. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Partý.....eða....!

Við héldum veislu um helgina. Fengum kokk til að standa í því að grilla ofan í mannskapinn. Sjáum sko ekki eftir því.

Stefán fór og tjaldaði risa partýtjaldi á lóðinni. Fengum það gefins frá einum sem hafði nýlega haldið upp á fimmtugsafmælið sitt. Ég þráaðist við, vildi tjalda því þar sem við áttum von á um og yfir 30 manns. Stefán vildi meina að það væri ekkert mál að koma því fyrir í stofuna (sem var svosem alveg rétt). Það var rok þegar Stefán tjaldaði tjaldinu og það var enn rok þegar búið var að tjalda því.....eða það náðist aldrei að tjalda því almennilega....rifnaði alltaf upp aftur!! Auðvitað fór allt að gefa sig og áður en veislan hófst hafði tjaldið rifnað á nokkrum stöðum, súlur farnar að brotna svo Stefán mátti til með að hlaupa út reglulega og teipa súlurnar saman, kósar rifnuðu út úr götum, plastgluggar á hliðum farnir að rifna, stögin á tjaldinu öll farin að gefa sig Woundering. Stefán sagði það að ef þetta tjald myndi enn standa áður en afmælið byrjaði, yrði það þvílík hamingja! Og ég sem ætlaði að bjóða í annað partý næstu helgi Crying. Jæja, en víst við gátum látið 35 manns sitja í stofunni þá hljóta 15 "brjálaðar" blak-kerlingar geta setið við stofuborðið mitt Wizard

Þetta lukkaðist allt ljómandi vel og var ótrúlega gaman að fá allt þetta fólk í heimsókn. Stefán minn fékk mjööög mikið í afmælisgjöf og var fjölbreytni gjafanna alveg á við afmæli sjötugs manns Tounge Hann fékk til dæmis: Koníak, KOníak, KONíak, KONÍak, KONÍAk og svo KONÍAK, viskí, VIskí og svo veiðidót. Það er alveg á hreinu að mínar óskir komu ekki í gegn Halo. Hann fékk reyndar tvö veiðihjól, bæði hjólin ætluð á kaststöng svo nú þarf bara að hugsa hvoru hjólinu hann ætli að skipta. Bæði hjólin virðast mjög vönduð og fín svo valið verður erfitt.

Allan laugardaginn var Stefán að snattast fram og til baka á fína jeppanum sínum með einkanúmerinu að sækja stóla og grill. Svo kemur hann til mín í sótfúll í pirruðu skapi (ekki síst út af tjaldinu FÍNA) og segir mér að jeppinn sé bilaður...má ekki keyra hann...e-r hosu.....pakkning....dós....legur eða hvað þetta heitir allt saman sé farið. Olía leki af og jaríjaríjarí. FRÁBÆRT! Ég vildi bara panta tíma í viðgerð A.S.A.P en hann benti mér á það að þetta væri DÝR pakki... ég eins og ljóska spurði hvort þetta væri 30-40 þús! Hann horfði á mig eins og ég veit ekki hvað og sagði ef þetta væri málið væri þetta einfalt, ég gæti margfaldað þessa tölu með ca 5-10 GetLost.

Ég sá þá bara fyrir mér að fara á hjóli í vinnuna næstu daga....viku...eða jafnvel mánuði. Er ekki alveg að sjá það fyrir mér að geta borgað 300.000 í viðgerð akkúrat núna....svo mikið framundan hjá mér. Blush Stefán ætlar að reyna við þetta sjálfur...en vara hlutirnir eru víst mjööööööög dýrir. Kemur í ljós.

Ég er búin að staðfesta stelpuferðina til Orlando í ágúst. Fljúgum fyrst til Baltimore og tökum tengiflug til Orlando, leigjum bíl og keyrum til Kissimee þar sem við erum búnar að leigja okkur disney-villu í viku. Gosh...þetta verður svona "shop til you drop" ferð Grin


afmæli

Hann Stefán minn á afmæli í dag. Fertugur kallinn....alveg hund-gamall...gjörsamlega langt kominn í fimmtugsaldurinn á meðan ég rétt næ þrítugu Tounge. Hann ELSKAR þegar ég segi þetta við hann.... *NOT* LoL

Ég gaf honum einkanúmer á jeppann. Hann er víst búinn að nöldra um þau í ansi mörg ár svo ég lét bara verða að því.

patrol 006


ljósmyndun

Jæja, nú er ég formlega búin með þetta ljósmyndanámskeið. Ég lærði ótrúlega margt og fannst þetta gríðarlega skemmtilegt og lærdómsríkt.

Ég gerði möppu með þessum þemamyndum. Endilega kommentið á myndirnar. Ég veit hvað hann fann að þeim og ég veit líka hvað hann var ánægður með. Væri gaman að sjá hvað öðrum finnst.

Hann sagði við mig svo í lokinn: "Þetta er frábært hjá þér, þú ert með næmt auga og góður myndatökumaður. Haltu þig á þessari braut....endilega...en þessi vél sem þú átt er kannski ekki nógu góð fyrir þig ef þú heldur þessari braut áfarm"

Ég er náttúrulega í skýjunum yfir þessu. Ég sætti mig við þessa myndavél til að byrja með en þegar fram líða stundir, fæ ég mér kannski alvöru pro vél Joyful

ljós og skuggi

strengjabrúða

Ég fékk Stefán með mér í Gravity tíma á mánudaginn. Hann fékk sig lausan úr vinnu til að koma í einn tíma og kynnast þessari snilld sem þessir Gravity bekkir eru. Ég var að sjálfsögðu búin að fegra þetta fram og til baka svo hann var bara nokkuð spenntur.

Við hittum Hr. einkaþjálfa sem tók vel á móti okkur (eins og venjulega) og Stefán lítur yfir bekkina og hugsar með ser hvurslags kellingatæki þetta væru nú, þetta væri sko "pís of keik" GetLost Við erum í nettan klukkutíma í þessu og svo skiljast leiðir.

Um kvöldið er Stefán alveg búinn á því. Hlammaði sér í sófann og sagðist vera dauð þreyttur eftir þennan tíma í morgun. Viðurkenndi það að honum hafi ekki alveg litist á þetta í byrjun, taldi þetta vera "ísipísí" dæmi. Ég benti honum á það að hann ætti eftir að vakna í fyrramálið, hann hló við. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar þar sem ég hef reynsluna af þessu.

Morguninn eftir vöknum við saman, eins og oft áður. Tók eftir því að hann var eitthvað svo "þjakaður" og þá viðurkenndi hann það að hann ætti erfitt með að hreyfa sig vegna strengja í öllum líkamanum Blush 

Gettu hver hló mest?!?!?!?!?! GrinLoL


bank bank!

Það hlaut að koma að því að einhver skyldi verða veikur!

Í gærkveldi þegar við vorum að fara að sofa, kíktum við á litlu dömuna og fundum að hún var orðin heit. Við ákváðum að panikka ekkert og vorum róleg yfir þessu öllu saman. Svo í morgun vakti hún mig og sagðist vera svoooo illt í höfðinu. Ég rabbaði við hana smá stund og ákvað svo að ná í verkjalyf handa henni. Því næst hlammaði hún sér í sófann í stofunni, kveikti á barnaefninu og dró sængina yfir sig. Þannig var hún í allan dag. Um kl 14 var hún með tæplega 40°c hita. Þessi litli ólátabelgur sem aldrei situr kyrr, vill helst róla sér í ljósakrónunum, stendur á höfði í sófanum á meðan hún horfir á sjónvarpið, lá eins og slytti í allan dag og hreyfði sig ekki. Til marks um slappleika hennar þá bað hún um vatnssopa öðru hvoru, en það er eitthvað sem hún hefur aldrei viljað!

Ég fór svo kl 18 á ljósmyndanámskeiðið og Stefán tók við heimilinu. Vonandi verður þetta skárra á morgun. Maður er bara svo óvanur því að hún verði veik, yfirleitt er það Dísin sem á allan "heiðurinn" af þessum veikindum Undecided

Amma átti svo afmæli í dag. Ég vissi svosem ekki hvort hún ætlaði að halda eitthvað upp á það eða ekki, en ég hefði hvort sem er ekki geta mætt þar sem Stefán var að vinna og litlan veik. Ég hringdi bara í hana og óskaði henni til hamingju. Kissing


Gosh....ég meina Josh....

Ooooohhh....dagurinn í gær einkenndist af spennu, hraða, adrenalíni og gleði. Strax eftir vinnu fór ég með Dísina mína í "tjékk" hjá lækni. Fyrsta sinn í 10 ár kom þetta tjekk vel út Smile. Það var kominn tími til líka. Hún er að fara 3-4x á ári í svona tjekk og stundum oftar svo þetta var ljómandi góð tilfinning að ganga út frá lækninum með það í vasanum að þurfa ekki að koma aftur fyrr en í DESEMBER ef allt gengur upp Happy.

Ég hentist svo heim og þar beið frænka mín eftir okkur. Við buðum henni upp á kjúkling (sem ég greip með á leiðinni heim) og svo köku. Því næst var drifið í sparifötin og farið í Laugardalshöllina.

Tónleikarnir voru hreint út sagt GEGGJAÐIR....þvílík engla rödd sem þessi maður hefur, vááá...ég er enn í skýjunum yfir þessu öllu. Ég tók að sjálfsögðu myndavélina mína með og ákvað að nota þetta sem mér var kennt á þessu ljósmynda námskeiði og læt ég fylgja 3 ágætar myndir.

Takk fyrir öll símtölin og sms-in sem ég fékk í gær....og ég tala nú ekki um tölvupóstana og "athugasemdirnar" á blogginu. Gaman að fá kveðjur InLove

Josh Groban 145
Josh Groban 107
Josh Groban 090
Er maðurinn ekki dropp ded gordíuss?

frábær byrjun á degi.

Ég bara verð að segja frá því að ég er búin að eiga frábæran dag það sem af er. Við Anna vinkona ákváðum að hitta fyrrum vinnufélaga í hádegismat. Þegar við komum þangað var hún komin og beið eftir okkur. Anna gerði sér lítið fyrir og bauð mér upp á hádegisverðinn sem var bara mjög góður. Anna spyr vinkonu okkar hvort hún komi ekki upp á stofu með okkur og hún jánkar því. Ég í grandaleysi og ljóskuhætti fannst bara ekkert athugavert við það svo við förum upp á stofu. Þegar þangað var komið dró Anna vinkona fram þessa dýrindis tertu úr ísskápnum og sló fram veislu á staðnum.....vá...ÆÐI InLove. Við sátum dágóða stund og borðuðum köku og drukkum kaffi. Svo var mér sagt að fara heim með restina af kökunni til að gefa fjölskyldunni með mér.

Ekki slæmt að eiga svona góða vini.

 

Anna.......

TAKK FYRIR MIG Kissing þú ert frábær

Nú er bara að vona að Josh Groban blikki mig í kvöld...þá er þessi afmælisdagur fullkominn Joyful


blóm og kransar afþakkaðir

Það voru kátar stelpur sem vöknuðu í morgun til þess að óska mér til hamingju með daginn InLove. Ég fékk samt sms kl 00:01 í nótt...það var elsta stelpan mín að senda mér sms úr herberginu sínu. Mér fannst það voða sætt af henni.

Litla skottið afhenti mér svo bleikan pakka og var að andast úr spenningi sjálf. Inn í pakkanum var bleikur iPod spilari Grin. Ég spurði hana hvort hún hefði farið og keypt hann en hún sagði að pabbi hefði farið og valið hann alveg sjálfur Joyful. Svo bað hún um að ég setti lögin SÍN inn á hann! Þá veit maður afhverju hún vildi að ÉG fengi BLEIKAN iPod Pinch Þetta endurspeglar það hvað hana langar í.

Í kvöld er svo stóra stundin. Við hjónaleysin förum saman á Josh Groban tónleikana í höllinni í kvöld. Af þeim sökum verður ekkert partý heima. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast mín í kvöld eru vinsamlega beðnir um að halda ró sinni og ef það er algjört möst að koma í heimsókn, þá verð ég komin heim eftir tónleikana og get þá tekið á móti frjálsum framlögum....og gestum Tounge


áttu ekki bara svona kort?

Litla dýrið mitt vaknaði í morgun og teygði úr sér og spurði mig svo hvort ég ætti ekki afmæli á morgun. Jú, ég jánkaði því og spurði hana hvort hún væri búin að kaupa handa mér afmælisgjöfina. Hún svaraði um hæl að það væri hún ekki búin að gera svo ég spurði hana aftur hvenær hún ætlaði að kaupa afmælisgjöfina og hvað hún ætlaði að gefa mér. Hún svaraði um hæl að hún ætlar að koma með mér bara á morgun að kaupa hana og hún ætlaði að gefa mér bleikan iPod spilara. Ég varð mjög hissa á því þar sem ég vissi að Stefán ætlar að gefa mér iPod svona á annað borð og bjóst við að hann hafi frætt barnið á því hvað þau ætluðu að gefa mér í afmælisgjöf. Ég ákvað að testa það svo ég spurði Stefán að því hvort hann hafi eitthvað tjáð sig á annað borð en hann harð neitaði því.

Ég spurði þá barnið hvernig hún ætlaði að borga fyrir iPod spilarann og hún spurði mig með stór augu: "mamma, áttu ekki bara svona kort?"

þessi börn eru óborganleg Joyful


breytingar

Ég ætlaði svo sannarlega að gera breytingar í dag. Ég ætlaði til dæmis að fara í annan skáp en nr 101 í ræktinni í morgun, en ég guggnaði á því....endaði í skáp 101 Blush. Svo ætlaði ég að fara bara sjálf á annan bekk í Gravity-inu....en ég guggnaði á því. Mín kæra, fallega, blíða og undur fagra unga vinkona fór á annan bekk svo ég fór þá bara á MINN bekk Cool. Svo í sturtunni ætlaði ég að fara í aðra sturtu, en áður en ég viss af, þá var ég búin að kveikja á MINNI sturtu Shocking.

Svona er þetta, stundum er bara erfitt að breyta til!


Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 259656

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband