. - Hausmynd

.

Dásamleg setning

Þegar elsta skottan mín var um það bil 14 ára vorum við að ræða saman. Ég var að kenna henni eitthvað (sem ég man ekki hvað var) og þá heyrist í þessari dömu; "Já, mamma. Ég veit þetta alveg, ég veit alveg jafn mikið og þú, bara aðeins meira" Shocking

Ég varð hvumsa yfir þessu og benti henni á það að það væri ekki allskostar rétt. Hún þrætti við mig og með það fór ég fram og ákvað að leyfa henni að leysa þetta verkefni sjálf.

Skömmu síðar kom hún til mín með spurningu og ég svaraði um hæl: "tja, seg þú mér það...veistu ekki allt jafn mikið og ég, bara aðeins meira?". Henni var ekki skemmt.

Eftir þetta hef ég notað þetta á hana í tíma og ótíma, bara til að minna hana á visku hennar. Hún hefur dregið alla þessa visku sína til baka og ég má segja henni það sem ég veit (til viðbótar við það sem hún veit) Tounge

Í dag var ég svo að vinna að verkefni í nýju forriti sem við erum að prufukeyra. Ég var ekki alveg nógu sátt við þetta og vinnuveitandi minn sagði að á morgun kæmi maður sem gæti kennt mér meira á þetta. Ég var ekki ósátt við það, ekki fyrr en ég heyrði hver það átti að vera, þá féllust mér hendur...því ég efaðist stórlega að sá einstaklingur gæti kennt mér eitthvað meira en ég kann í dag á þetta forrit. Þá laust upp í huga mér setning heimasætunnar...ég veit alveg jafn mikið og hann...bara aðeins meira Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég þykist oft kunna minna enn ég kann... þannig lærir maður.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.10.2007 kl. 20:53

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

pluto

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.10.2007 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 259661

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband