. - Hausmynd

.

brussuskapur

Við gistum á mjög fínu fjögra stjörnu hóteli í Slóveníu. Það var ekki hægt að setja út á neitt nema að dýnan hafi verið full hörð að mínu mati. Baðherbergið var til fyrirmyndar eins og allt annað.

Inn á baðherberginu var sturta. ágætlega stór sturta með sturtubotni og bogadregnum glerhurðum. Húsbandið mitt ákvað að skella sér í snögga sturtu á laugardagsmorgninum og ákvað ég að fara á eftir honum. Þegar hann var búinn, skelli ég mér á baðherbergið og sé að Stefán var búinn að stilla handsturtuna þannig að hausinn snéri fram og örlítið upp svo ég gæti farið beint undir án þess að forfæra kranann eitthvað frekar. Það var engin loftsturta, aðeins handsturta og kraninn eftir því afskaplega einfaldur en hitastýrður. Ég áttaði mig ekki á kraftinum þegar ég kveikti á sturtunni svo þegar ég af minni einfeldni skrúfa frá, geri ég eins og heima, set bara allt í botn! Það skipti engum togum að helv%&$# sturtan var með svo mikinn kraft að það sprautaðist allt fram á gólfið og sturtu rassgatið fékk ekki dropa á sig GetLost. Ég næ að loka hurðunum hratt og örugglega en enn stóð ég fyrir utan klefann, rennandi blaut með sturtuna í beinni línu beint á hurðina svo ég vissi það að það færi allt á flot ef ég vogaði mér að opna klefann svo mikið sem um sentímetra! Ég lít í kringum mig og sé að baðherbergið var á floti. Jæja....það varð að hafa það, skaðinn hvort eð er skeður svo ég opnaði klefann og skaust inn og lokaði. Ég kíkti svo í gegnum glerið og sá að vatnið var byrjað að leka í niðurfallið undir vaskinum. Jæja...það voru flísar á öllu svo það var ekkert annað að gera en að henda handklæði á gólfið og þurrka.

Daginn eftir ákvað ég að skella mér í sturtu á undan Stefáni. Ætlaði sko að láta fyrri reynslu kenna mér lexíuna svo ég snéri hausnum út í vegginn svo að það yrði pottþétt að það færi meira vatn í klefann en á gólfið. Marg athuga hvort þetta væri ekki í lagi áður en ég skrúfaði frá vatninu. Jú, ekkert átti að klikka í þetta skiptið svo ég skrúfaði frá, það skipti engum togum að haus rassgatið snéri sér frá veggnum í sömu andrá og ég skrúfaði frá vatninu með þeim afleiðingum að það sprautaðist allt fram á gólf. Í panikki yfir þessu reyndi ég að loka hurðinni en hún stóð á sér. Sama hvað ég gerði, haggaðist ekki hurðin svo vatnsgusan streymdi óhindruð fram á gólfið og enn var sturtuklefinn þurr. Til þess að reyna að redda einhverju, skellti ég mér inn í klefann og reyndi að loka þeim megin frá og eftir langa mæðu tókst mér að loka klefanum. Ég leit yfir gólfið og sá þá að það var að minnsta kosti tveggja sentímetra lag af vatni á gólfinu en það var byrjað að renna í niðurfallið.

Ég hótaði því að fara aldrei aftur í sturtu þarna....og ég stóð við það Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahah...sorry en þetta e bara fyndið.  Ógleymanleg ferð hlýtur að vera.

Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 259640

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband