. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Í apótekinu

Lyfjafræðingur var dag einn með elsta son sinn í versluninni, þegar síminn hringdi og hann þurfti nauðsynlega að bregða sér frá. Hann bað því strákinn að gæta verslunarinnar fyrir sig en bannaði honum að afgreiða lyfseðilskyld lyf.

“Ekki málið” sagði stráksi fullur sjálftrausts og ætlaði sko að sýna þeim gamla hvað hann væri flottur “dealer”.

Eftir skamma stund kemur lyfsalinn aftur og spyr strákinn hvernig hafi gengið.

“Þetta var ekkert mál, það kom bara einn kall með alveg geðveikan hósta” sagði stráksi

“Nú! og hvað léstu hann fá?” spurði lyfsalinn.

“Ég lét hann hafa Laxerolíu” sagði stráksi hróðugur.

“Ertu alveg snarvitlaus drengur, hvernig heldur þú að laxerolía geti læknað HÓSTA!?” sagði lyfsalinn titrandi röddu.

“Nú, þú getur séð það sjálfur, hann stendur þarna úti og styður sig við ljósastaurinn og þorir ekki fyrir sitt litla líf að hósta”. 


út um hvippinn og hvappinn

Börnin mín hafa verið á faraldsfæti undanfarið. Síðustu helgi fór Viktoría með vinkonum sínum til Aureyrar á Söngvakeppni framhaldsskólanna. Á meðan lánaði ég Ólöfu frænku herbergið hennar sem var bara gaman. Viktoría kemur heim seint á sunnudagskvöldinu aftur en þá var Sandra Dís að pakka niður fyrir Danmerkurferð. Ég skutlaði henni svo rétt fyrir 4 aðfaranótt mánudags á BSÍ þar sem hún hitti hópinn sinn svo það var ekkert annað að gera en að bjóða Ólöfu herbergið hennar Söndru Dísar á meðan hún væri úti. Hún þáði það þar sem hún er eiginlega heimilislaus í augnablikinu.

Nú kemur Dísin mín fagra heim í kvöld og hef ég grun um að taskan hennar komi dálítið fleirið kílóum þyngri heim aftur en hún fór út með!! Allavega miðað við peninginn sem hún er búin að eyða þarna úti. Woundering

Mestu máli skiptir að hún njóti samvistanna með þessum krökkum sem hún fór út með og þyki gaman. Allir krakkarnir hafa eitthvað sameiginlegt og er þetta yndislegur hópur, svo laus við stæla eða mikilmennsku eins og svo oft einkennir hjá mörgum íþróttahópum sem fara svona saman.

Ligg enn bakk í rúminu....alveg ferlegir dagar. Svaf eitthvað lítið framan af nóttu. Áttaði mig svo á því um kl 3 í nótt afhverju það var. Einfaldlega vegna þess að ég átti svo erfitt með að draga andann. Svo sárt. Svo ég fór frammúr til að taka steralyfin en þau virka ekki fyrr en eftir ca klukku tíma svo það var bara tekin net-rúntur til hálf fimm en þá fann ég að ég gat farið að slaka á aftur. Guggnaði á vinnu í dag....ég veit...tómur aumingjaskapur!!!

Hnerraksötin hafa verið svo svakaleg að mér líður eins og ég sé búin að brjóta slatta af bringubeinum. Ef það kemur smá hósti, sé ég stjörnur af sársauka. Ég mæli ekki með þessu....langur vegur frá því.

Ætla að góna á einnverja bíómynd sem ég fékk "lánaða" á Torrent. Ninja

Farið varlega gott fólk.


Aumingjaskapur á háu stigi

Það er svo einkennilegt hvað við mömmurnar þurfum að standa okkar pligt, sama hvað á gengur. Þessi launamunur kynjanna er í raun skiljanlegur ennþá....þannig. Ef mennirnir eru beðnir um að sinna yfirvinnu er það í flestum tilfellum sjálfsagt. Þeir þurfa ekki að redda pössun fyrir börnin, ekki að sækja í leikskólann, ekki að skutla í íþróttir, ekki að fara með þau í læknaheimsóknir svo dæmi séu tekin. En ef við mömmurnar erum beðnar um að vinna einhverja vinnu umfram umsamdan tíma, þá hefst leitin að barnfóstrunni, athuga í dagatalið hvort það var eitthvað eftir leikskólann/skólann, hvort það stangist á við íþróttatíma barnanna og svo framvegis. Þetta er einfaldlega í okkar höndum (hjá vel flestum).

Nú er það þannig að ég byrjaði að fá einhverskonar astma í síðustu viku. Hef semsagt verið eins og panflauta í viku eða svo. Oft voru köstin svo mikil að mig var farið að svima, náði ekki andanum og fannst eins og ég væri að drukkna! Ég hafði ekki sérlega mikinn áhuga á að fara til læknis svo ég fór þess í stað í lyfjaskápinn heima og dró fram astmalyf barnanna og notaði þau í ca tvöföldu magni miðað við hvað ég gef þeim. Í fyrstu sló sterapústið ekkert á mig og mér fannst ég standa á brauðfótum sökum súrefnisskorts. Eftir um það bil klukkustund var það farið að virka og sú virkni dugði í 12 tíma en þá var ég farin aftur í sömu horfurnar. Þar sem sterapústið virkaði ákvað ég að láta það duga og passaði vel upp á það að taka það inn tvisvar á sólarhring. Aldrei hef ég verið með astma af þessu tagi og kemur þetta ansi spánskt fyrir sjónir.

Nú er svo komið að ofan í þetta heltist yfir mig kvef af svo miklum þunga að augun bólgna upp, lekur úr öllum götum höfuðsins, höfuðið virðist ætla að springa undan álagi, ennið þrútið sökum hors...eða einhverju álíka sem þrýstir út í eyru svo nú heyri ég ekkert annað en suð í kollinum.

Sökum tóms aumingjaskapar ákvað ég að fara ekki í vinnu í morgun. Svaf illa í nótt sökum stíflu, bólgu og þyngsla við öndun. með móral dauðans hringdi ég í vinnuveitandann og sagði honum að ég kæmi ekki í vinnu. Var með annan móral...en það er skólinn...hann er víst í kvöld....og það var öllu verra að missa úr honum.

Ég ákvað að keyra Viktoríu í skólann og Sunnu í leikskólann og komu Hugo Boss sólgleraugun hans Stefáns sér vel í morgun í birtunni sem ég þoldi ansi illa. þegar ég var búin að skutla þeim skreið ég aftur upp í rúm með fartölvuna mína og ákvað að láta einhverja mynd rúlla í gegnum hana en ég treysti mér heldur ekki að sitja í stofunni að horfa á imbann þrátt fyrir frítt áhorf á Stöð 2 þessa dagana (en ég er ekki með sjónvarp inni í hjónaherbergi)

Þegar klukkan sló 4 var kominn tími til að sækja örverpið í leikskólann. Kláraði hnerrakast og drattaðist af stað og aftur varð ég að setja upp sólgleraugun hans Stefáns því ekki gengur upp að keyra með lokuð augun!! Þegar ég sótti litla dýrið mitt hófust samningaviðræður...hún vildi fara í heimsókn til vinkonu sinnar en það hefði kostað það að ég þyrfti að sækja hana þangað kl 6 og ég treysti mér ekki til þess svo hún grenjaði krókódílatárum á meðan ég grenjaði ofbirtuna sem ég fékk í augun við að taka af mér sólgleraugun.

Þrátt fyrir heilsuleysi varð ég að standa mína vakt og sækja/senda börnin í dag. Ef maðurinn hefði verið heima....þá hefði hann ekki farið fram úr rúminu, beðið eftir morgunmat í rúmið, hringt eftir vatnsglasi og átt alveg svakalega bágt....en þannig er með okkur súper mömmurnar...við erum ekkert að kvarta...þetta er jú okkar deild og verðum við að sætta okkur við það. Ef við myndum hringja í eiginmennina til að redda einhverju, til dæmis að fara fyrr úr vinnunni til að sækja/senda börnin, yrði þeim svo brugðið að þeir tækju heljarstökk afturábak, hliðarstökk og handahlaup og myndu sennilega hringja í sjúkrabíl strax!! Við erum jú "Super mom" Shocking

Var ekki einhverntíma gefin út bók fyrir konur í kringum 1950 um hvernig konan skal taka á móti manni sínum úr vinnu og hvernig hann á að koma að heimilinu sínu upp á hvern einasta dag og að konan mátti alls ekki þreyta manninn sinn með barmi og gæta þess að börnin hangi ekki of mikið utan í þreyttum föðurnum!!!

Það eru enn leifar af þessu í dag....en það eru bara ekki allir sem viðurkenna það.

Hafði það gott fallega fólk...farin að bleyta aðeins meira upp í salernisrúllunni...sem er minn besti vinur í dag!!


Totally...totally singstar

ég var sko ekki að grínast....

sætar systur í singstar.LoL

systur-singstar


Totally Singstar!

Við Stefán ákváðum að bjóða Ólöfu frænku og mömmu í mat í gærkvöldi. Ólöf kom með þá hugmynd að allir færu í sing-star og það ættu ALLIR að taka þátt. Ég sagði mömmu það ekki fyrr en hún var mætt á svæðið hvað ætti að gera um kvöldið eftir matinn. Tounge

Ég hef ekki farið í Singstar síðan ég og vinkona mín úr HR fórum í þetta þegar við vorum að læra undir próf. Markið okkar var að læra í x marga tíma og svo standa upp til að syngja nokkur lög og fara svo að læra. Það var mjög gaman þá en það var í fyrsta skiptið sem ég kom nálægt þessu Singstar dóti.Ég hringdi í Viktoríu sem er á Akureyri á söngvakeppni framhaldsskólanna og bað um leyfi fyrir Singstari-inu. Svo var náð í dótið og skellt í 42" sjónvarpið með Surround hljóðkerfinu, hækkað duglega og svo áttu alltaf 2 og 2 að keppa. Það kom í hlut Sunnu að vera með Söndru Dís (taldi þær vera á sama leveli) Stefán og mamma voru saman og svo var það ég og Ólöf saman. Ólöf talaði alltaf um það að hún væri nokkuð góð svo ég vissi það að ég fengi verðugan andstæðing.Fljótlega gafst Stefán minn upp á þessari bölvuðu vitleysu sem þetta var, sagðist ekki fara í þetta fyrr en Álftagerðisbræður væru komnir á Singstar disk! Shocking, mamma skemmti sér konunglega yfir þessu þó svo að hún fengi ekki mjög hátt skor. Sandra Dís og Sunna skemmtu sér ekki síður og kom það á óvart hvað Dísin var góð að halda laginu á skjánum svo það varð að aðstoða Sunnu svo hún fengi ekki tóma amatöra einkunnir! Ég og Ólöf ákváðum að taka nokkur lög saman og munaði í flestum tilfellum örfáum stigum á okkur og skiptumst við á að taka forystuna.Um miðnætti þurfti nú að fara að huga að því að setja aðal partýljónið (Sunnu) í háttinn. Henni fannst það síður en svo réttlátt. Skömmu eftir það var Dísin rekin í rúmið, mamma ákvað að fara heim, Stefán var byrjaður að hrjóta í sófanum svo eftir urðu við Ólöf einar...í Singstar....!!!Eftir að hafa skemmt okkur konunglega til að verða 2 ákváðum við að fara að sofa....enda orðnar hásar eftir allan þennan söng.Stefán minn þurfti í vinnu um morguninn en ég fékk að sofa örlítið lengur og nýtti mér það til hins ýtrasta. klukkan 10 kom litla villidýrið inn til mín, hundleið á að bíða og vildi að ég kæmi fram í Singstar með sér....aftur...! Ég drattaðist fram með henni og kveikti á græjunni fyrir hana. Svo sá hún að ég ynni alltaf svo hún var farin að stunda það að syngja ca 1/3 af laginu og skipti svo um míkrafón við mig. Svo þegar lagið var búið, stóð alltaf að Sunna hafi unnið og var hún svo rosalega glöð yfir þessu að eftir þetta fékk enginn frið með míkrafóninn. Það er spurning um að fela tölvuna fljótlega...áður en maður fær gubbuna Sick
Singstar
 

Aldurinn og afstæði hans

Ég var að lesa mjög skemmtilegan pistil hjá einni bloggvinkonu um aldurinn, vorið, nágranna svo eitthvað sé nefnt. Hún minnist þess í pistlinum sínum að hún hlusti á Rás 1 til að skapa sér stemmingu sem er frábært. Öll höfum við jú okkar bakgrunn og eitthvað sem minnir mann á gamla daga.

Ég fór að rifja upp eftir þennan pistil um hvað dóttir mín elsta er alltaf að minna mig á það hvað ég er orðin gömul. Ég þver tek fyrir það því ég man ekki eftir einhverjum skilum á milli stelpunnar sem ég er og það að vera orðin kelling...eða hvað þá gömul!

Smá dæmisaga er sú að þegar ég var yngri þá hlustaði ég alltaf á FM 957 í útvarpinu. Þegar ég var að alast upp sem krakki var Rás 2 aðal stöðin því ekki gat maður farið að hlusta á Rás 1 eins og amma og afi. Maður var rosalega feginn þegar ný útvarpsstöð kom í loftið og þá hiklaust stillti maður á hana. FM 957 var sko stöð stöðvanna á þeim tíma. Mamma hneykslaðist oftar en ekki á þessu andsk#$% gargi í útvarpinu og þá fannst mér hún vera bara gömul kelling sem ekki kynni að meta góða tónlist!

Einhvern daginn tjúnaði ég útvarpið úr FM 957 yfir á Bylgjuna. Það var gott og gilt og hef ég hlustað mikið á Bylgjuna. Í vinnunni hinsvegar er alltaf stillt á Rás 2 og finnst mér það ágætis tilbreyting líka.

Eitt skiptið í bílnum með minni yndislegu 16 ára dóttur var ég með útvarpið á Bylgjunni og daman ákveður það upp á sitt einsdæmi að skipta yfir á FM 957. Mér fannst þetta óttalegt garg á þessari ágætu stöð því ég var jú búin að "trappa mig niður" á Bylgjuna. Ég minnist á það við hana að mér finnist þetta aðeins of mikið garg í mín eyru og vilji fá að hlusta á Bylgjuna aftur og ef hún verði ekki góð, þá stilli ég bara á LÉTT BYLGJUNA!!

Daman snýr sér þá að mér og segir: "Dísess mamma hvað þú ert orðin GÖMUL"

Það þarf ekki að spyrja en ég stillti á FM 957 og þannig hefur það verið síðan.


Sagan af ebay flippi!

Ólöf frænka mín var heima eitt kvöldið (eins og svo oft áður) og vorum við að ræða innkaup á netinu. Hún sagði mér það að hún hafi verið að versla sér á ebay og fundist þetta ótrúlega sniðugt. Þar mætti finna ótrúlegustu hluti, allt frá notuðum nærfötum upp í flottustu Rolex úrin. Þetta fannst mér bráðsnjallt og settumst við niður með fartölvuna til að skoða.

Ólöf "loggar" sig inn á ebay.com og sýnir mér hvað hún var að versla og hvað hana langi í. Þar sýnir hún mér rosalega flottan hring sem hana langi rosalega í en á kannski ekki efni á honum bara si svona. Mér fannst hringurinn geggjaður og segi við hana: "hey...haltu áfram...ýttu á bláa takkann...leyfðu mér að skoða hringinn betur". Hún ýtir á "bláa" takkann til að skoða betur en þá stóð "your bid has confirmed" W00t Damn...nú voru góð ráð dýr...hún semsagt keypti hringinn sem hún hafði ekki endilega efni á...eða ætlaði sér kannski ekki að kaupa!!!

Við vorum eins og litlir óþekktar ormar og sprungum úr hlátri yfir þessu nema að hún fór að sýna mér fleiri hringi sem voru áþekka og sá ég einn sem gjörsamlega heillaði mig. Ég í orðsins fyllstu merkingu slefaði yfir þessu og vildi endilega skoða hvað hann var mörg karöt og sá að hann var 1.67 karata demantshringur (getið ímyndað ykkur stærðina) og svo 18kt hvítagull....við fengum vægast sagt stjörnur í augun. Í dáleiðslu yfir myndunum ætluðum við að fara til baka nema Ólöf ýtti á "áfram" að minni ósk og þar stóð aftur "YOUR BID HAS CONFIRMED" W00tW00t Oh my god var það eina sem kom upp í minn huga.....

Þegar maður les ekki "smáa" letrið á hnöppunum.....þá boðar það aldrei gott. Jæja, skaðinn var skeður og ég sagði við hana að ég myndi borga henni þetta aftur.

Nú er svo komið að hringurinn er kominn til landsins...og hann er jafn flottur og myndirnar sýndu...þær lugu ekki neinu....en það var aðeins einn galli.....

Hann er svolítið lítill á mig!!!!!!!!!

Með öðrum orðum...hann er til sölu og passar fyrir nettar grannvaxnar konur/dömur Whistling

Ég ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli Kissing

hringur1
hringur2
hringur3

hmmm

There is something wrong with this picture!!

Finnið 5 villur!!!!

 

löggan

Fékk þessa mynd lánaða frá Ólafi Fannberg


The Clumsy Smurf

Ég tók eitthvað "strupmpa quiz" sem ég sá hjá Gunnari bloggvini...
held að þetta eigi bara ágætlega við mig....eða nei... held að þetta sé bara ég Shocking 
Clumsy_Smurf

í skólanum í skólanum er.....

Stundum tekur maður ákvarðanir sem maður áttar sig ekki á afhverju maður tók á annað borð.

Heilsan hefur verið að skríða til baka....hægt og rólega. Læknirinn sagði mér það að þar sem þetta er ekki gengið lengra til baka en þetta, þá er ekki mikil von um bata!!! Akkúrat það sem ég þurfti...eða ekki. Ég hef svosem tengt þetta líka við það að ef ég fæ "stórmennskubrjálæði" t.d. við flutninga á húsgögnum, meiri vinnu eða þ.h. þá verð ég verri og nú hefur álagið verið mikið undanfarið og þá hrundi stoðkerfið eins og það leggur sig um leið og ég ákvað að reyna að slaka á.

Nú til að bæta það þá var ég búin að skrá mig í grafíska hönnun í kvöldskóla og nú er hann byrjaður og auðvitað gat ég ekki bakkað með það svo nú er maður á kafi við að læra. Þetta nám er á sennilega fimmföldum hraða sem gerir það að verkum að ef ég sest ekki niður til að æfa mig eða prufa, þá gleymir maður þessu jafn hraðan!!!!!

Nú til að toppa þetta þá er gjörsamlega klikkað að gera í vinnunni svo ég hef þurft að vinna laugardaga og sunnudaga og helst frameftir á kvöldin svo með öðrum orðum....FRÁBÆRT

Vann til miðnættis eitt kvöld í síðustu viku og mér finnst ég enn vera þreytt!

Hjálpaði frænku minni fyrir vestan að gera eitt stk. fermingarboðskort, bíð spennt eftir niðurstöðu úr því. Fannst það koma mjög vel út miðað við ýmislegt. Ákvað að taka það í gegnum photoshop til að æfa fyrri lærdóm...og það heppnaðist bara mjög vel...held ég. Joyful Ég hef semsagt lært eitthvað í þessum tímum. Woundering

Fékk eitthvað ofnæmiskast í gær og er enn að súpa seyðið af því í dag....en eins og allt annað...þetta lagast.... Kissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 259662

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband