sagði við hana í svona "spennandi tón"; "Hey, Sunna...veistu HVAÐ...var ég búin að segja þér það?". Yfirleitt er þetta nóg til þess að hún opnar augun og knúsar mig en í þetta skiptið snéri hún sér á hina og sagði; "já mamma, ég veit það....þú ert að fara til Kína"

Það var nú ekki þetta sem ég ætlaði að segja við barnið en ákvað þess í stað að spyrja hana frekar út í þessa Kína ferð mína og spurði hana hvort hún vissi hvar Kína er. Svarið var einfalt; "já, ég held það...er það ekki hinumegin á kúlunni?" Shocking

Hey! Kommon...krakkinn er bara fimm ára W00t

Annað fyndið atriði var eftir afmælisveisluna hjá Fríðu frænku. Við komum heim, frekar seint fyrir litla pottorma sem eiga að vera farnir í rúmið kl 20. Samkomulagið var að hún færi beint í náttfötin um leið og við kæmum heim. Hún stóð við gefið loforð og skyndilega var barnið mætt aftur fram og komin í náttföt. Ég varð undrandi því ekki bara að hún fór í náttfötin, heldur líka í hrein náttföt og það Dalmatíu náttfötin. Ég hváði yfir þessu og þá sagði hún mér það að hún hafi ákveðið að fara í þessi náttföt því hún var að leika við Ásdís og Birki sem eru frændur mínir og þau hafi gefið henni þessi náttföt í afmælisgjöf!

Ég fórnaði höndum því þetta barn man ALLT....Shocking


allt að verða klappað og klárt

.......eða ekki....Er í botnlausri vinnu við að binda lausa enda í vinnunni svo ég geti farið samviskusamlega í burtu...finnst tíminn gjörsamlega þjóta framhjá og ég næ ekki að klára helminginn. Það á að "presentera" verkefnið mitt á meðan ég er í burtu svo það er víst betra að klára það Shocking

Í gær átti Fríða frænka afmæli og skelltum við okkur í girnilega veislu um kvöldið. Viktoría var að vinna og Dísin fór á kvöldvöku í félagsmiðstöðinni svo við vorum bara 3 sem fórum í partýið. Eins og venja er, er margt um manninn og hrikalega góðar kökur InLove

Ég er að fá upplýsingar frá "the escort lady" eins og hún sagðist vera í einu sms-i frá sér um hvað sé best að taka með og hvað ekki. Mér var bent á það að ég ætti ekki að taka neitt með...nema sjálfan mig...því við kæmum drekk-hlaðnar til baka...svo þetta er einfalt...ég skelli mér í skó og jakka og út Tounge Kaupi kannski harðfisk og eitthvað að maula....ekki getur maður stólað á svona góðar sjoppur eins og hér eru Woundering ekkert nema þurrkaðir gúbbífiskar sem eru seldir sem harðfiskar....oooj...nei takk fyrir Sick, jú, vissulega eru þetta harðir fiskar þegar upp er staðið....en veistu...held ekki.

Er að setja upp heljarinnar prógramm um hver sækir og sendir börnin á meðan ég er í burtu. Ótrúlegt hvað við mömmurnar erum ómissandi og allt fer í flækju ef við vogum okkur að bregða okkur frá í smá stund Whistling En þetta hefst allt þegar maður á góða að.

Bíð eftir frekari skilaboðum/skipunum frá Mother Theresa (The Escort lady)...þangað til ætla ég að vinna...nægur tími að sofa í flugvélinni.... Sleeping


Símtalið

Allt er breytingum háð. eins og Kínversk máltæki segir; "Til að höndla hið óvænta skaltu halda áætlun þinni sveigjanlegri." Ég fékk semsagt hringingu í gær frá DA vinkonu minni og hún spurði mig hvort ég kæmi með sér til Kína á miðvikudaginn. Ég hváði....eðlilega...hver hefði ekki gert það...flestir þurfa margra mánaðar undirbúning á svo langa ferð! Ég spurði hana hvað ég hefði langan umhugsunarfrest og þá var svarið einfalt: "KLUKKUTÍMA" W00t Ég bað hana þá um að hringja eftir klukkutíma, þá skyldi ég svara henni.

Innan við klukkutíma síðar hringir DA til baka og spyr frétta. Ég var enn mjög ringluð yfir þessu öllu saman og beið eftir að ranka við mér úr rotinu. Þetta er semsagt Business trip á kostnað fyrirtækisins. Ég sagði já, hálfpartinn í semingi þar sem annarsvegar þetta er langt flug, 9 dagar í burtu, ég var að koma frá Slóveníu, skilja manninn eftir heima með börn og buru og ég kannski ekki alveg nógu góð í skrokknum til að dandalast svona.....but who cares about that! Whistling Hinn parturinn af mér var ákveðinn í að fara. Kannski þetta verði eina skiptið á minni ævi sem ég fer annarsvegar til Kína og hinsvegar svona langt flug og í það þriðja og alls ekki sísta að hafa manneskju sér við hlið sem er orðin hálft í hvoru "China specialist" Wink

Það var ekkert annað að gera í stöðunni en að hendast heim og ná í passann og tilheyrandi gögn og renna þeim yfir til DA sem ætlaði að láta gera allt klappað og klárt.

Á ca 1 1/2 tíma frá símtalinu, var búið að panta far út fyrir okkur tvær og það á Saga Class Grin (maður er ekki prinsessa fyrir ekki neittTounge) Ég er hér með hætt að kalla hana DA...heldur fær hún nafnið Móðir Theresa LoL.

Planið er semsagt:

21.nóv R-vík - London - Hong Kong - Nanjing (alls 17 tímar í flugi, fyrir utan bið)

28.nóv Nanjing - Hong Kong

29.nóv Hong Kong - London - R-vík

Ekki slæmt plan Smile

Ég hef aldrei ferðast mikið um ævina, en þetta ár er búið að slá öll met.

Jan 07 Rvík - Kanada - Kúba - Kanada - Rvík

júl 07 Rvík - Svíþjóð - Rvík

ágú 07 Rvík - Baltimore - Orlando - Baltimore - Rvík

sep 07 Rvík - Danmörk - Rvík

nóv 07 Rvík - Slóvenía - Rvík

nóv 07 Rvík - London - Hong Kong - Nanjing - Hong Kong - London - Rvík

des 07 HVER VEIT! Joyful


brussuskapur

Við gistum á mjög fínu fjögra stjörnu hóteli í Slóveníu. Það var ekki hægt að setja út á neitt nema að dýnan hafi verið full hörð að mínu mati. Baðherbergið var til fyrirmyndar eins og allt annað.

Inn á baðherberginu var sturta. ágætlega stór sturta með sturtubotni og bogadregnum glerhurðum. Húsbandið mitt ákvað að skella sér í snögga sturtu á laugardagsmorgninum og ákvað ég að fara á eftir honum. Þegar hann var búinn, skelli ég mér á baðherbergið og sé að Stefán var búinn að stilla handsturtuna þannig að hausinn snéri fram og örlítið upp svo ég gæti farið beint undir án þess að forfæra kranann eitthvað frekar. Það var engin loftsturta, aðeins handsturta og kraninn eftir því afskaplega einfaldur en hitastýrður. Ég áttaði mig ekki á kraftinum þegar ég kveikti á sturtunni svo þegar ég af minni einfeldni skrúfa frá, geri ég eins og heima, set bara allt í botn! Það skipti engum togum að helv%&$# sturtan var með svo mikinn kraft að það sprautaðist allt fram á gólfið og sturtu rassgatið fékk ekki dropa á sig GetLost. Ég næ að loka hurðunum hratt og örugglega en enn stóð ég fyrir utan klefann, rennandi blaut með sturtuna í beinni línu beint á hurðina svo ég vissi það að það færi allt á flot ef ég vogaði mér að opna klefann svo mikið sem um sentímetra! Ég lít í kringum mig og sé að baðherbergið var á floti. Jæja....það varð að hafa það, skaðinn hvort eð er skeður svo ég opnaði klefann og skaust inn og lokaði. Ég kíkti svo í gegnum glerið og sá að vatnið var byrjað að leka í niðurfallið undir vaskinum. Jæja...það voru flísar á öllu svo það var ekkert annað að gera en að henda handklæði á gólfið og þurrka.

Daginn eftir ákvað ég að skella mér í sturtu á undan Stefáni. Ætlaði sko að láta fyrri reynslu kenna mér lexíuna svo ég snéri hausnum út í vegginn svo að það yrði pottþétt að það færi meira vatn í klefann en á gólfið. Marg athuga hvort þetta væri ekki í lagi áður en ég skrúfaði frá vatninu. Jú, ekkert átti að klikka í þetta skiptið svo ég skrúfaði frá, það skipti engum togum að haus rassgatið snéri sér frá veggnum í sömu andrá og ég skrúfaði frá vatninu með þeim afleiðingum að það sprautaðist allt fram á gólf. Í panikki yfir þessu reyndi ég að loka hurðinni en hún stóð á sér. Sama hvað ég gerði, haggaðist ekki hurðin svo vatnsgusan streymdi óhindruð fram á gólfið og enn var sturtuklefinn þurr. Til þess að reyna að redda einhverju, skellti ég mér inn í klefann og reyndi að loka þeim megin frá og eftir langa mæðu tókst mér að loka klefanum. Ég leit yfir gólfið og sá þá að það var að minnsta kosti tveggja sentímetra lag af vatni á gólfinu en það var byrjað að renna í niðurfallið.

Ég hótaði því að fara aldrei aftur í sturtu þarna....og ég stóð við það Whistling


Slólvenía

Slóvenía í máli og myndum.

Bled

Setti inn myndir í albúmið. Þetta var mjög skemmtileg en ofsalega strembin ferð.

Endilega skoðið myndirnar


erfitt að fara frá tölvunni!

Nenni ekki að pakka...settist frekar fyrir framan tölvuna og fór að laga myndir.

Hér eru myndir sem eru svona "uppáhalds" frá þessum frábæra degi 08.09.07

ljósmyndarinn 003

ljósmyndarinn 012

 

ljósmyndarinn 011

Anyway...I am off now!


Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 259624

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband