. - Hausmynd

.

Víkingur með póker face!

Enn einn dagurinn uppfullur af verkjum. Ég get bara ekki lengur setið "aðgerðarlaus" og var neydd til þess að klára 3D verkefnið sem ég fékk í byrjun vikunnar. Það átti að funda í hádeginu og ég var ekki búin með það.

Ég sat stíf við tölvuna og lét sem ég fyndi ekkert til og hélt áfram ótrauð að vinna. Það var ekkert annað í boði. Skellti verkjalyfjum og bólgueyðandi töflum í mig í þeirri veiku von að þetta myndi slá á verkina í handlegginn.

Til að ögra mér aðeins, ákvað tölvu fjandinn að haga sér eins og sannkölluð tölva og gerði ekkert annað en að vera með leiðindi við mig. Ég átti í fullu fangi með að halda sönsum á þessu dóti en ákvað að láta þetta ekki fara svona í taugarnar á mér og kveikti á iPod græjunni minni sem ég keypti í ameríkunni og hélt áfram að hlusta á Mýrina það sem frá var horfið þegar ég hafði síðast slökkt á því. Djúpt sokkin í bæði sögu og vinnu ákvað tíminn að fara sér aðeins hraðar yfir svo ég varð að halda vel á spöðunum.

Án þess að eira mér nokkurri hvíldar, náði ég að senda frá mér ein 6 PDF skjöl með 1000fm iðnaðarhúsnæði séð frá öllum hliðum í 3D. Leit á klukkuna og vissi það að ég varð að fara að koma mér út í RL húsgögn og redda dýnu í rúmið hennar Sunnu.

Dreif mig út í jeppann og ók af stað. Var rétt komin inn í RL Húsgögn þegar ég fann að lyfin sem ég hafði tekið rúmlega þremur tímum fyrr voru alveg hætt að virka og verkurinn í öxlina og handlegginn orðinn óbærilegur. Ég þreifaði eftir töskunni minni, þar voru lyfin mín geymd en áttaði mig á því í öllu óðagotinu að ég hafði gleymt töskunni heima W00t. Ég gat ekkert gert annað en að setja upp víkingahattinn og halda áfram ótrauð. Ég varð að klára þetta víst ég var komin á staðinn. Ég hafði verið svo séð áður en ég fór að heiman að teikna upp hólfin sem körfurnar sem ég sóttist einnig eftir áttu að passa í. Sárþjáð af verkjum fann ég körfu sem passaði fínt í hólfin á rúminu hennar Sunnu. Það var aðeins einn galli......þær voru það hátt uppi að ég náðin ekki upp. Víkingurinn deyr að sjálfsögðu ekki ráðalaus og vissi það að starfsfólk er af skornum skammti í svona lágvöruverslunum að ekki yrði auðfengið að fá einn slíkan. Ég fann tröppu í næsta rekka og dröslaði henni að körfurekkanum og náði mér í körfu og skellti í innkaupakörfuna.

Því næst var haldið á efrihæðina þar sem dýnur og rúm voru til sýnis. Ég skunda upp með körfuna en var í engu stuði til að vera að versla. Mér leið illa og sama hvað ég reyndi að leggja verkina til hliðar þá þröngvuðu þeir sér alltaf fram aftur! Ég fer í dýnu "hólfið" og skoða þar úrvalið og verð en vissi ekki hvað snéri upp eða niður í þessum efnum svo ég ákvað að finna mér afgreiðslumanneskju til aðstoðar. Ég labba til baka og ég sé bara eina manneskju sem var klædd þessum bláa bol merktum RL búðinni. Hann var síðhærður og vel vaxinn maður. Hann pússaði glerborð af miklum ákafa og nautn. Ég hugsaði með mér þegar ég fylgdist með hreyfingunum hans á leiðinni til hans að annað hvort talar þessi fallegi maður ekki íslensku eða hann heldur að dýnur séu grænmeti FootinMouth Ég var ekki í stuði til að babbla einhverja ensku svo ég spurði manninn um leið og ég barði hann betur augum hvort einhver gæti aðstoðað mig í rúm-deildinni.

Hann lítur á mig með sínum fallegu brúnu augum og segir um hæl að hann ætti að geta aðstoðað mig þar. Hann var svo fallegur þessi drengur að ég varð að setja aftur upp víkingahattinn og póker face-ið og ganga á eftir honum. Hann gekk fyrir framan mig og ég gat ekki annað gert en að skoða manninn aðeins betur. Hann var ótrúlega flott vaxinn með ekta kúlurass sem passaði 100% í þröngu gallabuxurnar sem ýttu undir ótrúlegan vöxt á líkama hans. Hendurnar sterkbyggðar með mikla massa vöðva sem lögðust ekki alveg að síðunni. Engu líkara var að lærin væru svo vöðvamikil að hann náði ekki að ganga með þau þétt saman svo göngulagið varð eilítið gleitt og hann var í támjóum leðurstígvélum með kúrekamynstri. Hárið var snyrtilega sett í tagl svo fíngerða nánast svart hárið féll niður bakið og náði niður fyrir mitt bak. Hann var með 3 daga skegg og vel hirtur í alla staði. Afskaplega loðnir handleggirnir þaktir dökkum hárum héldu enn á tuskunni og glervökvanum. Hann lagði það frá sér þegar við komum inn í dýnu-deildina og sagði mér upp og ofan af springdýnum sem hann var með. Ég náði engri einbeitingu við það sem maðurinn sagði mér því ég var ekki bara hrifin af því að þessi útlendingur talaði nánast lýtalausa íslensku heldur vegna þess að hann hélt ekki að dýnur væri grænmeti! Hann vissi sitt lítið um það sem hann talaði um.

Þegar ég var komin á jörðina gat ég spurt hann út í dýnurnar betur og ég ákvað að kaupa (vonandi ágæta) springdýnu sem hann sýndi mér. Hann var snöggur að afgreiða miðann og vissi upp á hár hvað hann var að gera. Allar hreyfingar sýndu  að hann lagði sig í líma við að bæði þjóna viðskiptavininum og að vinna sína vinnu vel. Niðurstaðan mín var sú að það eru svo sannarlega til útlendingar sem vilja læra íslensku og vinna sína vinnu vel. En auðvitað er eitt og eitt fífl sem litar alla hina GetLost (sama á við um íslendinga að sjálfsögðu)

Ég dreif mig svo bara heim, hugsandi um ekki neitt annað en skammtinn minn sem ég ætlaði að gúffa í mig þegar heim kæmi Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það tók mig 1 ár að læra að tala sænskuna (dálítið seinn) enn ég er að vinna með manni frá Kosovo sem hefur búið í Svíþjóð í 30 ár og talar hræðilega sænsku... ég skil ekki hvernig maður vill setja sig í svona stöðu.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.9.2007 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

248 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband