. - Hausmynd

.

og hver borgar brúsann??

Þetta er með eindæmum orðið fáránlegt. Eigum við íslendingar að gjalda fyrir heimsku erlendra ferðamanna? Það verður að setja einhverjar reglur eða lög um ferðir á vafasömum svæðum sem þessum.

Það er nóg að mínu mati að vel flestir ferðamenn eru stórhættulegir í umferðinni hérlendis að ekki þurfi að bæta ofan á það ævintýraþrá fólksins líka.

Ég hef ekkert á móti því að ferðamenn ferðist hérlendis og að þeim verði veitt nauðsynleg aðstoð, sama í hverju hún er fólgin en eigi að síður finnst mér eðlilegt að það séu sett takmörk fyrir öllu.


mbl.is Leitað á ný á Svínafellsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Til að svara spurningu þinni... flugeldanir sem þú keyptir um áramótin borga brúsann, meðal annars ;P

Gunnsteinn Þórisson, 28.8.2007 kl. 15:04

2 identicon

Spurningin hvenær eigi að setja verðmiðann og hvaða verðmiða eigi að setja á mannslífið?!!  Ég sem reyndur björgunarsveitamaður er ekki tilbúinn til þess.

Kostnaður björgunarsveitamanna og sveitanna fellur á okkur sjálfa og sveitir okkar þar sem við vinnum allt í sjálfboðavinnu.
Kostnaður þjóðfélagsþegnanna í gegn um skatta liggur helst í þyrlurekstri o.s.frv.

Jón (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 15:07

3 identicon

Mega þá bara Íslendingar lenda í vegvillum á Íslandi?  Og úlendingar í útlöndum?

Ekki er nauðsynlegt að vera heimskur til að villast eða lenda í ógöngum - bráðgáfað fólk er líka í áhættuhópi.

Getur ekki verið að vegirnir á Íslandi séu lélegir og ekki fólki bjóðandi árið 2007?

Jóhann (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 15:09

4 Smámynd: Haukur Viðar

Nú er ég forvitinn, kæri bloggeigandi.

Með hvaða hætti hefur þú persónulega þurft að gjalda fyrir það að leitað sé að útlendingum í óbyggðum?

Haukur Viðar, 28.8.2007 kl. 15:19

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Reyndir fjallamenn, eins og þessir voru, geta líka lennt í slysum. Á virkilega ekki að reyna að bjarga mannslifum kona!

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.8.2007 kl. 15:24

6 identicon

Mikið hrikalega finnst mér þetta ósmekklegt hjá þér kæri bloggeigandi. Miðað við þín orð þá mega mennirnir eða lík þeirra bara dúsa ofan í sprungu eða hvar sem er þín vegna eingöngu vegna þess að þeir eru útlendingar. Er nokkuð viss um að þú yrðir fyrsta manneskjan til að hrópa á hjálp ef þú myndir týnast, hvort sem það væri í IKEA eða í óbbygðum erlendis!!  Þú ættir að skammast þín! Þessir menn eiga fjölskyldur og ættingja sem eru mannlegt fólk alveg eins og við og eiga allan rétt á að leitað sé að þeim á meðan vísbendingar um þá berast!

Pálmi (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 15:28

7 identicon

Er ekki allt í lagi, hvað veist þú hvort þetta hafi verið af heimsku sem þeir týndust eða hreinlega bara slys. Og erum við ekki öll manneskjur? þarf að skipta máli hvort leytað sé af íslendingum eða þjóðverjum? ég veit allaveganna fyrir víst að ef það væru íslendingar týndir einhverstaðar í þýskalandi þá myndum við íslendingar vilja að leytað yrði af þeim eins mikið og mögulega væri hægt. Við megum ekki skilja manneskjur í sundur með landamærum!

Vala Rut (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 15:28

8 identicon

Þetta finnast mér vera léleg og ósmekkleg rök. Fólk getur týnst alls staðar og ég er nokkuð viss um að ef þú værir í sporum skyldmenna þessa Þjóðverja væri annað hljóð í þér. Við Íslendingar ættum að þakka fyrir hversu góðar björgunarsveitir eru til hér á landi. Það er ekki spurt um þjóðerni eða kostnað þegar menn týnast. Þetta er sjálfselska á hæsta stigi hjá þér. 

Einar (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 15:33

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég get ekki slakað á og notið lífsins ef ég veit af því að útlendingar yrðu skildir eftir á heiðum landsins, en leitað yrði einungis að Íslendingum. Allir eru jafnir að þessu leyti og vonandi stendur ekki til að breyta því. Þyrlan flýgur jafnt að íslenskum og erlendum skipum í landhelginni. Reynslan sem fæst úr þessari leit á líka eftir að nýtast vel verðmætu Íslendingunum þínum.

Eitt það besta við hálendið er ferðafrelsið (þegar náttúruaðstæðurnar leyfa). Svo eru það hætturnar sem heilla, þar sem borgarbörn fá að reyna á sig af einhverju viti. Við félagarnir förum yfir svona svæði, en gerum áætlun og höfum reglulegt samband. Hvetja má alla til þess, en hver er síðan sinnar gæfu smiður. Björgunarfólk vinnur gott starf í anda jafnræðis, sem betur fer.

Ívar Pálsson, 28.8.2007 kl. 15:34

10 identicon

Kæri bloggeigandi

Ég held þú ættir að hugsa aðeins lengra en út frá sjálfri þér og einhverjum kostnaði.  Hugsaðu um þá sem eiga um sárt að binda...og ef þú værir í þeirra sporum...

Kalli (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 15:35

11 Smámynd: Helga Linnet

það er sko enginn að tala um að setja "verðmiða" á mannslíf, það er bara fáránlegt. Ég veit að sveitirnar eru reknar af ágóða flugeldasala, happdrættismiða og fleiru og að björgunarsveitarmenn eru í sjálfboðavinnu og allt það. Mér finnst samt að það þurfi að setja á einn eða annan hátt einhverja reglu um ferðir á svona hættulega staði.Mjög gáfað fólk getur lent í vandræðum, þetta var væntanlega bara slys, hvað sem kom fyrir.Ég er heldur ekki að tala um að bara íslendingar megi lenda í vandræðum, eins og ég segi hér fyrir ofan "Ég hef ekkert á móti því að ferðamenn ferðist hérlendis og að þeim verði veitt nauðsynleg aðstoð, sama í hverju hún er fólgin en eigi að síður finnst mér eðlilegt að það séu sett takmörk fyrir öllu."Vegirnir hérlendis eru ekki mönnum bjóðandi margir hverjir. Það eru mjög fáir erlendir ferðamenn sem átta sig á hættunni við malarvegina og hversu þröngir margir af okkar vegum eru.Ég hef persónulega ekki þurft að gjalda þess að leitað sé eftir útlendingum en hinsvega er maðurinn minn fyrrverandi björgunarsveitarmaður og hann hefur þurft að grafa ýmislegt upp og þar á meðal lík af útlendingum. Ég ber mikla virðingu fyrir björgunarsveitarfólki sem leggur líf sitt í hættu við að leita að fólki eða koma fólki til bjargar. Ég myndi bara ekki vilja vera eiginkona einhvers þeirra sem leita á hættulegum svæðum og vita ekki hvort hann komi heill heim eða ekki.

Ég er heldur ekki að mælast til þess að það eigi bara að hætta að leita og málið er dautt, síður en svo, þetta mál er orðið flókið, langt og erfitt.

Helga Linnet, 28.8.2007 kl. 15:37

12 Smámynd: Sigurjón

Ég er ekki sammála því að þetta sé fáránlegt.  Það er ástæða til að leita að mönnunum og reyna að finna þá, lífs eða liðna, svo framarlega sem einhverjar vísbendingar eru til staðar.

Hins vegar er ég sammála því að það þarf að gera gangskör í öryggismálum þeirra sem ætla inn á hálendi, t.d. tilkynningarskyldu, örmerki sem hægt er að rekja eða eitthvað því um líkt. 

Sigurjón, 28.8.2007 kl. 15:48

13 Smámynd: Ívar Pálsson

Helga, svarar viðbótarskýring þín einhverju? Þú talar í hring og ert byrjuð á öðrum hring. Hvað koma vegir landsins þessu við? Ef þetta er flókið, langt og erfitt mál, hvað er það sem stendur eftir af skoðun þinni? Ertu enn á þeirri skoðun eins og kl. 14:56 að þetta sé fáránlegt, heimskir erlendir ferðamenn vaði upp um hálendið og séu hættulegir í umferðinni og að það beri að takmarka aðstoðina? Já, og að bæta  eigi regluveldið? Nú er mál að linni.

Ívar Pálsson, 28.8.2007 kl. 15:53

14 identicon

Þú ert nú meira helvítis fíflið.

Sósupétur (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 16:01

15 identicon

Ég held að Helga hafi nú bara verið svo djörf að skrifa það sem margir okkar hafa hugsað! Og fær hún prik fyrir það í minni bók! Bárður fær líka prik fyrir kaldhæðnislegustu kommentin - ég gat nú ekki annað en hlegið!

Sigga (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 16:02

16 Smámynd: súkkan

Það er alltaf sorglegt þegar fólk týnist og ennþá verra ef það finnst ekki. Björgunnarsveita flokkarnir hafa staðið sig eins og hetjur og eiga heiður skilið fyrir hugrekkið. Hitt er svo annað mál að það væri kannski hægt aðkoma í veg fyrir eða a,m,k, minnka þessi slys eða óhöpp. Til dæmis láta alla sem koma til landsins og ætla í hálendisferðir hafa einhverskonar neyðarsendi sem þeir leigja,(fá endurgreit þegar þeir koma til byggða) þannig væri hægt að fylgjast með þeim, ef eithvað kemur uppá. Nú er ég ekki að skjóta á einn . HVÍTIR,SVARTIR,GULIR SAMKYNHNEYGÐU,ALLIR eiga sinn tilveru rétt Bárður Heiðar ekki veit ég hvað rétt þú hefur til að dæma.

súkkan, 28.8.2007 kl. 16:12

17 Smámynd: Helga Linnet

ég var að svara mörgum spurningum í einu Ívar.

Ég sagði aldrei að allir ferðamenn væru heimskir....ég var að leggja áherslu á það að það ÞARF að setja einhverjar reglur varðandi för á jökla eða hálendi. Ég ætla ekki að skrifa lögin eða reglurnar en það væri sennilega bara þjóðráð að útbúa einhverskonar "hálsfesti" sem fólk, útlendingar eða íslendingar fá um hálsinn sem sendir út einhverskonar upplýsingar um staðsetningu ef halda á út í óbyggðir

Jóhann talar um vegina á Íslandi og svaraði ég því líka.

Ég held því enn fram kl 16:10 að þetta sé orðið langt mál og flókið. Ég sagði líka í svari mínu að ég ætlaðist ekki til þess að leitinni yrði hætt! Eins sagði ég líka afdráttarlaust að það eigi að aðstoða alla þá sem væru í nauðum staddir, hvort sem um trúleysingja, svarta menn eða eitthvað annað. Í mínum huga standa allir jafnir.

Ég var heldur ekki BARA að vitna í þessa ferðamenn sem verið er að leita að núna, þetta er bara ekki í fyrsta skiptið sem svona stór björgunarleiðangur er kallaður út vegna leitar á jökli eða hálendi af fólki sem villst hefur af leið eða hrapað og dáið.

Ég mæli með að einhver finni upp á einhverskonar sendibúnaði sem fólki er skylt að hafa um hálsinn ætli það á annað borð að ferðast á jökli eða hálendi. Það myndi létta mikið á björgunarfólki.

Helga Linnet, 28.8.2007 kl. 16:12

18 Smámynd: Ívar Pálsson

Við sem flækjumst á jöklum viljum gjarnan kaupa létta neyðarsenda eða síma/ talstöðvar en sendarnir eru ekki leyfðir í sölu til einkaaðila og þeir mega ekki fá síma í Tetra- kerfið, sem komið er upp með ærnum kostnaði en er aðeins fyrir björgunaraðila og löggæslu. Við höfum því orðið að kaupa okkur rándýran gerfihnattasíma (120 þús), með dýrum gjöldum og vonum við að sá sem fellur í sprunguna sé ekki sá með símann! Von er á nýju kerfi á næsta ári með langdrægum símum, en það tekur tíma að þétta það net. Mér finnst þröngsýni að selja ekki sendana til einkaaðila. Maður gæti t.d. keypt tryggingu samhliða þeim kaupum.

Ívar Pálsson, 28.8.2007 kl. 16:28

19 identicon

1. þú segir þetta vera fáránlegt: hvað er fáránlegt? er það fáránlegt að menn sem eru í hópi þeirra miljóna sem vilja ferðast um hálendi og klifra í ís tínist og lendi í hættu? vissulega er það hættulegt að stunda fjallamensku af þeirri gráðu sem þeir gera ef menn eru óreyndir ég veit það sjálfur því ég stunda fjallamensku og klifur,  en er það ekki líka hættulegt að fara niður í bæ um helgi? hverju á maður von á þar?

setjum bara upp smá dæmi: þú ætlar að fara niður í bæ um helgi, þú ert að rölta laugarvegin með áfengi í hendi og ert búin að drekka töluvert, þú ert orðin verulega drukkin, þú hrasar um glerflösku og brýtur á þér sköflungin, fyndist þér að sjúkraflutningamennirnir ættu að hjálpa þér? þú ert jú búin að gerast sek um lögbrot........ það er með öllu ólöglegt að vera ölvaður á almannafæri og að hafa áfengi um hönd á almannafæri, hvort er nú fáránlegra það að stunda heilbrigt áhugamál eins og það að ferðast á fjöllum (líkt og þjóðverjarnir gerðu) eða það að vera ölvaður niðri í miðbæ reykjarvíkur (líkt og fleiri þúsundir gera hverja helgi) og stofna sér og öðrum í hættu (sem gerist líka hverja helgi)

er það ekki fáránlegt að vera ölvaður niðri í bæ? getur það ekki hent allt fólk að lenda í ógöngum sem það ætlaði ekki að lenda í?

2. þú segir að útlendingar séu stórhættulegir í umferðini! þá langar mig að spyrja, hversu hættulegir eru þeir í umferðini miðað við okkur íslendingana?? að mínu mati þá erum við íslendingarnir hættulegri í umferðini heldur en útlendingar, vissulega eru það einn og einn sem er ekki hæfur til að vera í umferðini, en hvað er það á við íslendinga í umferðinni?? hefur þú virkilega ekki fylgst með þjóðfélags umræðuni síðastliðin ár?? þar eru hættulegir íslendingar iðulega í umræðuni, hvernig væri að gera rótækar aðgerir þar áður en maður fer að gera það við útlendinga. ...öll þessi slys sem eru í umferini eru iðulega af völdum íslendinga,   HVERNIG ERT ÞÚ Í UMFERÐINNI? svo öll þessi aðstoð sem björgunarsveitir lögregla og slökkvilið eru að veita fólki er venjulega vegna íslendinga

 3. þú villt að það séu takmörk: fyrir hverju villtu að séu takmörk? villtu að það séu takmörk á tíma og fjaölda daga sem fer í svona leit? villtu að það séu takmörk fyrir fjölda manna sem eru að leita? villtu að það séu takmarkaðar þyrlur í svona leit? hvað ertu að tala um?  hvernig takmörk villtu setja? og áhvaða forsendum?  Ef þú ert sérfróð um leit og björgun á íslandi og við íslenskar aðstæður, ef þú ert sérfróð um fjallabjörgun, sprungubjörgun, rústabjörgun, sjóbjörgun, leit í snjóflóðum, leit í hellum, ef þú ert með fagnámskeið í leitartækni, ef þú ert með fagnámskeið í Fyrstuhjálp ef þú ert sjúkraflutningamaður, lögreglumaður, slökkviliðsmaður, björgunarsveitarmaður, þyrluflugmaður og hefur virkilega svona mikla þekkingu á þessu þá er það frábært, þá vill ég sjálfur mæla með þér sem yfirmann almannvarna á íslandi,  það myndi spara tíma, mannafla og fyrst og fremst peninga,

hingað til hafa nefnilega bara færustu menn og konur stjórnað þessu, allt fólk með mikla mentun og reynslu í þessum störfum og oft með áratuga reynslu, flest þetta fólk hefur þurft að fara út fyrir landsteinana til að afla sér mentunar og reynslu því það er búið að sprengja alla skala á íslandi, þá er ég að tala um fólkið sem stjórnar aðgerðum sem og fólkið sem er á vetvangi og sinnir björgunum

1. þetta er ekki fáránlegt, þetta er okkar skylda, ef þínir ættingjar myndu tínast á fjöllum í þýskalandi þá myndiru vilja að það færi allavega ár í leitina.

2. að kalla þessa menn heimska lýsir þinni eigin fáfræði, hvað veistu nema þetta séu bráðgáfaðir menn

3. það ætti ekki að setja neinar reglur um þessi svæði frekar en önnur (þarna lýsiru aftur þinni fáfræði) mér finnst hins vegar það ætti að kynna landið og hálendið betur fyrir erlendum ferðamönnum sem´innlendum

4. erlendir ferðamenn eru ekki eins hættulegir í umferðini og íslenskir

5. það er ekkert að ævintýraþrá fólks, ævintýraþrá er nauðsynleg og mjög heilbrigð

6. skilgreindu betur hvað þú átt við með takmörk, villtu ekki að það sé leitað að þessum mönnum?

svo langar mig að benda þér á nokkur atriði (svo þú verðir örlítið fróðari)

1. það er aldrei eins mikið að gera hjá björgunarsveitum á íslandi og þegar haustar að, því þá fara rjúpnaskytturnar á stjá og það þarf að leita að þeim.

2. svo fara sleðamennirnir á stjá og það þarf að leita að þeim.

3. svo eru það jeppamennirnir það þarf að draga þá úr sprungum og bjarga þeim.

horfðu aðeins í kringum´þig og hugsaðu aðeins út fyrir ramann, það eru margfallt fleiri íslendingar sem þarf að hjálpa heldur en útlendingar, mig langar nú td að nefna eitt þekt dæmi og það er guðmundar og geirfinns málið, þar var verið að leita í mörg ár,

svo get ég nefnt fleiri dæmi þar sem hefur verið þurft að leita að íslendingum í fleiri daga jafnvel og það gerist nú bara á hverju hausti og vetri

ég er björgunarsveitarmaður og hef þú ert tilbúin að kenna okkur hinum hvernig á að gera þetta´þá er eg mjög opin fyrir því

ég vona samt að þú sért ekki í björgunarsveit, allavega þá vill ég ekki vinna með þér

Eyþór Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 16:29

20 identicon

já og alveg rétt!! þú spyrð hver borgar brúsan, allur kostnaður á bakvið þessa 200 björgunarsveitarmenn eru kostaðir af þeim,

það erum við sjálf í björgnarsveitunum sem borgum: matinn, launamissirinn, við borgum allan okkar búnað sjálf og viðgerð á honum, olía á bílana borga sveitirnar sjálfar en það er það sem við erum búin að kosta í fjáröflunum, þnnig að við í raun borgum það líka, en anars þá er það peningurinn sem kemur af flugeldunum sem kostar það.

hver og einn björgunarsveitar maður þarf að kosta sinn búnað sjálfur og það eru fleiri hundruð þúsund á mann, sjálfur er ég búin að kosta minn búnað fyrir hátt í 2 miljónir,

þannig að það sem ríkið kostar er reksturinn á þyrlunum, og næturvinnan fyrir Víði og hina hjá almannavörnum og lögreglu

Eyþór Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 16:44

21 identicon

Það er bara hið besta mál að leitað sé að ferðamönnunum áfram, ég tala nú ekki um fyrst það fundust nýjar vísbendingar!

Ekki væri ég tilbúin til að ganga þessa leið, vitandi að ég gæti átt von á því að ganga fram á tvo þjóðverja frostna í hel, einhversstaðar á þessu svæði!

Og hvernig helduru að það sé fyrir aðstandendur þeirra að eiga við sorgina þegar mennirnir finnast ekki! Ég hefði haldið að það yrði mun erfiðara fyrir þá sem standa að þeim að vinna úr henni við slíkar aðstæður.

Ég held að það sem fólk er að reyna að benda þér á hér að þessi bloggfærsla þín um þetta mjög svo viðkvæma mál var á ótrúlega ómálefnalegum nótum, að spyrja hvort við Íslendingar ættum að gjalda fyrir heimsku ferðamanna!? Þú sem fullorðin kona ættir að vita betur en svo að þetta er mjög óvarlega orðað.

Þú segir að það eigi að vera takmörk fyrir öllu, ég get ekki skilið það öðruvísi en að þú sért að benda á að þér finnist að það eigi ekki að leita lengur að mönnunum! Í þínum augum væri greinilega mun skynsamlegra að láta vísbendingarnar eiga sig og láta þá breytast í ísklumpa þarna uppá jökli

Ég held að þú ættir að lesa betur milli línanna hjá þér og vanda orðavalið betur næst!

Bryndís (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 16:48

22 identicon

já Saltpilla ég er ekki alveg að skilja þetta hjá henni, en vonandi að þetta lagist hjá henni:)

en já við kjósum það sjálf að vera skráð í björgunarsveitir, en getum ekki skorast undan ef við fáum útkall þá er það orðið okkar skilda,

en gott að vita að það er fólk sem stendur með okkur;)

svo er íslenska ríkið líka skildað til að leita að tíndu fólki innan íslenskrar lögsögu ef við förum út í það

Eyþór Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 16:51

23 identicon

Sæl og blessuð öll.

Mikið finnst mér ömurlegt að lesa öll þessi skrif. Í Biblíunni stendur: "Þú talar eins og heimskar konur tala." Job. 2:10. Þetta sagði Job við konu sína. Það er það sem þið öll eruð að gera núna.  Nær væri að þið mynduð eyða orkunni í að biðja almáttugan Guð að vernda björgunarsveitamennina sem eru að leita af Þjóðverjunum. það stendur líka í Biblíunni að við eigum að biðja fyrir óvínum okkar. Notið nú tímann í eitthvað vitlegra en svona skrif. Að lokum Guð fer ekki í manngreiningarálit. Meira að segja hann elskar ykkur jafn mikið og hann elskar fólk sem er af öðrum kynþáttum.

Takk fyrir.

Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 17:08

24 Smámynd: Helga Linnet

Mér finnst Eyþór og "saltpillu frúin" aðeins snúa út úr fyrir mér í þessum pistlum sem ég hef verið að skrifa.

1) Ég hef ALDREI sagt að þessir þjóðverjar væru heimskir ferðamenn.

2) reglurnar sem ég vil að séu settar eru mjög einfaldar. Ekki að segja blátt bann við ferðamenn heldur að takmarka tímann á svona ferðalögum þegar hættulegast er að ferðast þar um.

3) Ég var heldur ekki að býsnast yfir ævintýraþrá, það er mjög holt að vera með ævintýraþrá og hverjum manni nauðsynlegt til að hafa gaman af lífinu.

4) Ég er ekki að banna ferðamenn um þjóðvegi íslands, ég var ekki að tala um ferðamenn í umferðinni í höfuðborginni eða nágrenni þess heldur á þjóðveginum um landið. Það er því miður allt of margir ferðamenn sem slasast árlega í umferðinni á þjóðveginum. Íslendingar gera það gjarnan líka en ekki í eins miklu mæli og útlendingar (ég er ekki að tala um höfuðborgina eða nágrenni).

5) ég er ekki sérfróð um björgunarstörf og ég sagði ALDREI að það ætti að hætta leitinni.

Enn og aftur segi ég það að ég tek ofan fyrir björgunarfólki. Þeir eiga allt gott skilið fyrir þá elju og dugnað sem þeir sýna við hverskyns björgunarstörf.

Ég hef enga þörf fyrir að rífast eitthvað frekar um björgunarstörf eða eitthvað annað. Þetta er mín skoðun og ég vil ekki tala um að ég sé eitthvað fáfróð manneskja frekar en einhver annar. Síðast þegar ég vissi ríkti málfrelsi.

Helga Linnet, 28.8.2007 kl. 17:12

25 identicon

Kæri blogg eigandi, ég vona að þú hafir ekki fengið gíróseðil sendan útaf olíueyðslu á þyrlunum:/  allavega hef ég ekki fengið neitt...

ef þú hefur ekki fengið gíró en þá stílaða á "vegna leitar í svínafellsjökli" þá hugsa ég að þú eigir ekki eftir að finna mikið fyrir þessu, það væri frekar að ræða laun ráðherra þessarar herrans þjóðar og framkvæmdarstjórum stofnana, þá máttu endilega setja þar fyrir ofan "HVER BORGAR BRÚSAN"

en þegar manslíf er í veði þá er mér alveg sama hvað þyrlunar fljúga oft upp á hvannadalshnjúk, eða hvort Víðir hjá almanavörnum skrifi á sig auka klukkutíma. það var útaf þessu sem við fjölguðum þyrlunum er það ekki?

og hvað mig varðar þá er ég tilbúin að fara eins margar ferðir á hvannadalshnjúk og síga endalaust í sprungur til að leita að þessum mönnum (svo lengi sem líkaminn leyfir) það væri frekar að ég ætti að segja "hver borgar brúsan" því það er slitið á öxunum mínum og ísskrúfum sem þetta bitnar á rifnum galla og fleira í þeim dúr, en ég ætla samt ekki að fara að segja það, það er þetta sem ég er að bjóða mig fram í svo það er í lagi

Eyþór Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 17:17

26 identicon

já Helga það ríkir málfrelsi sem er hið besta mál, og gaman að þú skulir svara, én ég hef greinilega bara lesið vitlaust úr þessu öllu hjá þér  gott að vita þetta

en svona til að auka fróðleikan, hvað varðar slysin á þjóðvegum landsins þá hafa íslendingar líka vinningin og eru langt fyrir ofan útlendinga þar sem og annarstaðar hvað varðar slys

svo lengi sem þú ert ekki útlendingur á kárahnjúkum eða koma þaðan.

Eyþór Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 17:25

27 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ekki hélt ég að við ættum til svona furðulega hugsandi einstaklinga í þessu þjóðfélagi. Gaman væri að vita hvað Helga gerir sjálf til styrktar björgunarsveitunum. Hvað er það sem hún sér svona mikið eftir? Eyþór þetta eru mjög góð komment hjá þér. Það vita vonandi allir hvað þið leggið mikið af mörkum til handa okkur sem lendum í vanda, sem bankar upp á hjá mörgum okkar. Ég held að Helga ætti að endurskoða hausinn á sér og það rækilega áður en hún fer út í svona umræðu.

Hallgrímur Guðmundsson, 28.8.2007 kl. 17:30

28 identicon

Sæl aftur.

Þið eruð ennþá að kíta. Hvað gagnar það?

Helga, væri ekki best að henda öllu þessi rugli í ruslatunnuna? Það væri best fyrir alla aðila. Það fæst engin niðurstaða í þessu rugli. Ég trúi því að við eigum ennþá von með að finna Þjóðverjana. Ef verða vandræði með að greiða reikninga má selja eitthvað af þessum dýru sendiráðum út um allan heim og kaupa minna.

Kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 18:00

29 identicon

hvernig takmörk myndir þú vilja setja ef ég má spyrja?..

ef þú týnist upp á jökli þá leitum við í 4 daga og svo ekki söguna meir, svo vertu á áberandi stað!

ef að báturinn þinn sekkur, passaðu þá að það sé eitthvað sem sýnir hvar þú ert.. annars leitum við ekki!

Ef að þú ert útlendingur á bíl á íslandi, hafðu hann þá appelsínugulann svo við vitum að við eigum ekki að hjálpa!

Og ein önnur spurning.. ef þetta væru íslendingar sem væru týndir uppi á jökli værir þú þá að skrifa þetta blog?

mér finnst að allir eigi skilið sömu hjálp, sama hvort þú ert íslendingur eða útlendingur.. og ég sem björgunarsveitarmanneskja er tilbúin til að leggja allt sem ég get á mig til að veita fólki hana

af því að ég ætlast til þess að ef ég týnist eða dett ofan í sprungu í næstu fjallaferð þá komi einhver að leita af mér

Helga María Heiðarsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 20:41

30 Smámynd: Huld S. Ringsted

Heyr Heyr Helga María.

Kveðja Sjómannskona.

Huld S. Ringsted, 28.8.2007 kl. 20:50

31 Smámynd: Guðni Þór Björgvinsson

Nenni ekki að lesa í gegnum öll kommentin en ég held að blogeigandi ætti að ná sér í eina bók um flug 571.

http://en.wikipedia.org/wiki/Uruguayan_Air_Force_Flight_571 

Guðni Þór Björgvinsson, 29.8.2007 kl. 15:40

32 identicon

ok sko bara svona ein athugasemd, ég veit þú meinar vel með þessu að það eigi að setja takmarkanir á þetta en þá er þetta ekki lengur ferðafrelsi. Maðurinn minn er Björgunarsveitamaður og hefur tekið þátt í þó nokkuð mörgum leitum, lagt sig í hættu við þá hluti og auðvitað er mér ekki sama, hef nú stundum áhyggjur af því hvort hann sé að slasa sig eða ekki. Málið er bara það að hvort sem hann er að bjarga öðrum eða bara að keyra á þjóðveginum þá er alveg jafn mikil hætta á ferðum. Það á alls ekki að setja neinar takmarkanir á ferðalög útlendinga hér á landi frekar en að íslendingar séu með takmarkanir hér eða erlendis. Við ættum að vera stolt af því að útlendingar vilji skoða landið okkar, þeir gera meira af því en við hin. Þeir sem skrá sig í Björgunarsveit eiga lof skilið fyrir það hvað þeir eru tilbúinir að gera fyrir aðra. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því að þetta sé lagt á þig hvort sem það er skattalega séð eða launalega. Björgunarsveitir fá sitt fjármagn af sölu flugelda og happadrættismiða og það er meira að segja val hvers og eins hvort hann styrkir þá eða ekki. Ef þú ert eitthvað á móti kostnaði við björgun þá þarftu ekki að styrkja þá ;) En hvað mig varðar þá er ég stolt af mínum manni að vera í Björgunarsveit, það er ekkert útkall sem hann hefur ekki farið í þegar að boðin koma. Það eru allir jafnir hvort sem það eru íslendingar eða útlendingar.

Helga B (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 259625

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband