. - Hausmynd

.

undur og stórmerki gerast enn!

Ég var að tala við eina kunningjakonu á netinu sem er ansi drífandi í flestu nema hún var að segja við mig að hún hafi losað sig við tæp 10kg á mánuði. Þegar ég fór að spyrja hana hvað hún væri að gera sagðist hún vera með einkaþjálfa. Hún og maðurinn hennar hefðu farið í Sporthúsið og fengið sér einkaþjálfa til að koma sér af stað. Þetta hljómaði ekkert illa í mínum eyrum fyrr en hún gubbaði því upp úr sér hvað slíkur þjálfi kostar á mánuði Sick. Hún vildi endilega draga mig í þetta en ég bar fyrir allra handa afsakanir sem ég mögulega gat fundið og ein afsökunin var sú að ég væri ekki með neinn "sponsor" á bakvið mig Whistling. Hún sagði mig vera klikkaða að hugsa svona. Ég lét þetta samtal nægja og kvaddi á MSN-inu.

Ég fæ svo SMS nokkrum klukkustundum síðar um hvort ég komi ekki bara þá með henni í ræktina. Ég hummaði það og ha-aði og ekki leið á löngu þar til ég fékk annað SMS frá henni um að hún biði eftir svari. Ég svaraði því til baka að ég gæti varla gert mikið annað skynsamlegra og um hæl fékk ég skeyti aftur og í því stóð að einkaþjálfinn hennar myndi hringja í mig W00t. Þetta var allt á laugardeginum sem þessi samskipti fóru fram.

Á sunnudeginum um kl 16 hringir gemmsinn minn. Á línunni var EINKAÞJÁLFINN hennar kunningjakonu minnar W00tW00tW00t. Hann hljómaði afskaplega yfirvegaður og alveg á jörðinni drengur sem plataði mig í það að hitta sig kl 8:15 á mánudagsmorgninum. Ég hefði alveg vilja bíta í tunguna á mér þegar ég skellti á. Líkamsræktastöðvar eru ekki beinlínis mitt uppáhald Crying. Það var ekki aftur snúið, ég mætti fyrir utan Sporthúsið rétt rúmlega átta á mánudeginum. Þegar ég sá bílaflotann fyrir utan húsið ætlaði ég að snúa við. Ég er með NETTA fóbíu fyrir múg og margmenni og sérstaklega á svona stöðum. Allir rosa kúl að puða og í flottu formi......nema ÉG...... Shocking Ekki minn stíll. Ég harkaði af mér og skrölti inn. Fljótlega hitti ég svo þjálfann sem ég gjörsamlega bráðnaði fyrir. Hann var svo þægilegur í viðmóti og laus við allt pjatt og pjátur. Eftir smá spjall sannfærði hann mig um að skipta yfir í íþróttagallann og hitta sig í salnum. Ég fór í klefann og sá mér það til mikillar undrunar að það voru afskaplega fáir á ferli. Ég kláraði að skipta og fór í salinn. Þá komst ég að því að þetta er HUGE pleis og gríðalega margir salir um víð og dreif svo það leit út fyrir að ég væri "Palli sem var einn í heiminum".

Þjálfinn fór með mér í gegnum prógrammið og bókstaflega hélt í höndina á mér allan tímann. Afskaplega þægilegur í alla staði. Eftir þennan tíma sannfærði hann mig á því að 20kg niður væri ENGIN fyrirstaða ef ég færi eftir hans ráðleggingum næstu mánuði Joyful. Það var ekki aftur snúið þegar þarna var komið. Hann var ráðinná staðnum (þrátt fyrir að ég hafi ekki fundið neinn sponsor) og nú verður það bara harkan sex fram á haustið.....vonandi gengur það eftir Wink.

Nú vantar mig bara pepp frá ykkur...bara nóg að kommenta öðru hvoru og þá veit ég að ég fæ stuðning frá fleirum....þetta er jú ekki mjög auðvelt að koma sér í form Undecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt eftir að rúlla þessu upp,ekki auðvelt en gerlegt.'Eg stend í svipuðu og nú er bara að standa sig þú verður flott í sumar.'eg ætla að fylgjast með þér  kv

Rannva (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 09:02

2 identicon

híhíhí :) Dugleg ertu stelpa ! -9.7 kg frá jólum og 2ja vikna viktunin í morgun sagði -2 kg, bíð spennt eftir að heyra sentimetrana og fitumassa prósentuna :)

Sjáumst á sunnudaginn og kannski á laugardaginn, FYRIR VINNU !... eða hvað?

DA (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 10:44

3 identicon

Ég er stolt af þér! Ég er með svipaða fóbíu fyrir líkamsræktarstöðvum, ekki kannski af sömu ástæðum og þú, en meira vegna þess að mér leiðist svo hrikalega að hreyfa mig þar... líklega vegna þess að ég hef aldrei verið með einkaþjálfara sem rekur mig áfram.

Eyrún (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 259645

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband