. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

7. ára prinsessa

Skottan mín er 7. ára í dag. Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Mér finnst hún ný búin að vera 2. ára!! 

Hún hélt stelpupartý í gær fyrir allar vinkonurnar og inn í þeim hópi var einn drengur....já...EINN drengur....!!!

ótrúlegt hvað honum fannst samt gaman með stelpunum og öllum píkuskrækjunum LoL

Hér er skottan mín komin í brúðarmeyjar kjólinn sinn og svo vinkona hennar sem er líka í sínum brúðarmeyjar kjól....nánast alveg eins kjólar...bara sitt hvort liturinn.

7 ára

 

7 ára prinsessa

 

Fanney Lísa & Hólmfríður Sunna

 

Sjáðu hvað Sunna er flott og snyrtileg...í ULLARSOKKUM!!!!!


Á ferð og flugi

Í dag fór ég með klúbbnum "mínum" á rúntinn eins og við gerum alltaf á þriðjudögum. Förum milli kl 10 og 11 af stað á morgnana og komum heim seinnipartinn.

Í dag var förinni heitið á Akranes og svo í Hvalfjörðinn að mynda. Þetta eru ótrúlega skemmtilegar ferðir með hreint út sagt ótrúlega skemmtilegu fólki. Svo ekki skemmir að þarna má finna reynda og þekkta ljósmyndara sem eru svo viljugir að kenna okkur ljóskunum það sem uppá vantar fyrir góðar ljósmyndir...já..og svo eru þetta meirihlutinn strákar..og þeir eru tækjaóðir...og það er ekki sérlega hentugt fyrir Helgu litlu...sem er dálítið fljót að grípa þetta nýjasta og flottasta....sko mér finnst það frábært...en minn ástkær eiginmaður er kannski ekki jafn hrifinn! Whistling

Helló...í Hvalfirði

 

Akranes listaverk

 

Hvalfjörður (leggbrjótur)

 

Hvalfjörður (leggbrjótur)

 

Akranesviti

 

Hvalfjörður

 

Hvalfjörður

 

Akranesviti

hér eru nokkrar myndir en svo er heill hellingur á www.flickr.com/photos/hlinnet


Nýjasta leikfangið mitt

Hér er nýjasta leikfangið mitt. Hef lengi dreymt um stærra búr en þar sem þau eru ekki beinlínis á lausu þá ákvað ég að sætta mig við örlítið stærra en það sem ég var með. Þetta búr er 270 L og sómir sér bara vel í stofunni Smile

270L fiskabúr
Gulli
Gulli forvitni
Fröken Varalitur

Bikarmót

Viktorían mín tók þátt í bikarmóti í fimleikum um helgina.

Hér eru nokkrar.

Fimleikar 3

 

Fimleikar 6

 

Fimleikar-8

 

Fimleikar 9

 

Fimleikar 11


Töfrar!

Hér á eftir er að finna sýnishorn af hreinum töfrum sem urðu til á heimili mínu.

Ég og ÓH frænka vorum eins og svo oft áður á flækingi og í eitt skipti í RL-búðinni. Við gengum á milli rekka til að fá hugmynd að stúdíógerð.

Þegar við gengum framhjá einum rekkanum rak ÓH augun í kerruplast á minni gerð af kerrum. Hún tók andköf yfir því og greip einn pakka og sagðist endilega vilja sauma sér regnkápu úr kerruplastinu. Ég horfði á hana agndofa og neitaði að taka þátt í því...til að byrja með. Hún setti upp hvolpa augun og þrjósku svipinn svo ég gaf mig og sagðist ætla að aðstoða hana.

kerruplast

Hún keypti 3 pakka af þessu plasti og heim fórum við að sníða eitt stykki kápu.

Ég var ekki viss hvernig saumavélin myndi höndla svona gúmmí plast en ákvað að láta deigan ekki síga.

Eftir margar umferðir af bölvi og ragni, slatta af geðvonsku kasti, helling af fýlu, heilmörg gleðitár ótal klukkutíma og ótrúlega þolinmæði í okkur frænkunum þá hafðist þetta allt saman og útkoman var bara nokkuð góð.

Dæmi hver sem vill en hér er mín fallega frænka komin í kápuna flottu sem hér eftir verður kölluð Prada kápan hennar ÓH. Grin

Prada 2

Segið svo að þetta sé ekki geranlegt LoL

Fleiri fjölskyldu meðlimir voru svo myndaðir í tilefni áfangans

 

Prada 4

 

Prada 5

 

Prada 7

 

Prada 6

 


Gleði

Það er svo óendanlega gaman að gleðja þá sem kunna að meta það og gleðjast. Amma og afi eru ein af þeim sem eru svo þakklát þegar við kíkjum í heimsókn.

Fór með yngri dömurnar mínar til ömmu og afa á Hrafnistu og bauð þeim út í bíltúr. Fórum á Snæland þar sem ég ætlaði að bjóða þeim gömlu upp á ís en gamli tók það ekki í mál að ég borgaði og var fljótur að skipa ömmu til að borga.

Tókum rúntinn á höfnina þar sem ég varð að fá að smella myndum af þeim.

Ég vil einnig minna á að það eru nýjar myndir á flickr síðunni minni.

amma og afi

 

amma og afi-2


hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 259656

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband