. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Enn og aftur verður pabbinn orðlaus

Vinafólk okkar er mjög duglegt að bjóða okkur í heimsókn. Þau hafa gjörsamlega "ættleitt" þessa stuttu með hinum ýmsum gjöfum svo ekki sé talið allt sælgætið sem hann laumar að henni svo lítið beri á.

Stefáni mínum finnst þetta orðið ágætt...reyndar fyrir löngu og sama hvað hann tuðar í "kokkinum" vini okkar þá laumar hann bara til hennar svo lítið beri á meira gotterí.

Sunnu finnst hann náttúrulega ÆÐI svo ekki sé meira sagt því um daginn kom hann með fartölvu handa henni og gaf henni.....eða réttara sagt seldi henni og verðmiðinn var 30 kossar.

Við matarborðið í gær var umræða eins og svo oft áður og sagði Stefán við Sunnu að næst þegar við færum til "kokksins" og hann gæfi henni svona mikið nammi með heim þá myndi hann láta hana LABBA heim.

Þessi stutta svaraði hratt og örugglega;

þá borða ég bara meira hjá honum og þá þarf ég ekki að labba Tounge

sunnuskott

 


pabbinn keyrður í kaf

Litla "villidýrið" okkar á það til að svara á skemmtilegan hátt þegar verið er að atast í henni.Í morgun var það engin breyting.

Stefán hefur heilaþvegið Sunnu á því að það sé alltaf svo hlýtt og gott veður á Akureyri. Hann er að reyna að fá barnið í lið með sér svo hann geti flutt norður.

Hann fær lítinn hljómgrunn frá eiginkonunni og mið-dótturinni en öðru hvoru segist Sunna vilja flytja norður en í dag segir hún að það sé ekki að RÆÐA það að fara.

Auðvitað reynir hann að blikka hana með allskonar gylliboðum og þar með talið að hún geti fengið skíði og farið að skíða fyrir norðan ef hún vill flytja með honum.

Sunna horfði á pabba sinn í örfáar sekúndur og sagði svo hneyksluð;

"Bíddu nú við....þú ert ALLTAF að segja að það sé svo hlýtt og gott verður fyrir norðan að snjórinn hlýtur þá að bráðna um leið og hann lendir svo það GETUR EKKI VERIÐ SNJÓR Á AKUREYRI!"

Stefán minn átti ekki hálft svar við þessu W00t 

Sunnuskott 


hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband