. - Hausmynd

.

marin á tá og hring.....eða bara hring....

Við fengum hringana okkar sem við pöntuðum fyrir brúðkaupið. Ekki var innifalin gröftur í hringana svo ég ákvað að fara með þá bara á einhvern góðan stað til að láta grafa fyrir okkur. Ég sting hringunum í töskuna og sagði við Stefán að þar sem við erum að fara norður núna,  væri bara gott að fara með hringana með okkur og skilja þá eftir þar svo við myndum pottþétt ekki gleyma þeim heima!

Á Akureyri eru jú gullsmiðir eins og hér. Við förum á laugardeginum með hringana í verslun í bænum. Viðkomandi verslunareigandi þekkti til tengdó og ætlaði að flýta fyrir greftrun en við báðum hann að taka sér þann tíma sem hann vildi ef hann nennti að taka þá með sér og koma yfir til tengdaforeldra minna. Jú, að sjálfsögðu var það ekkert mál. Það þekkja jú allir alla þarna allavega af þessum gömlu grónu svo þetta var lítið mál. Við myndum svo bara gera upp við hann þegar við kæmum aftur í bæinn.

Seinna um kvöldið var bankað og þar var gullsmiðurinn/úrsmiðurinn með hringana okkar. Við þökkuðum kærlega fyrir skjót viðbrögð og kvöddum.

Ég var náttúrulega ógurlega spennt að sjá hvernig þetta var gert og tek hringana úr boxinu. Þá kom það í ljós að þeir voru illa rispaðir. Ég set þá betur upp í ljósið og sá djúpar rispur í hringnum nánast alla leið. Greinilega eftir vélina eða eitthvað álíka en það breytti því ekki að ég var óskaplega döpur yfir því. Þetta voru dýrir hringar og allt of fallegir til að láta þetta viðgangast. Við betri skoðun sá ég að það var djúpt mar við demantana í mínum hring. Marið var eins og einhver hefði lamið með þungu og frekar oddhvössu barefli í hringinn.

Það eina sem ég hugsaði innra með mér að þarna fóru hringarnir fyrir lítið. Ég pakkaði þeim aftur niður í öskjuna og bað Stefán um að koma mömmu sinni í málið og fá hana til að fara með þá í lagfæringu.

Hann biður mömmu sína um það og hún tók vel í það. Í morgun fór svo tengdó með hringinn til annars gullsmiðs sem fórnaði bara höndum yfir fegurð hringjanna og jafnframt yfir því hvað marið á mínum hring var bæði slæmt og svo hvað það var nálægt demanti sem gerði verkið enn erfiðara. Konan náði að minnka marið og ná flestum rispum í burtu. Ég verð bara að sætta mig við það....þó svo að það verði erfitt. Maður hugsar sig um allavega aftur ef maður lætur gera eitthvað svona fyrir sig. Crying

hringar-sjornudreifing

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband