. - Hausmynd

.

heim í sveitarsæluna

Þessi helgi gekk bara ágætlega. Liðsandinn í liðinu var mjög góður. Vorum reyndar ekki með varamann til að skipta inná svo það var bara að duga eða drepast. Adrenalínið var á fullu allan tíman frá 9-17. Svo þegar maður slakaði á kom höfuðverkur og annarksonar verkir sem maður tók ekki eftir sökum spennu. Pouty

Kom heim uppúr kl 20 í gær og var orðin dauð-þreytt. Hlammaði mér niður með krökkunum að horfa á imbann. Þegar júróvísíón skandallinn var búinn leigðum við mynd á Skjánum og fyrir valinu varð White Noise. Crying Ég er svo lítil í mér og hrikalega myrkhrædd Þegar Stefán er ekki heima. hann og litla dýrið var fyrir norðan svo ég var ein með þær stóru. Þessi mynd var frekar krípí og það leið ekki á löngu þar til ég var orðin ein. Stelpurnar stungu af, voru orðnar smeykar við að horfa. Ég gat ekki fyrir mitt litla líf slökkt á imbanum á þessum tímapunkti því ég vissi að ég gæti aldrei sofnað, myndin myndi sækja á mig alla nóttina. Ég lét mig hafa það að horfa á þetta ein í myrkrinu og vera gráti næst af hræðslu og öðru hvoru stökkva upp hæð mína í sófanum þegar eitthvað óvænt gerðist. Hárin risu á bakinu og kaldur sviti heltók mig það sem eftir var. Þegar mynda skömminni var loksins lokið ákvað ég að setja eitthvað vægara á skjáinn. Flakkaði á milli sjónvarpsrása og endaði á því að horfa á 30 days. Þegar því var lokið skreið ég í rúmið, enn skít hrædd svo ég ákvað að grípa Harry Potter og fara að lesa. Þegar ég var hætt að halda einbeitingunni á Potter, skökkti ég ljósið og fór að sofa. Ég sofnaði frekar hratt (svona miðað við aldur aðstæður og fyrri störf). Hrökk svo upp við að Viktoría vakti mig til að biðja mig um að keyra sig í vinnuna. Klukkan var rétt 8 svo það var ekkert annað að gera en að drattast á lappir og keyra dömuna. Ég var alveg lurkum lamin í skrokknum eftir átök gærdagsins. Lét það ekki á mig fá til að byrja með og fór svo í 10-11 (mestu okurbúllu landsins) og keypti það sem þarf í bollubakstur. Þegar ég kom heim var ég orðin svo örmagna að ég skreið í rúmið aftur og dormaði þar til hádegis.

Nú er ekkert annað að gera en að taka til hendinni og fara að baka bollur. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 259663

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband