. - Hausmynd

.

misskilningur

Undan farin tvö ár (ef ekki meir) hef ég sett inn nýtt "Gull úr smára" á "skilaboðalínuna" á MSN hjá mér. Þessa málshætti eða Gull úr smára finn ég á vefsíðu sem heitir zedrus.

Dagurinn hjá mér byrjar á því að ég fer á þessa vefsíðu og afrita öllu jöfnu þriðja efsta málsháttinn en ástæðan fyrir því að ég tek þriðja efsta er sú að ég vil geta átt val um annan ef það er mjög langt spakmæli sem er þann daginn. Stundum lengist þessi listi og stundum styttist. Ég er aldrei með sama spakmælið 2x.

Ég veit um þó nokkra sem bíða eftir næsta spakmæli í þessum glugga á hverjum degi. Það er bara ágætt. Mér finnst þetta mjög gaman og ekkert verra en að skrifa eitthvað persónulegt í þennan reit.

Allir þessir málshættir eða spakmæli eru svona "random", aldrei hef ég lagt einhverja merkingu til minna vina, kunningja eða ættingja. Hver og einn getur túlkað þetta spakmæli eins og hver vill.

Ef svo óheppilega vill til að einhver málshátturinn á vel við einhvern, hvort sem það er af hinu góða eða slæma, þá á ég engan þátt í því annan en þann að þetta var/er tilviljun.

Ef einhver er ósáttur við þessi spakmæli er gott að hafa samband beint við eigendur zedrus síðunnar og skammast í þeim.

Aldrei hef ég viljað nokkrum manni eitthvað illt. Ég frekar legg allt í sölurnar til að halda friðinn. Því biðst ég afsökunar ef einhver spakmælin hafa komið illa við kaunin á einhverjum Frown

Spakmæli dagsins í dag eru:

Ef þú berð virðingu fyrir öðrum uppskerðu virðingu annarra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Gaman að lesa bloggið þitt.  Eigðu góða helgi.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 15:33

2 identicon

Ég hef ekki skilið hvernig þú hefur nennt að setja inn þessi spakmæli í allan þennan tíma, ég væri löngu búin að gefast upp á þeim !!! En vissulega er örugglega gott að byrja daginn á að lesa sitt spakmæli :)

Oft hef ég haldið að þessu væri beint til mín..... oó hvað gerði ég núna.... en ég veit betur hahahahaha

Eigðu góða helgi Helga mín og njóttu hennar !

DA (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 17:19

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Efst á þessari síðu er ég með svona

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.3.2008 kl. 20:55

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk Helga mín og njóttu helgarinnar vel.Ástarkveðja

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.3.2008 kl. 22:20

5 Smámynd:

Sniðugt hjá þér frænka þarf að kíkja á þetta. Ég keypti aftur á móti rosalega flott handofin teppi í Zetrus.

, 12.3.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 259639

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

245 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband