. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Hættu að gráta og vaska upp um leið, sérðu ekki að þetta er breytingaskeið?

Þetta er með mínum uppáhaldslögum í dag. Ferlega fyndinn textinn við þetta.

Annars finnst litla "unglingnum" mínum hún vera orðin svo ótrúlega stór að vera byrjuð í skóla að það hálfa væri meira en hellingur!!

Hún kom heim úr skólanum og ég fór að spyrja hana hvað hún hafi bardúsað í skólanum og þá kom svarið: "ekkert....við vorum bara að leika okkur....ég fékk EKKERT að reikna. Hvenær fáum við eiginlega að reikna?"

Svo lærði hún leikinn "Frúin í Hamborg" og tjáði mér það að hún væri orðin ÓTRÚLEGA góð í leiknum og vildi ENDILEGA "kenna" mér hann og sýna mér hvernig þetta er gert.

Í fyrstu lotu spurði hún mig hvað ég gerði við peningana en svo þegar ég varð aldrei úr fór henni að leiðast svo ég sagðist ætla að taka við og spyrja hana. Hún spenntist upp og var alveg til og ég byrjaði.

mamma: Hvað gerðir þú við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér?

Sunna: ég keypti mér hest.

mamma: vá...en gaman...var hann þá ekki svartur?

Sunna: (hneyksluð) NEI MAMMA...hann var brúnn...

Ég hló dátt að þessu og benti henni á mistökin. Hún þráaðist við og sagði þetta vera svona til að sýna mér hvernig þetta væri gert og bað mig um að spyrja sig aftur. Ég sættist á það.

mamma: Hvað gerðir þú við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér?

Sunna: Keypti mér hund

mamma: oooo...var hann ekki fallegur?

Sunna: (á innsoginu) JÚÚÚÚ

Enn hló ég dátt að mistökunum og þá sagðist hún ekki fíla þennan leik og vildi ekki vera með mér lengur í honum.

Við sættumst samt aftur en í leikinn vill hún ekki fara með mér. Hinsvegar fer hún í leikinn með vinkonu sinni og það er yndislegt að hlusta á þær leika sér....ég get endalaust hlegið að þeim. LoL


Myndir dagsins

Fyrsti dagurinn í vinnunni í dag eftir 6 vikna frí. Það liggur við að maður þurfi að fara í endurhæfingu til að geta byrjað að vinna aftur!! Annars fannst mér það góð tilfinning að fara í vinnuna aftur. Hlakka til að takast á við verkefnin....sem hlóðust aðeins upp á meðan prinsessan var í fríi. Halo

Litla Sunnuskottið mitt fór í fyrsta sinn í skólann í morgun. Mikill spenningur lá í loftinu en jafnframt pínu stress að koma öllum á réttum tíma í skólann. Viktorían átti að vera mætt 8:05 í Flensborg en Sunnan og Dísin 8:10 hér í skólanum. Það munaði samt minnstu að ég gleymdi að taka mynd af dömunni en fattaði það á síðasta snúning og vippaði liðinu út aftur til að taka myndir.

Fanney Lísa og Hólmfríður Sunna
Fanney Lísa og Hólmfríður Sunna

Í gær fór ég og mamma á pínu myndarúnt og tók nokkrar myndir. Fórum á hina ýmsu staði.

Straumur
Kópavogskirkja
Kópavogur
Kópavogur

Tívolí er lítt heilsubætandi

Á sunnudaginn fórum við í smá bíltúr. Stefnan var tekin á Holtagarða til að skoða nýju verslunarmiðstöðina. Þegar við nálguðumst Holtagarða var okkur starsýnt á Tívolíið sem þar var, ekki vegna þess að við réðum okkur ekki af kæti heldur vegna þess að ég hef reynt að sneiða framhjá þessu Tívolíi eins og heitan eldinn. Mitt mat er það að þetta er RÁN-dýrt og hafði akkúrat engan áhuga á því að eyða einhverjum tugum þúsunda í þessa vitleysu. Ódýrara væri að skella börnunum í næstu vél til Köben eða Svíþjóð og borga dagspassa inn á allt liðið!!

Eins og við var að búast, þá tók Sunna eftir þessu og linnti ekki látum yfir því að fá að fara í tívolí. Við sömdum um að hún fengi að fara í 2 tæki ef við fengjum frið til að skoða verslunarmiðstöðina. Það var samþykkt.

Við vorum ekkert að flýta okkur í gegn og vonuðumst alltaf eftir því að hún myndi gleyma þessu og við gætum sleppt tívolíinu...en svo var reyndar ekki.

Við fórum í gegnum tívolíið til að skoða hvað kostar marga miða í tækin, fullt af tækjum var stopp af einhverjum sökum svo ekki var valmöguleikinn feitur, leyfðum henni svo að velja tvö tæki, fórum og keyptum miða í þessi tvö tæki og kostað það BARA 2400kr!!!!!

Stefáni finnst þetta leiðinlegast í heimi svo það kom í hlut astmasjúklingsins að fara með dömunni í þessi tæki.

Ég rétti tívolí-gaurnum 6 miða (1200kr) fyrir okkur tvær og hlömmuðum okkur í einhverskonar kolkrabba sem fór þó ekki eitthvað upp í loftið og taldi þetta óskaplega saklaust. Ekki var fyrir mannmergðinni að fara svo við vorum bara 2 í tækinu þegar það fór í gang.

Þetta byrjaði að snúast og fór hraðar og hraðar og snérist hraðar og hraðar. Ég lít á glerbúrið þar sem gaurinn átti að vera en þar var enginn!! Þegar næsta tækifæri gafst, athugaði ég aftur glerbúrið og enginn var þar. Ég í örvæntingu minni fór að leita af kallinum í öllu snúningsævintýrinu og fann gaurinn í KAFFI!!!! ég er ekki að grínast. Gaurinn fór út búrinu, skildi tækið eftir í gangi og fór og fékk sér smók með öðrum starfsmanni og hann var ekkert að hafa fyrir því að slökkva á tækinu eða fylgjast með því.

Ég var komin á barm örvæntingar og með ógleðina í hálsinum við að snúast svona þegar hann loksins drattaðist úr pásu og slökkti á tækinu. Óstyrkum fótum náði ég að klöngrast úr og fannst gólfið dúa undan mér og allt vera á hreyfingu.

Sunnu fannst þetta svaka fjör og hljóp í næsta tæki sem hún hafði valið. Ég sagði við Stefán að hann gæti séð um næsta tæki sem voru bollar sem fóru í hring í hringekju en hann ranghvolfdi augunum yfir þessum dóm svo ég fór í geðflensu og sagðist þá geta gert þetta sjálf.

Við hlömmuðum okkur í næsta bolla, rétti gaurnum 6 miða (1200kr), sláin sett fyrir og hringekjan lagði af stað. Hún byrjaði sakleysislega og alveg á hæfilegum nótum þar til starfsmaðurinn fór að snúa bollanum okkar af gríð og erg svo maður klessist í sætið. Ég hélt utan um Sunnu svo hún færi ekki neitt frá mér. Hún skemmti sér konunglega og réði sér ekki af kæti. Ég get ekki sagt sömu söguna af mér því astminn var farinn að láta á sér kræla svo ekki munaði um. Ég barðist við að stjórna andardrættinum í miðjum snúningnum og hélt sem fastast í Sunnu og mér fannst þetta aldrei ætla að enda.

Eftir óra tíma (að mér fannst) stoppaði loks tækið. Ég fann fyrir gríðarlegum svima og ógleði. Vildi koma mér í burtu hið snarasta.

Við fórum svo af stað en næsti viðkomustaður var RL"consept" en Stefán sá hvað mér leið illa og vildi fara heim en ég tók það ekki í mál. Ég skyldi sko alveg fara í þessa ansk(/&%$ verslun og klára málið. Flökurleikinn og sviminn ætluðu aldrei að hætta en ég gaf mig ekki. Við vorum búin að boða fólk í mat um kvöldið og ég þyrfti að standa mig hvað sem öðru líður.

Við stoppuðum fyrir utan húsið okkar 16:30 og ég skreið inn og beint í rúmið.

klukkutíma síðar skrölti ég frammúr til að græja matinn. Hausinn var að skríða í samt lag og maginn alveg að koma svo þetta var allt í áttina. Hinsvegar hef ég ákveðið það að í tívolíið hér fer ég EKKI aftur. Bara við tilhugsunina verður mér óglatt!!


100% hækkun á 3 mánuðum!!

Mér finnst þessi hækkun í þjóðfélaginu komin út í öfgar. Ég hef EKKERT vit á því hvað hefur hækkað svona mikið eða hvað olli þessari hækkun annað en gengið og verðbólgan. Ég á samt sem áður erfitt með að trúa því að það sé 100% hækkun á sumum vörutegundum því ég hef verslað dálítið af netinu erlendis frá og hef orðið vör við hækkunina en EKKI 100%!!!!!

Í maí sótti ég lyfin fyrir Dísina mína og þurfti ég að reiða fram rúmar 8.000,-. Þetta eru lyf sem hún hefur verið á í mörg ár og sér ekki í endann á því enn.

Í júní sótti ég sömu lyfin og þurfti ég að reiða fram rúmar 9.000,- Pouty

Í júlí sótti ég sömu lyfin og þurfti ég að reiða fram rúmar 14.000,- Woundering

Í gær sótti ég svo aftur lyfin og þá kosta þau mig nákvæmlega 16.002,- W00t

Þetta þýðir nákvæmlega 100% hækkun á 3 mánuðum!!! GetLost

Ef einhver getur skýrt út þessa hækkun fyrir mér yrði ég mjög ánægð. Ég er allavega lítið ánægð yfir því að þetta hækki svo mikið að maður fer að hugsa hvort það sé ekki smááá möguleiki á að sleppa lyfjunum. Því miður er það ekki möguleiki. Frown


sumarið senn á enda

Við höfum haft mjög gott sumarfrí saman. Margt skemmtilegt brallað en það var eitt og annað sem skyggði á okkar ágæta frí.

Fyrstu leiðindin byrjuðu þannig að við fórum í sund á Dalvík 11 ágúst og vorum við mæðgurnar að gera okkur klárar og eins og lög gera ráð fyrir að þegar maður er á ferðalagi þá er maður með allt með sér í einni snyrtitösku. Við erum að græja okkur og loka hnykkurinn var að greiða Sunnu skotti. Allt okkar hafurtask var sett í pokann sem við komum með inn og þar með talið snyrtitaskan góða svo snéri ég mér við og greiddi skottinu mínu og fórum út.

Þegar komið var á næsta svefnstað sem í þetta skiptið var Akureyri ætlaði ég að sækja snyrtitöskuna mína út í bíl en greip í tómt. Ég panikka því þarna voru lyfin mín sem eru mér lífsnauðsynleg og Stefán minn hristir hausinn og sagði mér að ég finni ekki neitt þó það væri fyrir augunum á mér. Hann trimmar út og leitar af töskunni en finnur ekkert!!

Við hringjum í Dalvíkurlaug en þar var búið að loka svo það var beðið þar til opnaði og hringt aftur en ekkert fannst. Töskunni var bara einfaldlega STOLIÐ af mér fyrir framan augun á mér! Ótrúlegt hvað fólk leggst lágt.

Í töskunni voru dýr efni ásamt skartgripum og lyfjunum mínum sem ég VARÐ að fá. Þau eru forsenda fyrir því að ég þjáist ekki af verkjum og geti sofið og til að toppa það, þá var ég ný búin að sækja skammtinn minn svo lyfseðillinn gilti ekki strax! Ég lét senda eftir neyðarbirgðum heim og vinkona mín kom með þau norður en því miður er hver dagur sem ég missi úr er ég heila viku að jafna mig.

Ég fór og reddaði 3 hlutum sem ég missti úr töskunni og kostaði það...já bara þessir 3 hlutir litlar 23.000 og þá er allt annað eftir. Sennilega er þetta missir upp á 60-70 þúsund ef allt er talið með og fyrir utan vanlíðan sem þetta olli mér.

Til að toppa þetta þá fengum við þær fréttir að náinn ættingi fór til læknis vegna verkja og við nánari rannsókn kom það í ljós að þessi yndislegi ættingi sem ég hef dáð og dýrkað í mörg ár á ekki langt eftir. Það voru tregatár þegar ég kvaddi þessa yndislegu manneskju sennilega í hinsta sinn á spítalanum á sunnudaginn. Held að þetta hafi verið með því erfiðasta sem ég hef gert.

Astminn hefur bara versnað og versnað hjá mér undanfarnar vikur og virðist ekkert duga þó ég "overdosi" á lyfjunum. Aðfaranótt föstudags var svo slæm að ég var mikið að spá í að skrá mig sjálf inn á spítalann....og þegar ég segi að ÉG hafði verið komin á þá niðurstöðu, þá er málið orðið slæmt. Enda náði ég ekki andanum og hélt í alvörunni að þetta yrði mín síðasta nótt!!

Þrákálfurinn ég neitaði að fara á spítalann eða tala við læknana fyrir norðan en pantaði mér bara tíma hjá lækninum mínum strax á mánudag. Ég fer til hans og tjái honum þessar erfiðleika mína og ekkert gerist þegar ég taki lyfin mín og eftir smá skoðun komst hann að því að ég er með bullandi sýkingu í lungunum og enn væri allt stíflað í ennisholunum. Hann skrifaði upp á sterk sýklalyf og sagði jafnframt við mig að ég gæti átt erfitt með svefn. Það fannst mér ekki eins sniðugt þar sem ég á í vandræðum með hann nú þegar. Tók samt sem áður lyfin því ég er algjörlega orkulaus sökum andþrengsla og get mig hvergi hrært.

Gettu hvað....klukkan er langt gengin í 4 að nóttu og ég er gjörsamlega andvaka. Endaði á að grípa Melatonin sem er léttvæg svefnlyf!! (Virðist samt duga skammt á meðan ég er í þessu ástandi)

Hér er svo mynd af 2 af 4 gullmolunum mínum við veiðar í Hörgá á Akureyri klukkan 8 að morgni.

pabbinn kennir dótturinni tökin

pabbinn kennir dótturinni tökin á stönginni

upprennandi veiðimaður

með hönd á mjöðm og mjög afslöppuð

sætust

Sætust

hörgá

Bægisárhylur

útsýni

Fallegt útsýni yfir Bægisárhylinn


myndir

Loksins búin að setja inn myndir frá ferðalaginu.

"Mamma" Rósa varð fimmtug í byrjun ágúst. Hún vissi það eitt að hún ætlaði ekki að vera heima á afmælisdaginn, hún vissi heldur ekki hvert hún ætlaði að fara. Hún var ákveðin í því að bjóða ENGUM þangað sem hún færi heldur voru allir velkomnir sem myndu hringja í hana og bara muna eftir henni.

Um miðjan júlí sagðist hún hafa fengið bústað í Ölfusborgum og öll börnin hennar 8 ásamt tengdabörnum og barnabörnum ætli að koma í bústaðinn, hún vissi ekki um aðra.

Ég lét Stefán vita af þessu og hann hringdi í félagið sitt og kom þar í ljós að annar bústaðurinn var laus sem var rétt hjá bústað Rósu. Hann ákvað að taka hann og rífa sig lausan frá vinnu í viku. Eins hugsuðum við það að ef fleira fólk kæmi (sem var ekkert ólíklegt), gæti það jafnvel gist hjá okkur þar sem 18 manns voru þá og þegar komin í bústaðinn til Rósu (bara 3 af hennar börnum ásamt mökum og barnabörnum) Eins var búið að fá leyfi fyrir tjöldum ef til þess kæmi.

Þessi vika var æðisleg og kynntist maður loksins almennilega fólkinu að vestan og ég tala nú ekki um að hafa fengið heila viku með mömmu Rósu InLove. Afmælið gekk vel og voru símhringingar til Rósu ansi tíðar yfir afmælisdaginn og bauð hún öllum þeim sem hringdu að koma og borða með sér. Tæplega 50 manns voru þegar mest var í þessum litla bústað, en gekk þetta samt sem áður ótrúlega vel og frábær grillmatur í boði.

Með söknuði kvaddi ég alla hersinguna og ekki laust við að maður fengi kökk í hálsinn.

Beint úr bústaðnum var haldið norður í Skagafjörð og þar gistum við öll í bústaðnum hjá pabba og konunni hans. Það var alveg frábær helgi sem við áttum þar og fórum við á Fiskidaginn mikla á Dalvík ásamt því að kíkja á Grettislaug og Hóla í Hjaltadal. Konan hans pabba er óþrjótandi upplýsingabrunnur um bæina í Hjaltadal enda átti heima þar í mörg ár.

Frá Skagafirðinum var haldið sem leið lá til Akureyrar.

Frekari sögur koma síðar Wink

Flott gömul steinbrú í Ölfusborgum

 


Amma er óð og öfug!!

Ég er á lífi...en tæpast þó!!

Búið að ganga mikið á hjá okkur, sumt gott og sumt slæmt. Þetta góða varð til þess að batteríin hlóðust vel en svo þegar þetta slæma dundi yfir þá var gott að vera með vel á batteríinu.

Í stuttu máli hef ég ekki verið heima hjá mér hátt í mánuð. Bölvað flandur á manni. Shocking

Litla villidýrið mitt greip brandara sem hún hefur sagt öllum þeim sem hafa nennt að hlusta. Hann er svona:

Jói litli átti erfitt með að segja Gé. Ömmu hans fannst þetta slæmt málhelti svo hún ákvað að kenna stráksa þetta í eitt skipti fyrir öll.

Jói minn, segðu Amma er Góð og Göfug. Stráksi var ekki lengi að því og sagði: "Amma er Óð og Öfug"!

Ætla að senda inn myndir af ferðalaginu þegar ég kemst í mína tölvu og verð nettengd og kannski einhverjar krassandi sögur í leiðinni Smile


hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 259624

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband