. - Hausmynd

.

óborganleg svör yngstu dótturinnar

Þessi yngsta á heimilinu á það til að svara þannig að við foreldrarnir vitum ekki hvort við vorum yfir höfuð að koma eða fara.

Í gær átti daman að þrífa búrið hjá naggrísnum sínum og óx það henni svo í augum að hún hafði sig ekki í það. Í raun er þetta snögg gert og einfalt ef maður á annað borð veit hvar maður á að byrja.

Inn í bílskúr fer daman vopnuð gúmmíhönskum og plastpoka.

tæpum 2 tímum seinna kíkti ég inn í bílskúr til að kanna stöðuna en þá var hún gjörsamlega óbreytt. Daman sat á gólfinu, enn í gúmmíhönskum og klappaði grísnum ásamt því að sveifla "skítaskóflunni" yfir höfði sér. EKKERT hafði gerst í hreinsunarmálunum.

Ég kalla á dömurnar í mat og ræði svo við Sunnu mína um þetta mál að hún verði að herða sig upp og gera eitthvað í málinu. Benti henni á að það væri einfaldlega best að hún tæki annan endann á blöðunum í búrinu og rúllaði því upp með öllu tilheyrandi og henti þessu í einni rúllu ofan í plastpokann.

Daman var nú ekki lengi að svara þessu og bað mig vinsamlega að koma og sýna sér hvernig ÉG gerði þetta og klára málið sjálf. Kissing

Svo í morgun var árshátíð í skólanum hjá henni og áttu foreldrar að koma og sjá einhverja sýningu sem þau voru með. Börnin áttu að mæta í fyrirfram ákveðnum "búningum" og voru það blómabolir eða sumarlegir kjólar.

Í fyrsta sinn í morgun greindi okkur mæðgum á í hvað best væri að fara. Hún dró fram bláan gallakjól með bangsa framan á en móðirin dró fram bleikan stuttermabol með blómum framan á og brúnt flauelspils við.

Hún var alskostar ekki sátt við það fataval svo hún dró fram hvítan kjól með bláum blómum og grænar buxur við.

Ekki fannst móðurinni þetta mikið til koma svo samningaleiðin var tekin á þetta. Úr varð hvíti kjóllinn með bláu blómunum og bláar kvartbuxur við.

Til að toppa það kom hún með BRÚNA teygju í hárið....en það sætti mamman sig ekki við og náði í bláa teygju. Ég er bara nokkuð viss um að krakkinn sé LITBLINDUR...hef aldrei séð annað eins litaval!!! W00t

Eftir að hafa greitt, pússað og klætt þá var strunsað út í bíl og þar ætlaði ég að setja bílinn í gang. Eitthvað var hann tregur til að fara í gang og heyrðust bara skruðningar í startaranum þegar ég reyndi að starta. Ég reyndi nokkrum sinnum og var alveg handviss um að nú væri ég að skemma eitthvað svo ég var að því komin að labba með hana í skólann.

Þá heyrðist í aftursætinu:

Mamma, snúðu bara lyklinum lengra og haltu honum inni þar til bíllinn fer í gang.

Ég benti henni á það að ég þyrði það ekki því ég gæti skemmt eitthvað. Ákvað að prufa svona einu sinni (þar sem bíllinn er hvort eð er enn í ábyrgð) og enn héldu óhljóðin áfram í bílnum en bíllinn hrökklaðist svo í gang.

Þá heyrðist í aftursætinu:

Sko mamma, ég SAGÐI þér það Grin

Mig langaði helst að skutla krakkanum út úr bílnum og láta hana labba Pinch

sunnuskott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 259638

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

245 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband