. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Jólaandi landans =/

Ég verð seint kölluð jólastelpa. Þannig er það nú bara stundum ef maður á ekki góðar minningar frá jólum þá verður maður hvekktur og vill helst ekkert fá jólin.

Börnin mín elska jólin. Ég segi nú bara sem betur fer því enn sem komið er eiga þær góðar minningar frá sínum jólum. Aldrei liðið skort, átt flest það sem hugurinn girnist og samfélagið gerir ráð fyrir að börnin eigi.

Ég er sátt við þetta og mér líður betur í hjartanu vitandi það að börnunum mínum hlakki til jólanna.

Í dag fór ég í pósthúsið í Garðabæ. Litla skottan var með mér og ætluðum við bara að fara með nokkur jólakort í póst.

Það eru nú ekki svo ýkja mörg stæðin við þessa verslunarmiðstöð svo maður var með hugann við það hvar hugsanlegt stæði var til að leggja bílnum.

Ég fer þetta litla afkáralega hringtorg og sé þar sem kona var að setjast inn í bílinn sinn til að bakka út. Ég klára hringtorgið, bíll var fyrir aftan mig og var greinilega líka að skimast eftir stæði. Ég gef stefnuljós til að sýna það að ég sé stopp því ég sé að fara í stæðið, svona eins og lög gera ráð fyrir.

Konan var byrjuð að bakka og ég beið þolinmóð sem og einstaklingurinn fyrir aftan mig.

Síðan sé ég þar sem kona á litlum jepplingi kemur aðvífandi að hringtorginu, hundsar allt sem heita lög og reglur, fer öfugt í hringtorgið og vippar sér í stæðið nánast án þess að hin konan hafi lokið sér af.

Þetta fannst mér frekar mikill dónaskapur og flugu nokkur vel valin blótsyrði upphátt í bílnum.

Reiðin var svo svakaleg að ég áttaði mig ekki fyrr en litla skottið mitt bendir mér á að fara með "bænirnar" á kvöldin Woundering

Jólapúkinn ég fór ekki í betra skap yfir jólunum þarna. Hinsvegar sé ég þar sem annar bíll var að bakka úr stæði (meira að segja örlítið nær) svo ég gaf stefnumerki í það stæði. Enginn reyndi aftur slíkan dónaskap svo skapið skánaði aðeins enda ekki annað hægt þegar maður heyrir í unganum sínum syngja jólalög afturí í nýju fínu kápunni sem ég prjónaði og hannaði á hana nú á dögunum. Smile

Sunnuskott


maddam, kelling fröken frú....

Fórum í dag í stúdíóið með systurnar, vinkonurnar og litla ferfætlinginn.

Sunna var EKKI á því að fara í þetta asnalega stúdíó og HVAÐ þá sitja fyrir!!!

Það tók smá tíma að fá hana til að sættast á að sitja fyrir en það var ekki fyrr en þegar maður var kominn í tímaþröng þegar dömu-dósin ákvað að haga sér eins og módel...og svona líka flott módel.

Vinkonurnar Fanney Lísa og Hólmfríður Sunna áttu frábæra takta og skemmtu okkur hinum. Daman hún Sandra Dís brosti bara sínu breiðasta og mjög meðvituð um "lúkkið" Sideways

Nokkrar góðar frá deginum.

maddam Sunna

sunna og fanney

Sunna og Fanney

Sunna og Fanney

Dísin fagra

Sunna, Batman & Sandra Dís

Sunna og Fanney

Sunnuskott

Svo eru fleiri myndir inn á flickr síðunni minni.


Martröð ljósmyndarans

Ég ákvað að leigja mér stúdíó í Reykjavík til að sinna ljósmyndaþörfinni minni.

Ég fékk ábendingu hjá gömlum vin um gott stúdíó og læt ég til skara skríða og hef samband við manninn sem var mjög jákvæður.

Ég dæli inn tímum fyrir jólamyndatökur og gengur allt ótrúlega vel.

Svo var það í gær að ég átti að mynda eina litla 9 mánaða skvísu. Þegar börnin eru svona lítil hafa þau ekki beinlínis þolinmæði til að bíða svo ég ákvað að gera allt klárt á met tíma og testa öll ljós, draga bakgrunna niður og finna "propps" til að geta látið eins og trúður við barnið.

5 mínútur voru í fjölskylduna og var ég orðin stressuð um að læra á nýja sendinn sem var verið að kaupa. Hafðist samt svo nú var ekkert annað að gera en að prufa lýsinguna. Greip myndavélina. Stillti hana eins og lög gera ráð fyrir í stúdíói, skellti inn dóti til að geta skotið prufuskotið enda ekki nema 1-2 mínútur í liðið og smellti af.

Næst tók við röð blóta sem ég hef aldrei heyrt áður en þó var mest notað eitt útlenskt orð!

Það sem stóð á skjánum á vélinni þegar ég skaut af var "ekkert minniskort í vélinni"

Held að þetta sé mesta martröðin sem hægt er að upplifa. Að GLEYMA minniskortinu er náttúrulega ÓFYRIRGEFANLEGT þegar maður á að heita LJÓSMYNDARI.

Ég lagði vélina frá mér, hlammaði mér í sófann sem er í stúdíóinu og óskaði þess að ég væri á Bahamas eða einhverstaðar allt annarsstaðar.

Reis upp aftur og ákvað að gera eina loka tilraun til að athuga hvort ég hefði nokkuð laumast til að setja auka minniskortið í töskuna.

Ekki leið á löngu þar til ég fann eitt minniskort sem ég gat notað.....SEM BETUR FER og um leið hringdi síminn og þau að láta vita að þau væru fyrir utan.

Þetta reddaðist sem betur fer og myndartakan gekk súper vel. Litla daman var kát og ný byrjuð að skríða með tilheyrandi skemmtun við að ná myndum af henni.

Árangurinn má sjá að hluta hér.

Fanney Lísa

Fanney Lísa

Fanney Lísa

Fanney Lísa

Fanney Lísa

Fanney Lísa


hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband