. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

harkan sex

Mætt til vinnu....er hund leið á að gera ekkert....það endar alltaf þannig þegar ég ætla að taka því rólega, þá er þetta "rólega" hjá mér dálítið teygjanlegt, er alltaf farin að útrétta eða taka til og ég tala nú ekki um að færa aðeins húsgögn....það er svo "gott" þegar maður er lamaður af verkjum! Frown Er að sjálfsögðu mér að kenna...en ég bara get ekki sest niður og hvílt mig....finnst eins og ég sé að svíkja einhvern eða eitthvað!

Nú er það bara vinna í www.sturta.is og svo í afmæli strax á eftir með litla grísinn og svo heim...að aðstoða Stefán með heimanámið Tounge Kannski ég fái eitthvað gott að borða hjá manninum mínum í kvöld. Hann þarf að sjá um matinn víst ég þarf að fara með skonsuna í afmæli Wizard


Víkingur með póker face!

Enn einn dagurinn uppfullur af verkjum. Ég get bara ekki lengur setið "aðgerðarlaus" og var neydd til þess að klára 3D verkefnið sem ég fékk í byrjun vikunnar. Það átti að funda í hádeginu og ég var ekki búin með það.

Ég sat stíf við tölvuna og lét sem ég fyndi ekkert til og hélt áfram ótrauð að vinna. Það var ekkert annað í boði. Skellti verkjalyfjum og bólgueyðandi töflum í mig í þeirri veiku von að þetta myndi slá á verkina í handlegginn.

Til að ögra mér aðeins, ákvað tölvu fjandinn að haga sér eins og sannkölluð tölva og gerði ekkert annað en að vera með leiðindi við mig. Ég átti í fullu fangi með að halda sönsum á þessu dóti en ákvað að láta þetta ekki fara svona í taugarnar á mér og kveikti á iPod græjunni minni sem ég keypti í ameríkunni og hélt áfram að hlusta á Mýrina það sem frá var horfið þegar ég hafði síðast slökkt á því. Djúpt sokkin í bæði sögu og vinnu ákvað tíminn að fara sér aðeins hraðar yfir svo ég varð að halda vel á spöðunum.

Án þess að eira mér nokkurri hvíldar, náði ég að senda frá mér ein 6 PDF skjöl með 1000fm iðnaðarhúsnæði séð frá öllum hliðum í 3D. Leit á klukkuna og vissi það að ég varð að fara að koma mér út í RL húsgögn og redda dýnu í rúmið hennar Sunnu.

Dreif mig út í jeppann og ók af stað. Var rétt komin inn í RL Húsgögn þegar ég fann að lyfin sem ég hafði tekið rúmlega þremur tímum fyrr voru alveg hætt að virka og verkurinn í öxlina og handlegginn orðinn óbærilegur. Ég þreifaði eftir töskunni minni, þar voru lyfin mín geymd en áttaði mig á því í öllu óðagotinu að ég hafði gleymt töskunni heima W00t. Ég gat ekkert gert annað en að setja upp víkingahattinn og halda áfram ótrauð. Ég varð að klára þetta víst ég var komin á staðinn. Ég hafði verið svo séð áður en ég fór að heiman að teikna upp hólfin sem körfurnar sem ég sóttist einnig eftir áttu að passa í. Sárþjáð af verkjum fann ég körfu sem passaði fínt í hólfin á rúminu hennar Sunnu. Það var aðeins einn galli......þær voru það hátt uppi að ég náðin ekki upp. Víkingurinn deyr að sjálfsögðu ekki ráðalaus og vissi það að starfsfólk er af skornum skammti í svona lágvöruverslunum að ekki yrði auðfengið að fá einn slíkan. Ég fann tröppu í næsta rekka og dröslaði henni að körfurekkanum og náði mér í körfu og skellti í innkaupakörfuna.

Því næst var haldið á efrihæðina þar sem dýnur og rúm voru til sýnis. Ég skunda upp með körfuna en var í engu stuði til að vera að versla. Mér leið illa og sama hvað ég reyndi að leggja verkina til hliðar þá þröngvuðu þeir sér alltaf fram aftur! Ég fer í dýnu "hólfið" og skoða þar úrvalið og verð en vissi ekki hvað snéri upp eða niður í þessum efnum svo ég ákvað að finna mér afgreiðslumanneskju til aðstoðar. Ég labba til baka og ég sé bara eina manneskju sem var klædd þessum bláa bol merktum RL búðinni. Hann var síðhærður og vel vaxinn maður. Hann pússaði glerborð af miklum ákafa og nautn. Ég hugsaði með mér þegar ég fylgdist með hreyfingunum hans á leiðinni til hans að annað hvort talar þessi fallegi maður ekki íslensku eða hann heldur að dýnur séu grænmeti FootinMouth Ég var ekki í stuði til að babbla einhverja ensku svo ég spurði manninn um leið og ég barði hann betur augum hvort einhver gæti aðstoðað mig í rúm-deildinni.

Hann lítur á mig með sínum fallegu brúnu augum og segir um hæl að hann ætti að geta aðstoðað mig þar. Hann var svo fallegur þessi drengur að ég varð að setja aftur upp víkingahattinn og póker face-ið og ganga á eftir honum. Hann gekk fyrir framan mig og ég gat ekki annað gert en að skoða manninn aðeins betur. Hann var ótrúlega flott vaxinn með ekta kúlurass sem passaði 100% í þröngu gallabuxurnar sem ýttu undir ótrúlegan vöxt á líkama hans. Hendurnar sterkbyggðar með mikla massa vöðva sem lögðust ekki alveg að síðunni. Engu líkara var að lærin væru svo vöðvamikil að hann náði ekki að ganga með þau þétt saman svo göngulagið varð eilítið gleitt og hann var í támjóum leðurstígvélum með kúrekamynstri. Hárið var snyrtilega sett í tagl svo fíngerða nánast svart hárið féll niður bakið og náði niður fyrir mitt bak. Hann var með 3 daga skegg og vel hirtur í alla staði. Afskaplega loðnir handleggirnir þaktir dökkum hárum héldu enn á tuskunni og glervökvanum. Hann lagði það frá sér þegar við komum inn í dýnu-deildina og sagði mér upp og ofan af springdýnum sem hann var með. Ég náði engri einbeitingu við það sem maðurinn sagði mér því ég var ekki bara hrifin af því að þessi útlendingur talaði nánast lýtalausa íslensku heldur vegna þess að hann hélt ekki að dýnur væri grænmeti! Hann vissi sitt lítið um það sem hann talaði um.

Þegar ég var komin á jörðina gat ég spurt hann út í dýnurnar betur og ég ákvað að kaupa (vonandi ágæta) springdýnu sem hann sýndi mér. Hann var snöggur að afgreiða miðann og vissi upp á hár hvað hann var að gera. Allar hreyfingar sýndu  að hann lagði sig í líma við að bæði þjóna viðskiptavininum og að vinna sína vinnu vel. Niðurstaðan mín var sú að það eru svo sannarlega til útlendingar sem vilja læra íslensku og vinna sína vinnu vel. En auðvitað er eitt og eitt fífl sem litar alla hina GetLost (sama á við um íslendinga að sjálfsögðu)

Ég dreif mig svo bara heim, hugsandi um ekki neitt annað en skammtinn minn sem ég ætlaði að gúffa í mig þegar heim kæmi Shocking


Allt er þegar þrennt er....

Ég vildi sárlega trúa því þegar við vorum að fara að gifta okkur að fall sé fararheill. Það var allt sem gekk á fyrir stóra daginn okkar. Nú hinsvegar vil ég trúa því að allt er þegar þrennt er.

Ekki það að ég sagði þetta líka við öllum áföllunum sem dundu yfir rétt fyrir brúðkaupið en þegar þetta "þrenna" var orðið fimm eða sex breytti ég því í fall er fararheill.

Síðastliðinn mánuður hefur verið ótrúlegur. Við höfum til dæmis lent í:

1) Fjárhagstjóni

2) Eignatjóni &

3) Heilsutjóni.

Þetta er orðið að þrennum "tjónum" svo nú vil ég setja punktinn þarna við og segja að þetta sé komið gott í bili. Það er samt ekki laust við það að maður leiti að einhverju öðru "tjóni" sem hugsanlega gæti komið fyrir til að maður sé þá bara þokkalega undirbúinn undir það FootinMouth

Er búin að vera óvinnufær síðan á mánudag og grátið af kvölum. Í gær þegar ég lagðist til hvílu ákvað ég það að dagurinn í dag yrði sá besti og nú væri þetta bara ALLT búið og ég myndi ekki finna neina verki í dag Grin

Þegar ég vaknaði í morgun, vaknaði ég með dúndrandi höfuðverk....en ekki svo slæm í öxlinni! Annað kom svo í ljós þegar ég fór á stjá að þetta er sko ekki búið og verkirnir fóru ekki í frí....eins og ég var búin að ráðgera en til að deyja ekki ráðalaus, ákvað ég að láta sem þeir væru ekki þarna og í vinnuna skundaði ég til að ná í verkefni og svo heim aftur að vinna.....ég ÆTLA að vinna í dag. Hund leið á þessu veseni öllu GetLost

Finn ekkert til....lofa! Sick


Sekúndur óskast, fundarlaunum heitið!

Það er ótrúlegt hvað maður verður "black out" þegar maður lendir í hremmingum. Ég hef verið að rifja upp þetta slys en það er sama hvað ég kafa, þá vantar einhverjar sekúndur sem ég man akkúrat ekki NEITT. Man skyndilega eftir einhverju "skrímsli" í baksýnisspeglinum. Þá var bíllinn kominn svo nálægt að ég sá angistarsvip farþegans en ökumaðurinn sá mig aldrei. (það útskýrir afhverju það voru engin bremsuför áður en hún keyrði á mig) Ég man eftir hljóðinu þegar járnaruslið brotnar saman og högginu,  En mig vantar algjörlega tímann frá því ég heyrði og fann höggið á bílnum þar til ég er að reyna að hífa mig upp í sætinu. Við seinna höggið hafði ég runnið undir beltið og undir stýrið og þurfti að hífa mig upp til að geta sest almennilega í sætið. Ég man því næst eftir að konan í fremri bílnum reif upp hurðina til að athuga ástandið á mér (sem var ekki gott því ég var í gjörsamlegu áfalli) Hún reyndi að hughreysta mig og hljóp svo að bílnum fyrir aftan til að taka púlsinn á þeim farþegum. Þessi tími er allur í rugli og sama hvað ég reyni að púsla þessu, þá næ ég ekki nógu heildstæðu samhengi. Kannski kemur það með tímanum en mér finnst það samt enn mjög vont að reyna að rifja þetta upp.......sálarlega séð. Blush

Það er ekki vegna þess að ég lenti í þessu óhappi, heldur er það vegna þess að ég er svo undirlögð af kvölum að eitt og eitt tár þröngvar sér fram þegar þess er síst óskað. Mér er flökurt mörgum sinnum á dag og með svima og dúndrandi höfuðverk sem er kominn í það að vera með stöðuga "ýlu" í höfðinu. Verkjalyfin duga fremur skammt en eru skárri en ekkert. Sick

Ég þurfti að læra það með "the hard way" afhverju mér verður svona flökurt. Ég fór "sæmileg" út í búð að redda mjólk og nauðsynjum og þegar ég var að setja upp á færibandið þurfti ég að beygja mig ofan í körfuna og taka þessa "þungu" hluti upp og setja á færibandið þá byrjaði ógleðin enn einu sinni að gera vart við sig og þá áttað ég mig á því að ógleðin kemur þegar ég er komin yfir sársaukaþröskuldinn og þá tekur líkaminn við og þá verður mér flökurt. Auðvitað er það ekki í boði að hætta við í miðju kafi, það eina sem ég gat/get gert er að hóta tárunum lögsókn ef þau svo mikið sem VOGA sér að láta sjá sig! GetLost

Ég fór annars á fundinn á Grand Hótel í gær. Mjög góður fundur og ég var ofsalega ánægð að við Stefán fórum en þegar ég var komin á staðinn var flökurleikinn í hámarki. Fékk mér kók að drekka og lagaðist þegar ég settist niður. Undir lokin á fundinum var ég orðin viðþolslaus af verkjum og fann að ég var um það bil að fá ógleðina aftur svo ég var voða fegin þegar fundinum lauk, dreif mig út og ók eins hratt og ég mátti (samkvæmt lögum) heim og gúffaði í mig verkjalyfjum sem höfðu ekki áhrif nema í klukku stund eða svo Frown

Annars fór ég með Yarisinn minn í tjónaskoðun í gær. Þeir gerðu hann sæmilega ökuhæfan, rifu undan honum þau stykki sem voru brotin eða illa löskuð. Náðu að laga hlerann svo ég gæti lokað honum, réttu stuðarann svo hann liti betur út og náðu að festa hann aftur (bæði fram og aftur stuðarann) Hann kíkti undir bílinn og opnaði svo skottlokið og kíkti undir plötuna þar og hristi svo hausinn og sagði: "úff, þú hefur aldeilis fengið flengingu". Ó já, það fór sko EKKI framhjá mér heldur GetLost Svo nú er Yaran mín orðin "fjarska falleg" Tounge og kemur í ljós á þriðjudaginn hvort hún er grindarskökk eða hvort það hafi sloppið og hvort tryggingarnar borgi bílinn út eða hvort það borgi sig að gera við þetta. Ég persónulega hefði bara vilja fá hann greiddan út og málið er dautt. Shocking

Ég var ákveðin í því í gærkvöldi að grafa holu og fara ofan í hana og koma ekki aftur upp fyrr en allt væri yfirstaðið! Ég þoli ekki einn dag í viðbót með svo miklum verkjum að mig bæði svimar og er óglatt í senn.......

Góðir hálsar.....ekki oft sem ég öfunda aðra, hef haft það að reglu að samgleðjast með öðrum frekar en að öfunda.....en nú ætla ég að leyfa mér að öfunda ALLA þá sem hafa og eru góðir hálsar Frown


2 hálsliðir laskaðir

Ég gafst upp í gær um hádegisbil. Þá höfðu verkjalyfin ekki nægilegan árangur borið og verkurinn í öxlina og höndina var orðið óbærilegt. Upp á slysó skundaði ég með það hugarfar að ég væri með móðursýki. Ég beið á biðstofunni í ca 2 tíma áður en mér var hleypt inn. Loksins er mér vísað í herbergi og bíð ég þar í nokkrar mínútur eftir lækni.

Kona kemur inn og spyr mig um áverkana og ég lýsi þeim þannig:"Lenti í 3 bíla árekstri þar sem ég var í miðjunni. 5-7mínútum eftir áreksturinn fékk ég gríðarlegan höfuðverk eins og höfuðið væri að springa og svo 2-3 tímum eftir slysið fann ég fyrir í öxlinni og svo er staðbundinn verkur á milli herðablaða. Svo er verkurinn í öxlinni farinn að leiða fram í höndina svo nú er hún öll dofin og mig vantar mátt í hana."

Læknirinn stóð upp, þreifaði á hálsinum og ýtti á 2 liði í hálsinum og þeir voru sárir svo hún sagði mér að hinkra og kallaði á hjúkku og bað hana um að setja kraga á mig, hugsanlega laskaðir hálsliðir og ég eigi að fara í C? (man ekki hvaða stafur kemur CP, CV...mátt bara velja). Hún bað mig um að bíða eftir að vera fylgt í segulómunina.

Aftur upphófst bið! Heil umferðamiðstöð hafði farið framhjá mér á meðan ég beið eins og kálfur í strekkingaról. Gat mig ekki hreyft. Loks kom að mér að fara í röntgen en þegar ég er komin þá sé ég að þetta er ekki þessi hefðbundna röntgen vél heldur er ég látin liggja á bekk og mér keyrt inn í gríðarlega maskínu og þurfti ég að liggja 100% kyrr.

Myndirnar eru skoðaðar og læknirinn kemur til mín með þær gleðifréttir að það er ekki sprunga eða bráka á þessum hálsliðum heldur eru þeir illa marðir og ég illa tognuð í hálsi. Dagurinn í dag væri bara hátíð miðað við það sem bíður mín næstu tvo dagana! W00t Ég gæti þurft á kraga að halda en hún vildi leyfa mér að ráða ferðinni sjálf þar. Hún sagði að ég yrði að vera samviskusöm og taka lyfin sem hún ætlaði að skrifa upp á fyrir mig því það væri partur af ferlinu ef ég ætlaði mér að koma þokkalega undan þessu öllu. Auðvitað er þetta jákvætt að hafa ekki laskast meira en þetta en nóg er það samt.....en það besta í þessu öllu saman....semsagt ljósi punkturinn er það að ég má ekki lyfta neinu, ekki ryksuga, skúra, hengja upp þvott eða NEITT....það var ljósasti punkturinn í þessu öllu Tounge Hún lætur mig hafa bækling um hálsáverka og hún fór yfir þetta með mér og þar stendur með einkenni:

"Fyrstu einkenni koma nokkrum klukkustundum eftir áverkann. Þau eru vaxandi verkir og stirðleiki í hálsi. Verkurinn leiðir oft út í herðar, axlir jafnvel handleggi, ýmist hægra eða vinstra megin. Verkur kemur oft á milli herðablaða. Þessu fylgir oft höfuðverkur og svimi. Einkenni geta verið lítil í byrjun, en svo versnað fyrstu dagana eftir slysið"

Ég semsagt fékk ÖLL einkennin. Hún bað mig um að taka því rólega næstu 2-3 vikurnar. Ég spurði í gamni hvort ég mætti ekki fara á æfingu...er að æfa blak...og á að keppa næstu helgi... Aumingja konan fórnaði höndum og sagði hátt og skýrt: "NEIH....ALLS EKKI"

Mér fannst þetta samt ekki fyndið....var farin að hlakka til helgarinnar og keppninnar Angry ég ætla í mál....við EINHVERN.... Devil...segi svona....það var víst enginn sem lofaði manni fullkomnu lífi Woundering

Ef ég er ekki orðin skárri eftir 2-3 vikur á ég að koma aftur og þá verður litið á þetta aftur og gerðar frekari rannsóknir.

Eftir 6 klukkustunda bið og rannsóknir, var dýrinu sleppt út....laus bæði úr kraganum sem hélt að myndi drepa mig á undan smávægilegum verkjum í hálsi og prísundinni á slysó....úff...þetta er ekki fyrir heilbrigðan mann að bíða þarna! Undecided

Líðan í dag er þannig að ég get ekki lyft höndunum upp fyrir axlar hæð, höfuðverkurinn er enn sár, svimar og stirð í hálsinum. Þarf að skundast með bílinn í tjónaskoðun samt....Frown Þetta er bara spurning um að hitta á miðju akreinina Tounge (maður á ekki að gera grín að þessu...en maður endar á geðdeild ef maður gerir það ekki)

Takk fyrir góðir hálsar..... Tounge


tekin bæði framan og aftan

Það á ekki af manni að ganga þessa dagana, vikurnar eða bara mánuðina. Það er ekki eitt heldur ALLT Frown

Þegar ég vaknaði í morgun leið mér eins og ég hefði klárað heila Koníaksflösku All by my self! Hefði betur gert það til að skýra hvað mér leið illa. Ekki það að ég hef ekki bragðað áfengi síðan....tja... jú, í brúðkaupinu mínu Grin. Anyway....á fætur fór ég þó svo að allt annað sagði að ég ætti ekki að vera að hafa fyrir því. Dreif mig í íþróttafötin því ég ætlaði að byrja á því að skella mér í ræktina áður en ég færi í vinnu.

Kom krökkunum fyrir í skóla og leikskóla og þurfti svo að skutla Viktoríu í Flensborg nema hún þurfti að byrja í íþróttum í íþróttahúsinu við Strandgötu. Aldrei þessu vant var sól en hífandi rok, sólin liggur lágt niðri svo maður þarf að fara varlega.

Eftir að hafa kvatt hana lá leið mín upp Lækjargötuna til að komast upp á Keflavíkurveg svo ég gæti haldið áfram inn í Kópavog. Þegar ég er komin að "strumpablokkunum" þar sem G2 er og Guðrún gullsmiður og fleiri, sá ég að það var einhver hindrun. Bílar stoppa í umvörpum og þegar nær dró sá ég að það hafði orðið árekstur svo ég sýndi því ákaflega mikla þolinmæði þar sem maður komst ekkert frammúr fyrir bílaumferð á móti. Fyrir framan mig var svartur Golf (splunku nýr Tounge) og stoppaði ég 5-6 metrum fyrir aftan hann (stoppaði það langt frá að ég sá vel undir hann). Við erum stopp þarna í smá tíma og ég sýni þessu bara biðlund með sólina beint í augun. Fannst sólin orðin dálítið pirrandi í augun svo ég lagaði sólskyggnið aðeins betur, stóð á bremsunni og var um það bil að taka úr gír þegar ég lít í spegilinn og sé þar stóran Hunday bíl koma á ógnar hraða. Á þeim tímapunkti fór margt af stað í kollinum. Ég hugsaði með mér hverslags bjáni þetta væri sem kæmi á svona mikilli ferð og ætlaði bara að stinga sér frammúr eins og ekkert sé með alla umferðina á móti GetLost Allt í einu fatta ég að þessi manneskja er ekkert að fara frammúr.....hún stefndi beint aftan á MIG W00t. Sjálfkrafa herti ég fótinn á bremsunni og fórnaði höndum þegar ég gat ekkert gert lengur. Bíllinn skall með gríðarlegum þunga aftan á mig svo bremsurnar á Yaris höfðu lítið að segja og ég endasendist alla þessa 5-6 metra fram og aftan á þennan splunku nýja Golf sem endasendist sjálfur einhverja metra áfram. Höggið var það mikið og brak hljóðið í bílnum var agalegt. Þegar bílinn minn hafði stöðvast, áttaði ég mig á Því að ég var enn á bremsunni og stóð fast. Ég fann að ég fékk högg á bakið og hálsinn því ég fann fyrir seyðing í hálsinum sem leiddi beint upp í höfuð og á örskammri stundu byrjaði höfuðið að túttna út af höfuðverk.

Ég sat sem lömuð í bílnum og gjörsamlega brotnaði niður. Það var svo mikil ringulreið og óöryggi að ég gat ekki áttað mig á því hvað ég átti að gera næst. Hurðin var rifin upp á bílnum og inn kom konan sem ég endasendist á og hún greip utan um mig og spurði hvort ekki væri allt í lagi. Jú, það var allt í lagi með mig...mér meira brá en hitt. Ég hef aldrei lent í árekstri áður svo ég vissi ekki hvernig þetta var. Hún huggar mig og segir að þetta sé allt saman í lagi. Þetta séu bíldruslur sem má skipta út, meira atriði væri að ganga úr skugga um að væri í lagi með ökumenn og farþega. (Gáfuð kona þar Smile)

Ég sat nötrandi ennþá í sætinu, fálmaði eftir töskunni minni en komst að því að hún var horfin! Eftir leit fann ég hana afturí á bakvið bílstjórasætið. Sá að stóllinn hennar Sunnu var kominn nánast frammí en ég spáði ekki mikið í því á þeim tímapunkti. Skjálfandi hringdi ég í Stefán og hann sagðist ætla að koma strax. Mér létti mikið við það þar sem mér fannst ég vera ein í heiminum þarna. Vissi ekki hvort bíllinn minn væri í ökuhæfu ástandi eða ekki. Ég ákvað að fara út og kíkja á aðstæður og þá sá ég ástæðuna fyrir því að bílarnir voru stopp. Það hafði verið árekstur líka, aftanákeyrsla nema að þar voru bremsuförin "örlítið" lengri en fyrir aftan mig. Fólkið í þeim bílum var komið út og einhverjir sátu í vegakantinum hágrátandi. Fyrr en varði var lögreglan komin. Þeir litu á alla bílana sem voru allir í klessu á ca 50-70 metra kafla en enginn bíll kom við annan (það höfðu allir endasenst eitthvað út í buskann) spurðu svo forviða: "vá, lentu ALLIR þessir bílar í þessum árekstri?!" W00t Það var leiðrétt...hér erum við að ræða um TVO árekstra en 5 bíla. Í þeim fyrri var aftanákeyrsla en í þeim síðari voru 2 bílar stopp en sá þriðji kemur og klessukeyrir hina tvo bílana. Ekki var laust við að lögreglunni létti Police Hún ætlaði að gera tjónaskýrslu á þetta en hætti við þegar hún sá umfangið og gerði lögregluskýrslu.

Stelpan sem keyrði aftan á mig átti ofsalega erfitt. Ég var löngu hætt að vorkenna mér en fór þess í stað að vorkenna henni. Hún hágrét allan tímann yfir því hvað hún væri búin að gera. Hennar bíll fór kannski einna verst út úr þessu þó svo að minn sé krambúleraður allan hringinn, þá er það smávægilegt miðað við hvernig hennar fór. Samt er ég ótrúlega hissa á Því hvað Yarisinn hélt sinni stuttu lengd miðað við aðstæður Tounge (enda ekki hægt að þjappa honum mikið saman, hann er svo stutturKissing)

Stefán kemur þegar ég er búin í yfirheyrslu hjá lögreglunni. Löggan bað mig um að fara til læknis og láta gera skýrslu á mig. Ég hundsaði það og sagði að ég væri alveg í lagi....hélt ég....fyrir utan höfuðverkinn sem jókst með hverri mínútunni. Ég fékk Stefán og lögregluna til að kippa stuðaranum frá dekkjunum svo ég kæmist áfram minna leiða. Þeir unnu ötullega að því svo ég gæti farið. Stefán aðgætti vel hvort hjólabúnaðurinn hafi skemmst og hvort það væri öruggt að fara á bílnum. Eftir smá tékk komst hann að því að ég gæti farið. Hann spurði mig aftur hvort ég vildi ekki bara renna strax til læknis en ég fussaði við því. Það hefði verið mér til happs hvað ég sá bílinn seint í speglinum.... kannski happ....hver veit....

Ég kvaddi og ákvað að fara bara í vinnuna, gaf ræktina upp á bátinn í augnablikinu. Fór í vinnuna (sem var ekki ýkja langt frá slysstað) en allan tíman vefengdi ég allar aðgerðir annarra í umferðinni, varð semsagt 100% paranoja Pouty.

Komst þangað klakklaust en þegar ég fór að slaka á, fann ég að ég var kannski ekki alveg heil! Bakið og hálsinn eru mjög stífir partar og mig verkjar út í hægri höndina....hmm.... spurning um að gefa sig og láta gera skýrslu EF þetta dregur einhverja dilka á eftir sér Undecided


letilíf

Nú eru allir staðnir upp úr þessu flensu ógeði. Maður er samt hálf slappur eitthvað ennþá en ætla að drattast í blakið í kvöld.

Maður hefur í orðsins fyllstu merkingu legið upp í rúmi og horft á DVD.


Gullfoss og Geysir, vinsælt þessa dagana

Í hádeginu í gær gerðist ég úber holl og fór og reddaði mér hádegisverði. Hafði fengið mér heilsudrykk eftir ræktina svo maður mátti ekki skemma þá hollustu fyrir þann daginn.

Hádegisverðurinn samanstóð af 1/2 poka af klettasalatblöndu frá Holt & Gott, 5 konfekttómatar skornir í tvennt, 1/4 af gúrku skorin í bita og 1/2 kotasæludós (lítil). Þetta var herramannsmatur og með þessu drakk ég 1/2 L af Egils kristal.

ca klst síðar fann ég fyrir ónot í maganum sem ég hundsaði, var að sjálfsögðu enn í vinnunni en klst eftir það þá gat ég ekki meir og eftir það urðum við Gústavsberg ótrúlega náin! Það fór allt sem hægt var að fara með "gullfoss aðferðinni" Pinch

Það var ekki beinlínis í boði að hætta þar sem ég þurfti að sækja litla skottið í leikskólann og fara með hana í íþróttaskólann svo maður varð bara að halda höfði og halda áfram. Stefán hringir svo í mig með þær "gleðifréttir" að hann er að vinna frameftir svo hann er ekki væntanlegur strax Crying Þá var EKKERT annað að gera en að halda áfram að halda höfði. Í íþróttaskólann strunsum við mæðgur og mér til mikillar ánægju (á svona degi) bættist ein vinkonan með í hópinn.

Eftir íþróttaskólann fórum við svo bara heim og þá var það höfuðverkurinn að gefa börnunum að borða, ég bað Dísina mína um að gefa þeim bara núðlur...ég bara YRÐI að skjótast á wc og í það skiptið gat ég engan veginn ákveðið mig hvort það var Gullfoss eða Geysir....eða bara bæði Sick

kl 20 hringir svo frænka mín og boðar komu sína með fleiri myndir úr brúðkaupinu. Enn varð ég að halda höfði og beit á jaxlinn. Hún kemur svo með kærastann sinn með og við dælum myndum á tölvuna og skoðum. Ég var sannfærð um að ég væri orðin græn í framan en ákvað að harka það af mér.

Stefán kemur heim kl 20:30 og við setjumst öll fyrir framan sjónvarpið og glápum á Útsvar. Þau fara svo eftir það og ég bað Stefán um að afsaka en ég væri komin með bullandi hita og YRÐI að fara í rúmið. Með það sama skreið ég upp í rúm, hríðskjálfandi úr kulda og iðrin að fara með mig.

Eins og svo oft þegar maður verður svona veikur þá getur maður ekki sofið. Ég endaði fram í stofu að glápa á imbann kl 2 um nóttina en þá var bara búið að vera umferð hjá öllu heimilisfólki á klósettið! kl 6 skríð ég aftur í rúmið en þá var búið að hertaka rúmið mitt....litla dýrið sá alfarið um það svo ég setti upp "hörkugrímuna" og bar hana í sitt rúm svo ég gæti lagt mig. Ekki leið á löngu þar til fleira af heimilisfólkinu var farið að fara tíðar ferðir á wc, nú var það Dísin sem var farin að vera með Geysis takta Sick, allt upp. Stefán sagði svo að hann er heldur ekki góður í maganum en hann ætlar sko að sporna við því með því að skjótast í ræktina. Já takk fyrir það. kl 9:30 var hann farinn út og eftir sit ég með beinverki dauðans, ömurlega iðraverki og hund pirruð í öllum skrokknum Angry get ekki legið, setið eða neitt....en svona er að vera ég....svo erfitt! Whistling


Legolandsferðin

Legoland

Umfjöllun um ferðina kemur í Ísland í dag í kvöld og strax á eftir verður viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur Félags- og tryggingamálaráðherra þar sem réttindi fjölskyldna langveikra barna verða til umfjöllunar

Fylgist með Wink

 

Fræðslukvöld SKB verður á Grand Hótel í Reykjavík þriðjudaginn 25. september kl. 18:00.  Nánar á heimasíðu SKB www.skb.is  VIÐBURÐURINN ER ÖLLUM OPINN 

...og eigum við að klappa?

Hvað varð um allan mismuninn  þegar gengið lækkaði svo um munaði? Þetta er ekkert annað en okur og ég er mjög svekkt yfir því hvað AO hefur dregið sig í hlé hvað varðar samkeppni. Það getur vel verið að þeir hafi náð að halda olíuverðinu eitthvað niðri....en ekki nóg GetLost


mbl.is Bensínverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband