. - Hausmynd

.

Glæsileg frammistaða

Frábær frammistaða lögreglunnar. Hún fær rós í hnappagatið fyrir þetta. Smile

Nú verður maður bara að vona að þessir menn fari á bakvið lás og slá í langan tíma og ekki verði svona klúður eins og með Briggs-málið þegar hann gaf íslenskum dómstól langt nef eftir að hafa verið sýknaður sekur og fór af landi brott með "sakarbætur". GetLost

 


mbl.is Tugir kílóa af fíkniefnum í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Furðulegt að fólk trúi því að þetta skili árangri... þetta er bara dropi í
hafinu.

"Tugir kílóa"... úúú á ég að skjálfa? Ég veit ekki betur en að ríkið sjálft
sé að flytja inn fíkniefni í tonnatali. Þessi barátta er sorgleg að öllu
leiti, hversu lengi ætlum við að herma eftir fíkniefnastríði kanans? Hvenær
ætlum við að hætta að mismuna fólki vegna neyslu og lífstíls?

Geiri (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 17:04

2 Smámynd: Helga Linnet

Hvað meinar þú með að mismuna fólki vegna neyslu og lífstíls?

Ég (og væntanlega flestir) geri mér grein fyrir að þetta er bara dropi í hafinu en eitt er víst að þetta er betra en ekkert! Eða er það ekki?!

Víst er það satt að Ríkið flytur inn fíkniefni í tonnatali en það er ennþá "löglegt" efni sem þeir eru með en vissulega skaðvaldur. Ég hlakka til þess dags þegar rettur verða bannaðar....en það gerist líklega ekki á meðan ég lifi.

Helga Linnet, 20.9.2007 kl. 17:11

3 identicon

Af hverju bara rettur? Drekkur þú sjálf áfengi?

Geiri (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 18:09

4 Smámynd: Helga Linnet

Rettur eru að mínu mati verra fíkniefni en áfengi, ég er ekki með fóbíu fyrir áfengi en ég gæti svo sannarlega verið án þess líka svo mér væri nett sama þótt áfengi OG rettur væru bannaðar.

Hinsvegar verður þú Geiri að horfast í augu við það að fíkniefnin drepa jafnvel hraðar en sígarettur og/eða áfengi.

Ég spyr þig Geiri, hvort þú sért sjálfur í fíkniefnum (hvort sem það séu alvöru fíkniefni, sígarettur eða áfengi) eða hvort þú hafir um einhverja sérstaka hagsmuni að gæta í þessum efnum sem gerir það að verkum að þú ert svona neikvæður gagnvart þessari frétt.

Helga Linnet, 20.9.2007 kl. 19:06

5 identicon

Helga alltaf gaman að sjá fólk búast við því að einstaklingur sem er á móti fíkniefnalöggjöf sé í fíkniefnaneyslu :)

Við eigum því miður öll hagsmuna að gæta í þessu máli.. Við borgum öll skatt (og peningurinn sem er við svona aðgerðir er óhuggnalegur) og einnig viljum við flest vera örugg. Neysla, glæpastarfsemir, dópsala, handrukkanir, fíkniefnasmygl hefur allt aukist við aukna löggjöf.. Einnig eru efnin öll blönduð af dópsölunum til að þeir græði meira, fíklar geta aldrei vitað hvað þeir eru að fá, hvort það sé hreint efni eða rottueytur blandað við fíkniefni.

Ég mæli með að þú horfir á þetta myndband áður en þú tekur afstöðu, þar sem þú þekkir greinilega ekki afleiðingar fíkniefnalöggjafar.. http://www.youtube.com/watch?v=MEdzZaXwf8o 

stebbi (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 22:12

6 Smámynd: Helga Linnet

Ég er nú ekki alveg að skilja hvað Homer Simpson á að kenna mér í þessu myndbandi....en anyway...

Það er alveg satt að við eigum öll hagsmuna að gæta. Þetta er mjög flókið allt og mjög erfitt viðureignar.

Helga Linnet, 20.9.2007 kl. 23:04

7 identicon

Sammála þér Helga. Allir, sem vilja sporna gegn fíkniefnabölinu, hljóta að gleðjast yfir þessum árangri. Þetta magn hefði dugað til að eyðileggja mjög marga einstaklinga.

Stebbi (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 00:16

8 identicon

"Rettur eru að mínu mati verra fíkniefni en áfengi"

Að mínu mati er áfengi verra en sígarettur og ég skal telja upp tvo mikilvæga punkta...

 1. Þó að færri láti lífið vegna áfengis þá eru töpuð lífsár svipuð og vegna reykinga, þar sem fleira ungt fólk lætur lífið vegna drykkju. Reykingamaðurinn fær yfirleitt 20-30 ár til þess að hætta neyslunni áður en hann tapar lífinu, hinsvegar getur unglingur látið lífið af áfengiseitrun strax á fyrsta fylleríi.

2. Áfengi hefur meiri áhrif á aðra heldur en reykingar (óbeinar reykingar geta skaðað en hinsvegar getur viðkomandi forðast slíkt auðveldlega). Helmingur ofbeldisverka eru framin undir áhrifum áfengis og ekkert hefur sundrað jafn mörgum fjölskyldum á Íslandi og áfengið.

Mér er annars drullusama hvort þú sért alki eða drekkir bara eitt vínglas með matnum, þú ert alveg jafn mikill hræsnari sama hversu mikið magn þú færð þér. Ég er ekki á móti þessum fasisma yfirvalda vegna eigin hagsmuna. Já ég viðurkenni að ég er í HÓFLEGRI NEYSLU ólöglegra efna og hef gert það í mörg ár. En fíkniefni eru mjög aðgengileg á Íslandi og munu alltaf verða það, svo það eru engir persónulegir hagsmunir. En já ég skal viðurkenna það fyrir þér að ég myndaði þessa skoðun eftir að ég sjálfur prófaði efnin, þá fyrst áttaði ég mig á því hvernig samfélagið hefur verið að heilaþvo mann alveg frá æskuárunum. Hversu öfgafullum og röngu áróðri lögreglumenn voru að troða í hausinn á manni í kennslustofum. Árin líða og ekki er ég orðinn fíkill, greinilega ekki rétt allavega í mínu tilfelli að maður verði háður eftir aðeins eitt skipti. Ég hef komist að því að það er hægt að nota fíkniefni hóflegra, sama hvort það sé ríkisvökvinn eða eitthvað annað. Einnig hef ég verið með annan fótinn í undirheimunum og líkaði ekki það sem ég sá, ástandið þar er hræðilegt vegna þess að ólögleiki fíkniefna er að skapa umhverfi þar sem alþjóðleg glæpasamtök þrífast. Svo það er ekki vandamál fyrir mig að redda, en ég held að það sé skárra að styrkja lögleg fyrirtæki heldur en aðila sem gætu hugsanlega verið að berja fólk og safna vopnum.

Trúðu mér 99% dópsala vilja ekki að fíkniefni verði lögleidd, þeirra hagsmunir eru að þau verði áfram ólögleg til þess að halda uppi verðinu. Einnig veit ég að dauðsföll myndu hlutfallslega fækka við lögleiðingu vegna þess að viðskiptavinurinn gæti fengið nákvæmar upplýsingar (t.d. um styrkleika og leiðbeiningar um notkun) og getað treyst því að það sé ekki búið að blanda því við rottueitur til þess að spara peninga. Fíklar ættu auðveldara með að halda vinnu og halda sig frá glæpum vegna þess að þeir ættu efni á því. Aldrei heyrir maður um drykkju- eða reykingafólk með handrukkara á eftir sér eða stela fyrir næsta skammt, það er ekki vegna þess að efnin sjálf eru skárri heldur vegna þess að þau eru LÖGLEG!

Geiri (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 02:04

9 Smámynd: Helga Linnet

Mér finnst það nú frekar djúpt í árina tekið að kalla mig hræsnara fyrir að vilja koma í veg fyrir fíkniefnasmygl

Ég er alveg sammála þér í því að það eru fleiri sem drekka frá sér lífið heldur en reykja, því er ekki að neita.

Ég sjálf hef aldrei verið í fíkniefnum (af neinu tagi) og ég viðurkenni það fúslega að ég fæ mér einstaka sinnum hvítvín/rauðvín eða aðra létta drykki en ég get vel verið án þess líka.

Það er einnig gott að heyra að þú hefur stjórn á þinni neyslu sjálfur en því miður eru það bara óskaplega fáir sem hafa þessa stjórn hvað varðar fíkniefni. Ég var með strák í skóla sem var (og er) afskaplega klár drengur en hann varð að fara um hverja helgi að dópa sig svo hann mætti aldrei á mánudögum og þriðjudögum í skólann en samt tókst honum að vera með þeim hæstu í bekknum. Þetta er hægt en ekki allir sem geta þetta.

Mín skoðun stendur samt að það eigi ekki að lögleiða fíkniefni. Ég hef verið að reyna að horfa út frá þínu sjónarhorni eins og þú segir sjálfur: "dauðsföll myndu hlutfallslega fækka við lögleiðingu vegna þess að viðskiptavinurinn gæti fengið nákvæmar upplýsingar (t.d. um styrkleika og leiðbeiningar um notkun) og getað treyst því að það sé ekki búið að blanda því við rottueitur til þess að spara peninga." Ég get verið sammála að einhverju leiti en það þarf að sannfæra mig betur til þess að taka sama pólinn í hæðina og þú.

Gott að heyra aðra hlið á málinu og ég vil þakka þér fyrir, Geiri, að deila þinni sögu

Helga Linnet, 21.9.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband