. - Hausmynd

.

útúrsnúningur og misskilningur

Það er ótrúlegur múgæsingur í kringum fyrri bloggfærsluna hjá mér. Ég skal viðurkenna að ég notaði ekki alveg rétt orðalag í færslunni en ég reyndi að útskýra mitt mál í athugasemdum. Það breytti því ekki, fólk las kannski ekki alveg allt og úr varð mikill múgæsingur

Það sem mér fannst fáránlegt í þessu öllu saman var einna helst það að við lifum í mikilli tækni og það er ekki enn búið að finna upp á því að láta alla þá sem fara hættulegar slóðir hafa einhverskonar armband eða álíka með einhverskonar sendi sem er að sjálfsögðu merktur með kóða í tölvum og ef til þess kemur þá er hægt að skanna staðsetningu viðkomandi ef hann hefur ekki skilað sér á réttum tíma.

Þetta á kannski ekki við um þá sem eru á sjó en þar eru annarskonar tæki sem sýna staðsetningu bátanna en þeir sem falla útbyrðis í slysum eru alveg óvarðir.

Þetta er kannski mjög dýrt í framkvæmd en þetta gæti sparað nokkur mannslífin (ef við förum að setja verðmiða á mannslíf á annað borð), ekki bara það, þá sparar þetta mikla leit og mikinn kostnað sem fellur til eins og viðhald á bifreiðum og þyrlum. Björgunarmenn þurfa ekki að eyða eins miklum tíma í leit.

Kannski er þetta erfitt í framkvæmd, ég veit ekkert um það. En þetta er þó allavega hugmynd þar sem við lifum og hrærumst í tækniveröld.

Ekki óska ég neinum þann dauðdaga að hýrast úti í frosti, villtur eða slasaður og fá ekki aðstoð. Það er sama hvort manneskjan er hvít, svört, gyðingur, kristinn, trúleysingi, hommi, lesbía ríkur, fátækur eða hvað, það eiga allir það skilið að njóta sömu réttinda.

Björgunarmenn eiga allan heiður skilið fyrir þessa elju að leita í marga klukkutíma á dag, að fórna jafnvel sínu lífi fyrir einhvern annan. Annað eins hefur nú gerst.

Það vita það allir sem mig þekkja að ég er ekki kaldrifjaður morðingi og segi bara að þeir sem leggja líf sitt í hættu við sína iðju eigi það skilið. Það er ekki ég. Mörgum fannst það kannski í ljósi fyrri bloggfærslu, en það er misskilningur.

Ég hef heldur ekki talað um að allir ferðamenn, erlendir sem innlendir séu heimskir. En það vita það allir að inn á milli leynast slíkir náungar og það litar útfrá sér.

Ef það er ekki rétt, afhverju er þá verið að tala um að hækka bílprófsaldurinn! Vegna þess að það eru nokkrir inn á milli sem hegða sér eins og fífl og skemma fyrir öllum hinum. (Þetta var dæmi)

Ég vona það svo sannarlega að þessir týndu ferðamenn finnist. Allra vegna. Þeir eiga ekki skilið að hýrast úti og ef þeir eru látnir, þá verða ástvinirnir að fá þá heim til að jarða þá sómasamlega.

Hugsið ykkur um áður en þið skjótið náungan í kaf. Eins og einhver sagði:

Dæmdu aldrei í reiði!  Reiðin líður hjá en dómurinn stendur eftir.  W.Z. Judge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

I hear you - Peace, love and understanding.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.8.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband