. - Hausmynd

.

helgar rapport

Þá er sunnudagur genginn í garð og meira að segja sá áttundi á árinu Smile

Á þessu heimili er sko nóg að gera. Fór að vinna í sturtu.is í gær. Kleppur að gera eftir kl 14 og þá líka náði maður ekki andanum eftir það. Komst ekki út fyrr en kl 16.

Buðum Svani, Siggu og Ingvari í hádegismat á sunnudeginum þar sem Svanur og Sigga eru að fara norður aftur og svo í kvöld koma Sæmundur og Stína til okkar í mat en þau fara ekki fyrr en í fyrramálið heim. Auðvitað hefði það verið þægilegast að hafa bara nokkur lambalæri í ofninum og málið er dautt en auðvitað þarf ég að erfiða þetta aðeins svo það verða kjúklingabringur í kvöld, fylltar InLove. Langar að sjálfsögðu að komast í blakið í kvöld en það verður bara að ráðast hvort ég komist eða ekki.

Sandra Dís fékk æluna á fimmtudags morgun svo hún fór ekki í skólann og heldur ekki á föstudeginum. Sunna ældi einu sinni á föstudeginum eftir að ég sótti hana á leikskólann og það vildi ekki betur til en að ég var stödd hjá Önnu vinkonu og Sunna var að leika við Rúnu Maren inni hjá henni. Rúna kom hlaupandi til mín og sagði að Sunna hefði ælt. Ég stökk á fætur og sá krakkann sitjandi í rúminu hennar og þar hafði hún ælt í rúmið. Hún hágrét bæði yfir því að hafa ælt í rúmið og svo yfir því að hafa ælt yfir höfuð. Ég var sveitt við að taka af rúminu og rúmfötunum og sá að stelpan hafði gripið tóman bréfkassa og reynt að æla ofan í hann en sökum þess að rifan var ekkert rosalega stór á kassanum, þá hafði farið töluvert útfyrir í rúmið. Mér fannst þetta mikið hugrekki að reyna að hjálpa sér sjálfur. Þetta var það eina sem kom frá henni og ég lagðist að sjálfsögðu á bæn að ekkert okkar hinna myndi smitast frekar. So far hefur það gengið eftir.

jæja, næsta holl er eftir 3-4 tíma svo ég þarf víst að hespa mig upp og halda áfram.

 

Adios amigos. Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband